Fleiri fréttir

Brotist inn í Gerðuberg

Tveir karlmenn, báðir innan við tvítugt, voru handteknir í nótt þegar þeir voru að brjótast inn í menningarmiðstöðina Gerðuberg í Breiðholti í Reykjavík. Vegfarandi lét lögreglu vita og náði hún öðrum á vettvangi, en hinn var hlaupinn uppi þegar hann reyndi að komast undan. Þeir gista nú fangageymslur.

Barnshafandi konum sagt upp eftir stöðufærslur á Facebook

Nokkur dæmi eru um það að konur hafi misst vinnuna eftir að hafa tilkynnt að þær væru barnshafandi á Facebook-síðum sínum áður en þær tilkynntu vinnuveitendum sínum það formlega. Vinnuveitendurnir hafi í kjölfarið sagt þeim upp störfum.

Um þriðjungur vill draga umsókn að ESB til baka

Tæplega tveir af hverjum þremur sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins á miðvikudag vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildar­samninginn. Um þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka.

Tveir af þremur vilja halda ESB-umsóknarferli áfram

Könnun Nærri tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið og samningur lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúmur þriðjungur vill að umsóknin verði dregin til baka.

Aldrei fleiri sjórán en 2010

Sjórán náðu nýjum hæðum á nýliðnu ári en þá voru 53 skip og áhafnir þeirra tekin yfir af sjóræningjum. Í gögnum Alþjóða siglingamálastofnunarinnar kemur fram að 49 sjórán voru úti fyrir ströndum Sómalíu. Alþjóðlegur floti herskipa kom í veg fyrir að enn fleiri skip væru tekin af sómalískum sjóræningjum sem hafa haldið hafsvæðinu í herkví um árabil.

Ísland í tólfta sæti

Ísland er í tólfta sæti á lista yfir þau lönd sem búa við mesta velmegun. Listinn, sem var nýlega birtur, ber titilinn 2010 Prosperity Index. Á honum er 110 ríkjum raðað í röð eftir velmegun.

Skortir sérfræðinga til að sinna börnum

Á hverju ári greinast um 10 til 14 börn með alvarlegan gigtarsjúkdóm en aðeins einn sérfræðingur hefur sinnt þessum börnum hér á landi en sá nálgast eftirlaunaaldur. Gigtarfélagið hefur þungar áhyggjur af stöðu þessara barna og fundaði í mánuðinum með stjórendum Landspítalans.

Um 50 björgunarsveitamenn leituðu konu

Um 50 björgunarsveitamenn leituðu konu sem villtist á leið sinni upp á Helgafell í kvöld. Konan fannst við topp fjallsins um sjöleytið í kvöld og björgunarmenn eru að fylgja henni niður. Ástæða þess að konan villtist uppi á fjallinu er mikil þoka sem er þar núna.

Nota hafnsögubát við slökkvistarfið

„Við erum komnir með hafnsögubát með stórar og miklar dælur sem er að sprauta á eldinn. Við erum líka að sprauta frá landi,“ segir slökkviliðsmaður við bryggjuna í Gufunesi í samtali við Vísi.

Eldur í bryggjunni í Gufunesi

Eldur kviknaði á bryggjunni í Gufunesi nú undir kvöld, tvær stöðvar eru á staðnum og mikinn reyk leggur frá bryggjunni yfir í Grafarvoginn. Íbúar í Grafarvogi mega því eiga von á því að reyk muni leggja yfir hverfið þeirra. Segjum nánar frá þessu síiðar í kvöld.

Ríkisstjórn Írlands sprungin

Ríkisstjórn Írlands er sprungin, að því er fréttastofa BBC greinir frá. Græningjar ákváðu í dag að draga sig út úr ríkisstjórninni. Því er búist við því að kosið verði í Írlandi í næsta mánuði en áður hafði verið gert ráð fyrir að kosningar færu fram þann 11. mars næstkomandi.

