Fleiri fréttir

Dæmdur fyrir að tæla stúlku til kynferðismaka

Hæstiréttur Íslands staðfesti árs fangelsi yfir 33 ára gömlu manni í dag sem var dæmdur fyrir að hafa tælt 17 ára gamla stúlku til samræðis og nýtt sér yfirburði sína gagnvart henni sökum aldurs- og þroskamunar.

Siv situr hjá í Icesave atkvæðagreiðslu

Framsóknarflokkurinn er ekki einhuga í andstöðu sinni við Icesave samkomulagið. Siv Friðleifsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu um Icesave samkomulagið nú fyrir skömmu. Hún sagði erfitt að benda á betri leið en að samþykkja samninginn og því sæti hún hjá.

Vill fund vegna skattahækkana á innanlandsflugi

Sigmundur Erni Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir fundi í samgöngunefnd til þess að fjalla um stöðu innanlandsflugs á fundi sínum, eins fljótt og kostur er - en þar verði fyrir svörum gestir sem geta varpað ljósi á auknar álögur á fyrirtæki í flugrekstri, svo og farþega.

Bjarni Benediktsson - erfiður samningur en segir já

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um atkvæðagreiðsluna um Icesave að ríkisstjórnin hefði gert hrapaleg misstök í Icesave deilunni. Engu að síður segði hann já.

Atkvæðagreiðsla um Icesave hafin

Atkvæðagreiðsla um hvort afgreiða eigi Icesave-samninginn úr annarri umræðu er hafin og hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á vef Alþingis.

Egypskt börn í alvarlegri hættu

„Þessi blanda af spennuþrungnu andrúmslofti, pólítískum andstæðingum að mótmæla og vopnum á götunum skapar alvarlega hættu fyrir börn," segir Jane Gibreel, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Egyptalandi. „Við viljum senda skýr skilaboð til allra Egypta um að þeir beri ábyrgð á því að vernda börnin."

Una líklega niðurstöðu Hæstaréttar

Litlar líkur eru á að látið verði reyna á hvort ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar til stjórnlagaþings sé kæranleg til dómstóla.

Stuðningsmenn Mubaraks flæmdir á brott

Andstæðingar Mubaraks forseta Egyptalands hófu í dag gagnsókn gegn stuðningsmönnum forsetans á Frelsistorgi í miðborg Kairó. Átök brutust út á hliðargötum við torgið og tókst mótmælendunum að hrekja stuðningsmenn forsetans á brott. Báðar fylkingar köstuðu grjóti og BBC segir að skothvellir hafi heyrst þótt ekki sé ljóst hvort einhver hafi látið lífið í bardagagnum. Herinn hafði komið sér fyrir á milli fylkinganna en þurfti frá að hverfa þegar mótmælendurnir ruddust fram. Talið er að átta hafi látist það sem af er í mótmælum síðustu daga og mörg hundruð hafa slasast.

„Mín fyrstu viðbrögð eru undrun og vonbrigði"

„Mín fyrstu viðbrögð eru undrun og vonbrigði," segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Afls á Austurlandi. Félagsdómur hefur úrskurðað að boðuð verkföll starfsmanna verkalýðsfélaganna Afls og Drífanda í fiskimjölsverksmiðjum sé ólögmætt.

Fjölþjóðlegt bókasafn með lifandi bókum

Alþjóðatorg ungmenna og Borgarbókasafn Reykjavíkur standa fyrir lifandi bókasafni á laugardag milli klukkan 14.30 og 16.30. Gestir geta fengið að láni lifandi og talandi bók og fræðst og skemmt sér um leið. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Verkfall úrskurðað ólögmætt

Félagsdómur úrskurðaði boðað verkfall starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum, sem átti að hefjast 7. febrúar, ólögmætt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Dómur var fjölskipaður en einn dómari skilaði séráliti.

