Erlent

Mótmæli boðuð í Egyptalandi

Mótmælin nú eru talin afleiðing byltingarinnar í Túnis.
Mótmælin nú eru talin afleiðing byltingarinnar í Túnis.

Mótmæli hafa verið boðuð í Egyptalandi á morgun. Heldur sundurleitur hópur mun sameina krafta sína í mótmælunum, en það eru ungir aðgerðarsinnar, verkamenn, fótboltaaðdáendur og íslamistar.

Aðgerðunum er beint að ríkisstjórn Mubaraks. Mótmælin koma í kjölfar byltingarinnar í Túnis þar sem einræðisherra var steypt af stóli. Mótmælendur kalla mótmælin Byltingardaginn, en þau eru haldin á frídegi þar sem afrekum lögreglunnar er almennt fagnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×