Enn alvarlega veik á gjörgæslu vegna svínaflensu

Ástand konunnar sem lögð var inn á gjörgæsludeild Landspítalans með svínaflensu fyrir helgi er svipað og það var fyrir helgi, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild. Ástand hennar er stöðugt en hún er ennþá alvarlega veik.

Lögreglan leitar ökufants

Lögreglan leitar nú ökumanns BMW bifreiðar sem ók utan í vegrið við Arnarnesbrúna laust eftir klukkan ellefu í morgun. Ökumaðurinn yfirgaf vettvang eftir óhappið og ekki er vitað hvað varð um hann. Lögreglan telur sig þó vita hver hann er.

Nafn mannsins sem lést

Karlmaður sem lést á Eyjafjarðarbraut síðastliðinn fimmtudag hét Gísli Ólafur Ólafsson til heimilis að Vættagili 21 á Akureyri.

Græningjar ákveða hvort þeir halda áfram

Græningjar á Írlandi ákveða í dag hvort þeir ætli að halda áfram þátttöku í ríkisstjórn landsins. Ef flokkurinn dregur sig í hlé í ríkisstjórnarsamstarfinu munu kosningar verða haldnar í næsta mánuði, en áður hafði verið gert ráð fyrir að þær yrðu þann 11. mars.

Varað við vatnavöxtum í Hvítá

Veðurstofan varaði í morgun við Vatnavöxtum í Hrunamannahreppi, nánar tiltekið á vatnasviði Hvítár. Hlýtt hefur verið á hálendinu og mikið rigning á suðvesturhluta þess. Rennslið hefur því vaxið töluvert í ánni.

Súlubyggðin í Eldey vekur athygli

Súlubyggðin í Eldey er nú sýnileg öllum sem vilja fylgjast með henni á Netinu. Myndavélum hefur verið komið fyrir í Eynni og því er hægt að fylgjast með fuglunum dag og nótt. Eldey er um 77 metra hár klettadrangur um 15 kílómetrum suðvestan við Reykjanes. Alfræðivefurinn Wikipedia segir að þar sé ein af stærri súlubyggðum heims, með um 14.000 - 18.000 súlupör sem verpa þar á hverju ári.

Hefur efasemdir um stofnun atvinnuvegaráðuneytis

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er efins um að rétt sé að gera frekari breytingar á stjórnsýslunni. Sameining sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis annars vegar og iðnaðarráðuneytis hins vegar hefur verið fyrirhuguð frá því að vinstristjórnin tók við völdum fyrir um tveimur árum síðan. Þegar hafa fjögur ráðuneyti verið sameinuð í velferðarráðuneyti og innanríkisráðuneyti.

Passið ykkur á hreindýrunum

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vilja vara vegfarendur sem leið eiga um Austurland við mikilli umferð hreindýra, sérstaklega á Fagradal. Hætta á árekstrum við hreindýr er mest í skammdeginu og þegar hálka og skafrenningur gera aðstæður erfiðar.

Segir umræður um njósnatölvuna hjákátlegar

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að hún hafi oft tengt tölvu sína með sama hætti og svokölluð njósnatölva var tengd við netið. Í tilkynningu sem hún setti á vefsíðu sína í morgun segir hún að að sér þyki hjákátlegt að hafa fylgst með fréttum af aðskotatölvunni sem fanst í skriftstofuhúsnæði Alþingis í febrúar í fyrra, á hæð þar sem Hreyfingin og Sjálfstæðisflokkur deila.

Enn meiri flóðum spáð

Enn meiri flóðum er spáð í Ástralíu á næstunni og segja veðurfræðingar að stórt flóð allt að 90 kílómetra að lengd fari yfir norðurhluta Victoríu fylkis þar í landi innan tíu daga.

Hnífamaður gekk laus

Fólki í miðborg Reykjavíkur var brugðið þegar að það sá ungan mann sveifla hnífi um eittleytið í nótt. Þegar lögreglan hafði afskipti af manninum reyndi hann að komast undan. Hann var handtekinn í Lækjargötu og hnífurinn fannst þá í annarri buxnaskálminni hans.

