Sport

Alexander og Ingi­björg unnu Sjally Pally

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stemmningin er alltaf góð á SjallyPally.
Stemmningin er alltaf góð á SjallyPally. mynd/Skapti Hallgrímsson akureyri.net

Hið stórskemmtilega pílumót Sjally Pally fór fram í Sjallanum í gær og var fullt út úr dyrum og stemningin einstök.

Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir báru sigur úr býtum í keppninni þetta árið. Alexander hafði betur gegn Matthíasi Friðrikssyni í úrslitunum en Ingibjörg vann sannfærandi sigur á Kittu Einarsdóttur.

Þau unnu ekki bara mótið heldur fengu frábæra vinninga. Peningaverðlaun sem og flug og gistingu í London þar sem þau munu horfa á HM í Ally Pally næsta desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×