Fleiri fréttir

Efast ekki um Íraksstríðið

Heilu ári áður en Bretar og Bandaríkjamenn réðust inn í Írak var Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Breta, orðinn sannfærður um nauðsyn þess að steypa Saddam Hussein af stóli.

Fólk fari af atvinnuleysisbótum

„Besta kaupmáttaraukningin sem við fáum er að sjálfsögðu að fólk fari af atvinnuleysisbótum og í vinnu. Það slær ekkert út slíkri kaupmáttaraukningu,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Britney Spears enn gríðarlega vinsæl

Bandaríska söngkonan Britney Spears nýtur enn mikilla vinsælda. Von er á plötu með vorinu en fyrir rúmri viku setti hún smáskífu í sölu með laginu Hold It Against Me. Smáskífan hefur slegið í gegn er í efsta sæti á hinum þekkta vinsældarlista Billboards.

Óvíst hvort ráðherra fari á HM

Ekki liggur fyrir hvort menntamálaráðherra, sem einnig er ráðherra íþróttamála, fari á heimsmeistaramótið í handknattleik til að fylgjast með og hvetja íslenska landsliðið. Ákvörðun um það verður tekin síðar, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá aðstoðarmanni menntamálaráðherra.

RIFF bíður eftir ríkisstyrk

„Þetta er bara bull. Hún er ekki búin að slátra hátíðinni," segir Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF. Ritstjórinn fyrrverandi og bloggarinn Jónas Kristjánsson skrifaði á síðu sinni að hátíðin yrði ekki haldin á þessu ári og að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefði slátrað henni með því að undirrita ekki meðmælabréf með styrkbeiðni til Evrópusambandsins.

Stjórnmálafræðingur: Fylgið rennur af VG

„Við erum að tala um kannski 25% eða minna af Íslendingum styðja þessa ríkisstjórnarflokka. Það segir sig sjálft að slík ríkisstjórn hefur ekki mikið umboð,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, um fylgi stjórnmálaflokkanna. Hún segir fylgið renna af Vinstri grænum.

Þingkonan flutt á endurhæfingarstöð

Bandaríski þingmaðurinn, Gabrielle Giffords, var síðdegis flutt á endurhæfingarstöð í Houston í Texas. Tæpar tvær vikur eru frá því að hún var skotin í höfuðið af stuttu færi.

Fær að fara á netið

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Myanmar, hefur loksins fengið aðgang að internetinu en tveir mánuðir eru frá því að hún var látin laus úr stofufangelsi. Herforingjastjórnin gaf nýverið leyfi fyrir því að hún fengi þráðlausa tengingu við internetið. Tæknimenn gengu frá tæknihliðinni í dag.

Sigurjón laus úr haldi

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Skýrslustökum yfir honum er lokið og sá sérstakur saksóknari ekki ástæðu til að halda honum lengur í haldi, að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, verjanda Sigurjóns.

Katrín tekur vel í landakaup

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir vel koma til greina að ríkið taki tilboði Reykjanesbæjar um kaup á landi og jarðauðlindum sem áður voru í eigu HS orku. Með þessu gæti ríkið samið beint við Magma Energy um styttri nýtingartíma á orkuauðlindunum.

Actavis styrkir stofnun Vigdísar

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur ákveðið að styrkja Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur um 30 milljónir króna til byggingar húss fyrir starfsemi stofnunarinnar. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu samning um stuðninginn í Háskóla Íslands í dag.

Stofnfjáreigendur anda léttar: Mamma svaf ekkert í nótt

Stofnfjáreigandi í BYR ber ekki ábyrgð á lánum sem tekin voru til stofnfjáraukningar samkvæmt dómi Héraðsdóms í dag. Dómurinn segir lántakann hafa fengið villandi ráðgjöf og ónákvæmar upplýsingar frá Glitni sem lánaði fyrir kaupunum. Þungu fargi er létt af tæplega áttræðri konu og fjölskyldu hennar sem áður var gert að greiða 20 milljónir króna.

Ögmundur vill engin einkasjúkrahús fyrir útlendinga

Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara.

LÍÚ og bændur með þeim fyrstu sem vildu sækja um aðild

Fyrir hálfri öld voru Landssamband íslenskra útvegsmanna og Stéttarsamband bænda í hópi fyrstu samtaka hérlendis til að lýsa yfir stuðningi við það að Ísland sækti um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Í dag eru samtök sömu aðila í hópi eindregnustu andstæðinga aðildarumsóknar.

Njósnatölvan var fimm vikur í Alþingishúsinu

Njósnatölva sem fannst í hliðarherbergi í Alþingishúsinu þann 2. febrúar árið 2010 hafði verið þar í rúmar fimm vikur. Samkvæmt upplýsingum frá forseta Alþingis var tölvan tengd þann 28. desember árið 2009 en talið er að hún hafi átt að nálgast gögn úr tölvum í þinghúsinu.

