Fleiri fréttir

Ólafur Ragnar sendir Rússum samúðarkveðjur

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í morgun samúðarkveðjur til Dmitry Medvedev, forseta Rússlands, fyrir sína hönd og íslensku þjóðarinnar, vegna hinna hræðilegu hryðjuverka á Domodedovo flugvellinum í Moskvu.

Mönnum vísað frá er þeir mæta í afplánun

„Öll fangelsin eru yfirfull, tvímennt í klefa þar sem það er mögulegt og við höfum þurft að vísa mönnum frá sem mætt hafa til afplánunar auk þess sem fangar hafa verið vistaðir á lögreglustöðvum.“

Tölvu stolið af Spaugstofumanni - handrit að næsta þætti horfið

„Þetta er nýskeð, gerðist líklega um helgina,“ segir Spaugstofumaðurinn Karl Ágúst Úlfsson sem varð fyrir því óláni um helgina að tölvunni hans var stolið úr bílnum hans í Garðabæ. Karl Ágúst er ekki viss hvenær nákvæmlega þjófnaðurinn átti sér stað en tölvan var geymd í bakpoka í bílnum.

Hryðjuverk á Filippseyjum

Tveir létust og minnsta kosti átján slösuðust í sprengingu sem varð í strætisvagni í Manilla á Filippseyjum í nótt. Talið er að sprengjan sé verk hryðjuverkamanna. Sprengjunni var komið fyrir undir sæti inni í strætisvagninum en hún var mjög öflug. Ekki er ljóst hversu margir voru í strætisvagninum en einhverjir farþegar sluppu ómeiddir. Ekki er vitað hverjir voru að verki samkvæmt AP fréttastofunni.

Flestir brottfluttra voru á aldrinum 25–29 ára

Árið 2010 voru flestir brottfluttra á aldrinum 25–29 ára, flestir þó 24 ára af einstaka árgöngum. Fjölmennasti hópur aðfluttra var á aldrinum 20–24 ára. Tíðasti aldur aðfluttra einstaklinga var 22 ára. Þegar tekið er tillit til fjölda brottfluttra umfram aðflutta var mest fækkun vegna fólksflutninga frá landinu í aldurshópnum 30–34 ára.

Mjög dregur úr brottflutningi af landinu

Árið 2010 fluttu 2.134 fleiri frá landinu en til þess. Það dró úr brottflutningi á árinu miðað við árið áður, þegar 4.835 fluttu úr landi umfram aðflutta.

Braust inn á Facebook-síðu forseta Frakklands

Óprúttin tölvuþrjótur braust inn á Facebook-síðu forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy í fyrradag og tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram til embættis forseta.

Mótmæli boðuð í Egyptalandi

Mótmæli hafa verið boðuð í Egyptalandi á morgun. Heldur sundurleitur hópur mun sameina krafta sína í mótmælunum, en það eru ungir aðgerðarsinnar, verkamenn, fótboltaaðdáendur og íslamistar.

Með blikkandi blátt forgangsljós í glugganum

Vegfarendur um Reykjanesbraut í Kópavogi, tilkynntu lögreglu laust upp úr klukkan eitt í nótt, að þar væri bíll á ferð með blikkandi blátt forgangsljós í framglugganum. Þetta eru ljós, eins og notuð eru í ómerktum lögreglubílum, en þar sem engin slíkur var á ferð var reynt að hafa uppi á bílnum, en án árangurs.

Þriggja leitað vegna hryðjuverkanna í Moskvu

Þriggja manna er leitað í tengslum við hryðjuverkin á flugvelli í Moskvu í gær þar sem 35 létust og um 150 slösuðust. Rússnesk yfirvöld fengu ábendingar fyrir um viku síðan að það yrði hugsanlega ráðist á flugvöllinn.

Meirihlutinn styður Icesave-samkomulag

Meirihluti landsmanna vill að Icesave-samkomulagið sem náðst hefur við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi verði samþykkt samkvæmt niðurstöðum skoðunakönnunar Fréttablaðsins.

Alþingi fjallar um ákvörðun Hæstaréttar - bein útsending á Vísi

Alþingi mun í dag fjalla um tíðindi dagsins, þegar Hæstiréttur ákvarðaði kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Jóhanna Sigurðardóttir mun gefa skýrslu um málið. Jóhanna mun tala í fimmtán mínútur og í kjölfarið munu fulltrúar annarra flokka fá tíu mínútur til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Fundi fjárlaganefndar lokið - útprent lesið af símtali Davíðs

Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina.