Edduverðlaunin 2011 - Brim með flestar tilnefningar

Kvikmyndin Brim eftir Vesturport og Zik Zak kvikmyndir fær flestar tilnefningar ársins til Edduverðlaunanna. Myndin er tilnefnd sem bíómynd ársins, Árni Ólafur Ásgeirsson sem leikstjóri ársins og hópurinn fyrir handrit ársins. Næst á eftir Brimi kemur kvikmyndin Órói með tíu tilefningar.

Vísir, Facebook, Mbl og Google í sérflokki

Vísir er annar stærsti vefmiðillinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun MMR frá í janúar en 53,1 prósent netnotendur nota vefinn einu sinni eða oftar yfir daginn. Rétt rúmlega 80 prósent nota Vísi vikulega eða oftar.

Kvartað yfir brúnkuleik til umboðsmanns barna

Umboðsmanni barna hefur borist kvörtun vegna gjafaleiks sem Pjattrófurnar á Eyjunni og snyrtistofan Mizu standa fyrir þar sem stúlkum á aldrinum 15 til 18 ára er boðið í brúnkusprey. Leikurinn er auglýstur á vef Pjattrófanna en til að eiga möguleika á vinningi þurfa stúlkurnar að gerast Facebook-vinir þeirra og hvetja vini sína til að gerast einnig Facebook-vinur Pjattrófanna.

Styrmir Gunnarsson: Meiriháttar pólitísk mistök þingflokksins

„Það eru meiriháttar pólitísk mistök hjá meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins og forystu þess flokks að gera sér ekki grein fyrir þessu. Þess vegna er nú að rísa bylgja andstöðu innan flokksins vegna þessarar afstöðu meirihluta þingflokksins,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á vef Evrópuvaktarinnar, en hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, leggi fram tillögu á Alþingi, þar sem lagt yrði til að almenningur fái að kjósa um Icesave-frumvarpið, sem nefndarmenn fjárlaganefndar hafa mælst til að verði samþykkt.

Tugir milljóna héldu sig heima vegna veðurs

Mestu vetrarhörkur í Bandaríkjunum í sextíu ár hafa valdið samgöngutruflunum, rafmagnsleysi, röskun á skólahaldi og atvinnulífi víðs vegar um landið. Í miðvesturríkjunum er um sextíu sentimetra jafnfallinn snjór.

Tugir segja sig úr Sjálfstæðisflokknum

Mikil óánægja er meðal sumra sjálfstæðismanna vegna afstöðu flokksins í Icesave málinu. Þrjátíu manns hafa sagt sig úr flokknum í dag. Kristján Þór Júlíusson segir óánægju innan flokksins ekki hafa farið framhjá neinum.

Fordæma Þorstein fyrir að sýna Ólínu óvirðingu

Sameiginlegur fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, samþykkti í gærkvöldi að fordæma Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, fyrir að sýna Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, óvirðingu á fundi um sjávarútvegsmál á Akureyri á þriðjudagskvöldinu.

Sigmundur Davíð bloggar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur opnað nýjan bloggvef þar sem hann stefnir á að birta reglulega greinar, myndbönd. og annað efni. Á síðunni má nálgast rafrænar útgáfur af prentuðum blaðagreinum eftir birtingu, þingræður og fleira.

Tilnefnt til Eddunnar í dag

Tilkynnt verður hverjir hljóta tilnefningar til Edduverðlaunanna árið 2011 í dag. Athöfnin fer fram í Bíó Paradís klukkan tvö. Tilnefningarnar ná til þeirra verka sem sýnd voru á árinu 2010.

Stúdentaráðskosningar - Fleiri framboð en minni þátttaka

Svo virðist sem minni þátttaka verði nú í kosningum til Stúdentaráðs en í fyrra þrátt fyrir að framboðin séu nú fleiri. Jens Fjalar Skaptason formaður Stúdentaráðs segir að tæplega 3000 manns séu nú búnir að kjósa en kjörstöðum lokar klukkan sex í dag.

Útgerðarkóngur í hart við Sigmund Erni

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, svarar Sigmundi Erni Rúnarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, harðlega í yfirlýsingu sem hann birtir á vef Samherja.