Kona handtekin eftir húsleit

Lögreglumenn lögðu hald á fíkniefni við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í austurhluta Reykjavíkur í gær. Um var að ræða amfetamín en talið er að það hafi verið ætlað til sölu. Húsráðandi, kona á fertugsaldri, var handtekin í þágu rannsóknarinnar. Karl um þrítugt var handtekinn skömmu áður en húsleitin hófst en sá var að koma úr áðurnefndri íbúð. Í fórum hans fannst einnig amfetamín.

Jóhannes aðstoðar Sigmund Davíð

Jóhannes Þór Skúlason hefur verið ráðinn sem aðstoðamaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Jóhannes Þór útskrifaðist sem sagnfræðingur árið 1999 og hefur starfað sem grunnskólakennari. Síðastliðin tvö ár hefur hann verið einn af forystumönnum InDefence hópsins sem stofnaður var í kjölfar beitingar Breta á hryðjuverkalögum gegn Íslendingum í október 2008.

Fullt af hvölum og síld í Grundarfirði

Afar mikið af hval, hnísum og háhyrningum hefur verið í Grundarfirði í gær og í dag. Hafnarvörðurinn segir ekki færri en 20 hvali hafi verið við bryggjuna í dag.

Ekki skrifað undir slakan samning

„Ég segi að ef við náum ekki fullnægjandi niðurstöðu þá skrifum við ekki undir," sagði Þorsteinn Pálsson, fulltrúi í samninganefnd Íslands gagnvart ESB, á fundi Iceland Seafood um ESB og sjávarútveg í Iðnó í gær. Hann væri því ekki einn af þeim sem lofuðu þjóðinni atkvæðagreiðslu um aðild að ESB undir öllum kringumstæðum.

Foreldrar mótmæla niðurskurði í grunnskólum Reykjavíkur

Foreldrar grunnskólabarna hittust á fundi í dag þar sem ályktun til borgarstjóra var samþykjkt. Fundurinn mótmælir harðlega niðurskurði í grunnskólum Reykjavíkur þriðja árið í röð og segir í ályktuninni að enn frekari aðgerðir muni skaða skólastarfið um ókomna framtíð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir börnin okkar. „Við sættum okkur ekki við það,“ segir í ályktuninni.

Borgin selur menningarkort

Ekki verður lengur hægt að fara ókeypis á Listasafn Reykjavíkur eftir 1. febrúar, þegar borgaryfirvöld áforma að rukka fullorðna um 1.000 króna aðgangseyri að safninu.

Mikil ánægja með leiðtogafundinn í London

Á fundi leiðtoga Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Bretlands í gær lýstu forsætisráðherrarnir allir mikilli ánægju með árangur fundarins. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að fjölmörg verkefni og lausnir kynntar voru á fundinum, geti nýst öðrum ríkjum og skapast hafa ýmis tækifæri til samstarfs.

Bréf til Láru - Pólverjar æfir út í saksóknara

Danuta Szostak, ræðismaður Póllands á Íslandi, gagnrýnir Láru V. Júlíusdóttur, saksóknara í máli níumenningana, harðlega. Í bréfi til Láru segir hann fjarstæðukennt að líkja árás níumenningana við átök Pólverja í Keilufelli árið 2008.

Sprengingar í Hafnarfjarðarhöfn komu fram á jarðskjálftamælum

Sprengingar verktaka við Hafnarfjarðarhöfn urðu til þess að skjálftamælar Veðurstofu Íslands fóru af stað og mældu sjálfta upp á 0,7 á Richter. Dýpkun hafnarinnar stendur yfir en verktakar sprengja ekki meira í dag. Ekki er þó útilokað að fleiri sprengingar eigi sér stað á næstu dögum. Íbúar í nánasta nágrenni fundu fyrir skjálftanum sem er heldur lítill.

Svipt hjúkrunarleyfinu eftir kynmök við sjúkling

Hjúkrunarkona í Oklahómafylki Bandaríkjanna hefur verið svipt leyfinu til að starfa sem hjúkrunarfræðingur næstu tuttugu árin eftir að hún hafði kynmök við deyjandi sjúkling sinn á heimili hans.

Orkuskipti í samgöngum - ítarleg áætlun liggi fyrir í vor

Tillaga til þingsályktunar um orkuskipti í samgöngum hefur verið lögð fram á Alþingi. Fram kom í máli Katrínar Júlíus­dóttur iðnaðarráðherra sem mælti fyrir tillögunni að markmiðið með henni væri að stuðla að uppbyggingu græna hagkerfisins með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Fleiri kallaðir til yfirheyrslu

"Yfirheyrslur standa yfir og munu í raun gera það næstu vikur," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari en handtökur og húsleitir í tengslum við stórar millifærslur frá Seðlabankanum á sama degi og neyðarlögin voru sett fóru fram í gær.