Dansari á batavegi

Steve Lorenz, dansari hjá íslenska dansflokknum, er laus úr öndunarvél en hann lenti í alvarlegu slysi á æfingu hjá Íslenska dansflokknum í vikunni. Hann er á batavegi.

Fjárlaganefnd fundar um símtal Davíðs

Fjárlaganefnd Alþingis hefur verið kölluð saman til fundar í kvöld klukkan átta. Nefndin mun hitta fulltrúa frá Seðlabankanum og ræða umdeilt símtal Davíðs Oddssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra, og Meryn Kings.

Aðeins þriðjungur í vasa launafólks

Einstaklingur á meðallaunum fær aðeins um þrjátíu og sjö prósent af tekjum sínum í eigin vasa þegar hið opinbera, lífeyrissjóðir og aðrir eru búnir að taka sitt. Þótt viðkomandi fengi hundrað tuttugu og fimm þúsund króna launahækkun myndi aðeins þrjátíu þúsund af því skila sér til hans.

Ófullnægjandi skýringar á Magma máli

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið og forsætisráðuneytið hafa ekki gefið fullnægjandi skýringar við athugasemdum umboðsmanns Alþingis í Magma-málinu að mati Geysis Green Energy, sem kvartaði til umboðsmanns.

Sjávarútvegurinn stærsti ásteitingarsteinninn

,,Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins gætu náð saman um flest, en ekki kröfu samtakanna í sjávarútvegsmálum," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Viðræðum ASÍ og SA hefur verið slitið, en Gylfi segir aðildarfélög geta samið til skemmri tíma meðan leyst verði úr öðrum málum.

Aftur heim - lagið hans Sjonna

Lag tónlistarmannsins Sigurjóns Brinks, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu fyrir viku, hefur verið gert aðgengilegt á heimasíðu RÚV en lagið tekur þátt í undankeppni Eurovision.

Fundi ASÍ og SA lokið án niðurstöðu

Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands lauk upp úr klukkan hálf fjögur. Fundinum lauk án nokkurrar formlegrar niðurstöðu. Frekari fundarhöld hafa ekki verið ákveðin.

Tugir létust í sprengingu í Moskvu

Að minnsta kosti 31 lét lífið á Domodedovo flugvellinum í Moskvu í mikilli sprengingu í dag. Fleiri en hundrað eru sárir en fyrstu vísbendingar benda til þess að um sjálfsmorðssprengjuárás hafi verið að ræða. FLugvöllurinn er í um 40 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Moskvu og er hann fjölfarnasti flugvöllur borgarinnar. Lögreglan í Moskvu hefur í kjölfar sprengingarinnar stóraukið öryggisgæsluna í borginni og á öðrum flugvöllum.

Mjólkin hækkar um 4,56% í febrúar

Verð á nýmjólk mun hækka um 4,56% þann 1. febrúar n.k. að því er segir í tilkynningu frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Ný aðstaða til að rannsaka smitsjúkdóma í fiski

Ný og fullkomin aðstaða til rannsókna á smitsjúkdómum í fiski var formlega tekin í notkun í Fræðasetrinu í Sandgerði í dag. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og Sandgerðisbær. Undirbúningur og framkvæmdir hafa staðið yfir í um það bil eitt ár.

Lýst eftir eiganda skartgripa sem fundust á víðavangi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda hlutanna á meðfylgjandi mynd en þeir fundust á víðavangi. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við lögreglustöðina á Krókhálsi í síma 444-1190 en nánari upplýsingar veitir Árni Pálsson rannsóknarlögreglumaður virka daga frá kl. 8-15. Tekið skal fram að afhending muna fer fram gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi.

Hrina vændismála inn á borð lögreglu

„Upplýsingar um vændisstarfsemi virðist berast okkur í hrinum og það er eins og ein hrinan standi yfir núna," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Leikskólastarfsmaður sagðist á Facebook vilja kyrkja barn

Ummæli á Facebook hafa orðið til þess að fólk hefur verið rekið úr starfi. Dæmi er um að starfsmaður á leikskóla hafi sagst vilja kyrkja barn og goldið fyrir það með starfinu. Einnig eru dæmi um að konur hafi upplýst um óléttu á Facebook og verið reknar áður en þær tilkynntu vinnuveitanda um það formlega.

Greinir misrétti milli barna

Misskipting milli íslenskra barna er í minna lagi í samanburði við önnur OECD-lönd að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þar er Ísland í næstefsta hópi ásamt Noregi, Svíþjóð og Írlandi, en í efsta hópnum eru Danmörk, Finnland, Holland og Sviss.