Lag Sigurjóns verður áfram í keppninni

Tónlistarmaðurinn Sigurjón Brink, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu á mánudag, var einn þeirra lagahöfunda sem áttu lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Sigurjón hafði skilað inn upptöku af laginu, þar sem hann syngur sjálfur, en eiginkona hans Þórunn Erna Clausen samdi textann.

Tekinn á tvöföldum hámarkshraða

Karlmaður var tekinn á 102 kílómetra hraða að Laugarvatni rétt fyrir miðnætti í gær, en þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn gaf öndunarsýni og var færður á stöð. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og má búast við því að fá sekt fyrir hraðaaksturinn.

Hófu framkvæmdir án leyfis frá ráðherra

Iðnaðarráðuneytið gaf í fyrradag út starfsleyfi til að hefja framkvæmdir við gerð varnargarðs við Markarfljót, hálfum mánuði eftir að framkvæmdir hófust. Siglingastofnun, sem er framkvæmdaraðilinn, sótti ekki um ráðherraleyfi sem kveðið er á um í vatnalögum þar sem lagatúlkun stofnunarinnar var sú að þess þyrfti ekki.

Stálu stórum gaskútum við Ellingsen

Rúða var brotin í bifreið í Hraunbæ í dag og hljómflutningstæki og skólataska tekin úr bílnum. Lögreglan fékk tilkynningu um innbrotið um áttaleytið en þjófurinn er ófundinn. Þá var hengilás slitinn við Ellingssen á Granda og fjórum tíulítra gaskútum stolið. Um var að ræða svokallaða smellugaskúta sem hafa notið töluverða vinsælda upp á síðkastið.

Leg verða grædd í konur

Allt bendir til að hægt verði að græða leg í konur innan tíðar. Prófessor og yfirlæknir á kvennasviði Landspítalans segir undirbúning að slíkri aðgerð hafinn í Svíþjóð og sennilega verði gerð tilraun til ígræðslu þessu ári. Gæfi það góða raun þyrftu færri konur að leita til staðgöngumæðra.

Halldór laus úr farbanni

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, losnaði úr farbanni í gær. Halldór kom til landsins síðastliðinn sunnudag. Hann var úrskurðaður í farbann í þágu rannsóknar málsins að beiðni sérstaks

Missti meðvitund þegar band hertist um hálsinn

Dansarinn sem slasaðist við æfingar hjá Íslenska dansflokknum í gær heitir Steve Lorenz. Hann er þýskur ríkisborgari en hefur verið búsettur hér á landi ásamt sambýliskonu sinni sem einnig er dansari við flokkinn.

Vann 17 milljónir í lottó

Einn heppinn lottóspilari var með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins. Hann er rúmum 17,2 milljónum króna ríkari fyrir vikið. Vinningsmiðinn var seldur í Tvistinum í Vestmannaeyjum.

Fjöldi glasafrjóvgana takmarkaður

Fjöldi glasafrjóvgana á þessu ári verður takmarkaður vegna sparnaðaraðgerða. Sérfræðingur segir þetta þýða að biðlistar lengjast en nú þegar er sjö mánaða bið eftir slíkri meðferð. Þetta sé varhugaverð þróun en nú eru um tvö hundruð konur á biðlista.

Taka afstöðu til hugmynda stjórnvalda á mánudag

Aðilar vinnumarkaðarins meta það á mánudag hvort hugmyndir stjórnvalda dugi til að hægt verði að gera allsherjar samkomulag á vinnumarkaði til lengri tíma. Verkalýðsfélag Akraness hefur þegar sagt sig frá viðræðunum.

