Innlent

Fyrsta skiptið sem Persónuvernd kærir til lögreglu

Valur Grettisson skrifar
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar.
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar.

Ákvörðun Persónuverndar um að kæra brot Símans vegna grófrar misnotkunar á persónuupplýsingum til lögreglunnar er einsdæmi samkvæmt upplýsingum frá Persónuvernd.

Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja. Persónuvernd kærði því Símann til lögreglunnar. Samkeppniseftirlitið gerði húsleitir hjá Símanum og fundust listar með upplýsingum um mörg þúsund viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja.

Á listunum koma fram heimilisföng, kennitölur og jafnvel starfsheiti viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja.

Niðurstaða Persónuverndar er afdráttarlaus, þar segir að aðgerð Símans sé alvarleg og því óhjákvæmilegt að kæra fyrirtækið til lögreglunnar. Persónuvernd telur aðgerð Símans meiriháttar brot gegn einkalífsrétt og persónuvernd.


Tengdar fréttir

Síminn kærður til lögreglu - njósnuðu um viðskiptavini Nova

Síminn safnaði viðkvæmum persónuupplýsingum um þúsundir viðskiptavina annarra fjarskiptafyrirtækja. Persónuvernd hefur kært Símann til lögreglunnar. Samkeppniseftirlitið gerði húsleitir hjá Símanum og fundust listar með upplýsingum um mörg þúsund viðskiptavini annarra fjarskiptafyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×