Loðnukvótinn verður aukinn um 125.000 tonn

Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyfilegur hámarksafli á loðnu á yfirstandandi vertíð verði ákveðinn 325 þúsund tonn. Er þetta 125 þúsund tonna aukning frá upphafskvótanum sem gefinn var út í fyrra.

Neyðarfundur vegna stjórnarkreppu í Írlandi

Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands, hefur boðað til neyðarfundar í dag með forystumönnum stærstu stjórnmálaflokkanna þar í landi. Stjórnarkreppa ríkir á Írlandi eftir að Græningjar sögðu sig frá stjórnarsamstarfinu í gær og óljóst hvort að umdeilt fjárlagafrumvarp verði samþykkt á írska þinginu. Frumvarpið er forsenda þess að Írar fái áttatíu og fimm millljarða evru lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Græningjar segjast vera tilbúnir að styðja frumvarpið en með þeim skilyrðum að afgreiðslu þess verði flýtt og boðað til kosninga strax í næsta mánuði.

Verkfærum stolið

Verkfærum var stolið um helgina úr húsnæði Selásbygginga sem er til húsa að Gagnheiði 37 á Selfossi. Þjófurinn braut sér leið inn í húsið með því að spenna upp hurð.

Eftirlit með mengun talið vera óskilvirkt

Er stóriðjufyrirtækjum treystandi til að gera eigin mengunarmælingar? Félagið Umhverfisvaktin við Hvalfjörð skorar á Umhverfisstofnun að endurskoða starfsleyfi stóriðju­fyrirtækjanna á Grundartanga. „Þetta er með það fyrir augum að færa ábyrgð á framkvæmd mengunar­mælinga frá stóriðju­fyrirtækjunum til óháðra opinberra aðila,“ segir í yfirlýsingu. Félagið telur að mælingarnar séu ekki trúverðugar „ef hinn mengandi aðili“ sér sjálfur um þær.

Illa haldin af Tourette - Bjartsýn á framtíðina

„Ég hef ekkert heyrt, en það er ný vika og ég vona að það gerist eitthvað," segir Elva Dögg Gunnarsdóttir vongóð um framtíðina en hún er illa haldin af Tourette-heilkennunum. Raunar er hún svo illa haldin af Touretta að læknirinn hennar hefur ekki séð annað eins.

Ljónakjöt á matseðlinum

Mexískóskur veitingastaður í Arizonafylki Bandaríkjanna stefnir á að auka við fjölbreytilegan matseðilinn á næstunni en þegar er þar boðið upp á krókódílakjöt, kengúrukjöt og snákakjöt.

Mansal í Kína að aukast

Mansal færist í aukanna í Kína samkvæmt þarlendum fjölmiðlum en glæpasamtök eru farin að nýta sér neyð og fátækt kínverskra kvenna í meira mæli. Þannig eru kínverska konur úr fátækum héruðum landsins neyddar í vændi í Evrópu, suðaustur Asíu og Afríku.

Rússneskur njósnari orðinn þáttakynnir

Rússneski njósnarinn og kynbomban Anna Chapman er orðinn þáttastjórnandi í rússneskum ráðgátu-þætti. Anna varð heimsfræg þegar í ljós kom að hún hafði starfað sem rússneskur njósnari í Bandaríkjunum. Í dag er hún heimsfræg, ekki síst fyrir kynþokkann.

Sýklalyf geta leitt til asma

Börn sem fá sýklalyf áður en þau verða sex ára gömul eru helmingi líklegri til þess að fá asma samkvæmt norska blaðinu Verdens Gange. Rannsókn var framkvæmd í Þrándheimi í Noregi en fjórtán hundruð börnum og mæðrum var fylgt frá óléttu til sex ára aldurs.

Misnotaðir aðgerðarsinnar mótmæla

Aðgerðarsinnar af kvenkyni ætla að mótmæla fyrir utan Scotland Yard í Bretlandi í dag og krefjast þess að fá nöfn allra lögreglumannanna sem fóru sem flugumenn inn í samtök þeirra.

Breskar konur þurfa að hætta að sukka

Konur í Bretlandi eru líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein meðal annars vegna mikillar áfengisdrykkju. Þetta kemur fram í rannsóknum sem greint var frá í Bretlandi í gær. Alls fá 46 þúsund konur árlega brjóstakrabbamein í Bretlandi.

Sjá næstu 50 fréttir