HÍ bakhjarl Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Háskóli Íslands verður bakhjarl Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Í tilkynningu frá skólanum segir að meginmarkmiðið með þáttökunni sé að efla nýsköpunarstarf barna og unglinga í grunnskólum landsins. Einnig er áformað að efla þverfaglega þátttöku ólíkra fræðasviða skólans og stuðla þannig að uppbyggingu nýsköpunarmenntunar í landinu.

Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús

Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu.

Móðir Matthíasar: „Mig dreymir hann á nóttunni“

„Auðvitað hef ég áhyggjur af honum. Mig dreymir hann á nóttunni. Núna síðast fannst mér hann kominn í eitthvað hús með fullt af listafólki sem var að stúdera Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Húsið hét Ásmundur. Matti hafði þá bara gleymt sér þar og gleymt að láta mig vita hvar hann var," segir Þórgunnur Jónsdóttir, móðir Matthíasar Þórarinssonar sem hefur verið týndur síðan fyrir jól.

Yoko Ono lét handtaka kóreskan ferðamann

Listakonan og bítlaekkjan Yoko Ono lét handtaka kóreska ferðakonu sem var að heimsækja New York í fyrsta skipti í síðustu viku. Yoko Ono mætti kóresku konunni í lyftu í fjölbýlishúsi sem ekkjan býr í og fannst hún koma undarlega fyrir.

Síminn harmar lögbrot

Í tilkynningu frá Símanum harmar fyrirtækið að hafa nýtt upplýsingar um viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja í markaðslegum tilgangi. Fyrirtækið ætli að tryggja að slíkt brot endurtaki sig ekki.

Almenningur virðist enn afhuga stjórnmálaflokkum

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meiri stuðning en stjórnarflokkarnir samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna hrynur milli kannana, og verulega dregur úr stuðningi við Hreyfinguna.

Bruggbúnaður haldlagður

Upplýsingar bárust nýlega um að verið væri að framleiða og selja landa í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Síminn kærður til lögreglu - njósnuðu um viðskiptavini Nova

Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja. Persónuvernd hefur kært Símann til lögreglunnar. Samkeppniseftirlitið gerði húsleitir hjá Símanum og fundust listar með upplýsingum um mörg þúsund viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja.

Aflið fékk nýja tölvu í stað þeirrar stolnu

Enn hefur ekkert spurst til tölvu sem stolið var milli jóla og nýjárs frá Aflinu á Akureyri, samtökum gegn heimilis- og kynferðisofbeldi. Aflið hefur auglýst eftir tölvunni í fjölmiðlum en án árangurs.

Í lífshættu vegna svínaflensu

Þrítug kona liggur nú á gjörgæsludeild Landspítala með alvarleg sjúkdómseinkenni af völdum svínainflúensu. Konan var lögð inn í fyrradag. Hún hafði ekki verið bólusett gegn inflúensunni en er með undirliggjandi áhættuþætti sem auka líkur á alvarlegum veikindum af völdum inflúensunnar.

Viðskiptafræði og lögfræði vinsælustu háskólafögin

Haustið 2010 voru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi 47.240. Í framhaldsskóla voru skráðir 27.351 nemendur og 19.889 nemendur í háskóla. Skráðum nemendum fækkaði um 3,1% frá fyrra ári en það er í fyrsta skipti sem nemendum fækkar milli ára síðan Hagstofa Íslands hóf að birta tölur um skráða nemendur haustið 1997. Fækkun nemenda milli ára var öll á framhaldsskólastigi en þar fækkaði skráðum nemendum um 7,9%. Nokkur fjölgun var hins vegar á háskólastigi eða um 4,3%. Fækkun nemenda skýrist fyrst og fremst af samdrætti í fjarnámi og öldungadeildum á framhaldsskólastigi. Þá fækkaði nemendum grunnskóla sem sóttu nám í framhaldsskólum umtalsvert og voru um fjórðungur fjölda grunnskólanemenda í framhaldsskólum haustið 2008.

Ævisaga Julian Assange kvikmynduð

Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood hafa keypt kvikmyndaréttinn á ævisögu stofanda WikiLeaks, Julian Assange. Ævisaga Ástralans er ekki komin út en til stendur að gefa bókina út í næsta eða þar næsta mánuði.

Kristilegur demókrati vill Ísland í ESB

Þjóðverjinnn Michael Gahler, sem á sæti á Evrópuþinginu fyrir hönd Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir að innganga Íslendinga í Evrópusambandið sé sambandinu mikilvæg af ýmsum ástæðum.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings en stjórnin

Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna og Vinstri græn samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina gætu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað meirihlutastjórn.

Vegið að lögbundnu hlutverki grunnskóla

Foreldrar barna í Reykjavík bregðast reiðir við fregnum af enn meiri niðurskurði í skólakerfinu, segir Guðrún Valdimarsdóttir, formaður SAMFOK. Hún telur boðaðan niðurskurð gera skólum erfitt að sinna lögboðnu hlutverki sínu.

Sjá næstu 50 fréttir