„Loksins. Nú í nótt kom skip til Eskifjarðar með sérstakan farm, rúmlega þúsund tonn af Öskjuhlíðartimbri. Það hittist nú svo á að skipið var bæði lestað og losað í skjóli nætur þótt ekki séu þetta myrkraverk. Nú tekur við að flytja timbrið á betri stað og flokka það,“ segir Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabretta, á Facebook-síðu sinni.
Fyrirtækið sá um að fella trén í Öskjuhlíð en verkið tók nokkrar vikur.
„Mjög flott timbur. Þetta er beint og flott timbur,“ sagði Einar Birgir í viðtali við Stöð 2 á meðan verkinu stóð.
Timbrið var fellt til að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli og var svo flutt í Hafnarfjörð þar sem því var hlaðið um borð í skip og siglt til Eskifjarðar.