Innlent

Aflið fékk nýja tölvu í stað þeirrar stolnu

Sigríður Þórsdóttir og Anna María Hjálmarsdóttir frá Aflinu taka við tölvunni frá Hauk Valdimarssyni og Þorláti Sveinssyni Lyngmo í Tölvulistanum.
Sigríður Þórsdóttir og Anna María Hjálmarsdóttir frá Aflinu taka við tölvunni frá Hauk Valdimarssyni og Þorláti Sveinssyni Lyngmo í Tölvulistanum.
Enn hefur ekkert spurst til tölvu sem stolið var milli jóla og nýjárs frá Aflinu á Akureyri, samtökum gegn heimilis- og kynferðisofbeldi.

Aflið hefur auglýst eftir tölvunni í fjölmiðlum en án árangurs.

Á harða diskinum var að finna öll gögn samtakanna frá því þau voru stofnuð fyrir átta árum. Missirinn er því mikill og hétu liðskonur samtakanna fundarlaunum þeim sem veitir upplýsingar sem leiddu til þess að tölvan kæmist í réttar hendur.

Starfsmenn Tölvulistans hafa þó komið Aflinu til bjargar og hafa gefið samtökunum nýja borðtölvu. Tölvan var afhent á þriðjudag og eru liðkonur Aflsins afar þakklátir.

„Við viljum þakka fyrir samhuginn og stuðninginn sem við höfum fengið, það er ómetanlegt að finna fyrir þessu í orði og verki," segja þær


Tengdar fréttir

Gögnum stolið frá samtökum gegn kynferðisofbeldi

Brotist var inn hjá Aflinu á Akureyri, samtaka gegn heimilis- og kynferðisofbeldi, milli jóla og nýjárs og einu tölvu samtakanna stolið. Á harða diskinum er að finna öll gögn samtakanna frá því þau voru stofnuð fyrir átta árum. Missirinn er því mikill og heita liðsmenn samtakanna fundarlaunum þeim sem veitir upplýsingar er leiða til þess að tölvan kemst aftur í réttar hendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×