Glæta handviss um íslenskan sigur

Spádómskýrin Glæta heldur ótrauð áfram í spámennskunni þrátt fyrir að hafa hlaupið á sig í leiknum á móti Norðmönnum. Í þetta skiptið veðjar hún á íslenskan sigur gegn Þjóðverjum. Leikurinn á móti Noregi er eini leikurinn sem Glæta hefur klikkað á það sem af er móti og er þar af leiðandi búin að skipa sér í flokk með mestu spádómsbeljum sögunnar.

Gönguhópurinn fundinn

Gönguhópurinn sem björgunarsveitarmenn hafa leitað að á Sveifluhálsi í dag kom í leitirnar rétt fyrir klukkan fjögur. Ekkert amaði að fólkinu enda veður með besta móti. Símasamband náðist við hópinn og björgunarsveitarmenn notuðu sírenur í bílum sínum til þess að láta hópinn heyra í sér. Eftirleikurinn var svo auðveldur þegar fólkið heyrði hljóðin.

Lokað í Hlíðarfjalli

Lokað er vegna veðurs í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag. Hvasst er í fjallinu, 25 metrar á sekúndu og sex stiga hiti.

Tugir björgunarsveitamanna leita gönguhóps

Á bilinu 60 - 70 björgunarsveitamenn leita nú fjögurra manna gönguhóps sem hugðist ganga frá Kleifarvatni og upp á Sveifluháls um klukkan tíu í morgun. Fólksins er leitað með aðstoð leitarhunda og á fjórhjólum. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út en á erfitt með að athafna sig vegna þoku, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Lögreglumaður kvartaði undan þingmanni VG

Persónuvernd hefur vísað frá máli lögreglumanns sem kærði Þráinn Bertelsson alþingismann til Persónuverndar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Ágúst Sigurjónsson sendi Þráni bréf vegna afstöðu hans til máls nímenninganna. Þráinn áframsendi bréfið á Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Ágúst taldi að Þráni hefði verið óheimilt að senda bréfið til þriðja aðila.

Steinunn Helgadóttir hlaut Ljóðstafinn

Steinunn Helgadóttir, myndlistarmaður og ljóðskáld, hlaut í gærkvöld Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Kaf í árlegri ljóðasamkeppni lista- og menningarráðs Kópavogs. Steinunn er tíundi handhafi verðlaunanna en tilgangur samkeppninnar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist.

Vantar 40 dagforeldra í Reykjavík

Það vantar allt að 40 dagforeldra í Reykjavík um þessar mundir. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar ákvað því að bregða á það ráð að auglýsa eftir dagforeldrum í Fréttablaðinu í dag. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri Leikskólasviðs, segir að þetta hafi verið gert í fyrra með góðum árangri.

Staðgöngumóðir heldur barninu

Dómari í Bretlandi hefur dæmt að staðgöngumóðir sem ákvað að ganga með barn fyrir par skuli halda barninu. Konan samþykkti að ganga með barnið fyrir parið en snerist svo hugur og vildi ekki láta það af hendi. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum barnsins, sem er

Bannað að rífa gafl við gamlan steinbæ

Tafir hafa orðið á byggingu fjölbýlishúss á Klapparstíg 17 vegna 112 ára gamals steinbæjar sem átti sameiginlegan gafl með húsi sem rifið var svo nýtt húsið gæti risið.

Vilja göngubrú inn í Þórsmörk

Þriðjungur allra þingmanna á Alþingi. úr öllum þingflokkum, leggur til að gerð verði göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal í þeim tilgangi að auðvelda og bæta aðgengi að Þórsmörk.

Rannsókn lögreglu hefur engu skilað

„Flest herbergi hafa verið opin og menn talið það í lagi. En nú verðum við að horfast í augu við það að við búum í breyttum heimi,“ segir Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. „Okkar varnir höfðu fyrst og fremst snúið að utanaðkomandi árásum. Við höfðum ekki tryggt okkur nægilega fyrir því að einhver kæmist inn í húsnæðið og setti í samband tölvu. Nú er búið að efla þær varnir,“ segir hún.

Sjá næstu 50 fréttir