Fimm látnir í mótmælunum í Egyptalandi

Mótmælendur í Egyptalandi saka stjórnvöld um að senda óeinkennisklædda lögreglumenn og málaliða inn á Frelsistorgið í gær til að hleypa upp mótmælunum. Fimm hafa fallið og yfir sex hundruð særst í átökum mótmælenda og stuðningsmanna forsetans frá því í gær.

Fjármálaráðuneytið leiðréttir Sigmund Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með rangt mál í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag um Icesave. í greininni gagnrýnir Sigmundur þá ákvörðun að samþykkju Icesave og segir margar fráleitar staðhæfingar hafa fallið um kostnaðinn við að greiða ekki Icesave

119 krefjast bóta vegna vistunar í Breiðavík

Alls fær sýslumaðurinn á Siglufirði 119 kröfur um sanngirnisbætur frá fyrrum vistmönnum Breiðavíkur og erfingjum látinna vistmanna Breiðavíkur. Vistmenn á Breiðavík voru alls 158 og því koma fram bótakröfur vegna 75% þeirra. Innköllun krafna vegna vistmanna Kumbaravogs og Heyrnleysingjaskólans hefst í dag, 3. febrúar, samkvæmt auglýsingu í blöðum dagsins.

Viðskiptaráð hvetur Alþingi til þess að samþykkja Icesave

Viðskiptaráð Íslands hvetur Alþingi til þess að samþykkja nýja Icesave-frumvarpið en áréttar jafnframt að með hvatningunni sé ráðið ekki að taka afstöðu hvort ríkissjóði beri skylda til þess að veita ríkisábyrgð á skuld Tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs Íslands.

Bílstjórar mega ekki ofmeta eigin hæfni

Umferðin var nokkuð þung í morgun og Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu brýnir fyrir fólki að ofmeta ekki eigin hæfni við skyndilega snjókomu eins og síðustu daga.

Óvissa um stuðning fimm þingmanna Sjálfstæðisflokks

Óvissa er um stuðning a.m.k fimm þingmanna Sjálfstæðisflokksins við nýja Icesave-samninginn og því skiptist þingflokkurinn í tvær fylkingar í afstöðu til hans en öll forysta flokksins styður nýjan samning. Tuttugu og níu félagsmenn hafa skráð sig úr Sjálfstæðisflokknum frá því í gær.

ECA ekki með herflugvélar - ekki hægt að banna verkefnið

Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir ekki hægt að neita hollensku félagi um ECA-verkefnið þar sem Ísland sé hluti af evróspka efnahagssvæðinu. Það snúist um að koma á fót viðhaldsstöð fyrir flugvélar og hafnar því að um herflugvélar sé að ræða.

Jóhanna vill skoða reglur um þögn seðlabankastjórans

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að þingflokksformaður Framsóknarflokksins þyrfti að skoða lög og reglur um það hvort seðlabankastjóri hafi brotið reglur þegar hann neitaði að veita þingnefnd upplýsingar um söluferlið á tryggingafélaginu Sjóvá.

Malta: Um þriðjungur tekna úr tolli

Þriðjungur tekna ríkisstjórnar Möltu kemur úr tollinnheimtu. Þetta sagði Tonio Fenech á dögunum, en hann er fjármála-, efnahags- og fjárfestingaráðherra Möltu.

Ingi Freyr krefst ómerkingar tíu ummæla Agnesar

Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri á DV, krefst þess að tíu ummæli í fréttum sem Agnes Bragadóttur skrifaði í Morgunblaðið um málefni njósnatölvunnar á Alþingi verði dæmd dauð og ómerk.

Forseti Hæstaréttar sitji í 5 ár

Allt bendir til að kjörtímabil forseta Hæstaréttar lengist úr tveimur árum í fimm. Fyrir Alþingi liggur frumvarp innanríkisráðherra um tímabundna fjölgun dómara vegna mikils álags. Þar sem ekki er talið unnt að koma á millidómstigi lýsti Hæstiréttur sig í umsögn samþykkan fjölguninni. Lagði rétturinn til breytingar, meðal annars þá að forseti sitji í fimm ár. Á það féllst allsherjarnefnd sem hefur nú málið aftur til meðferðar eftir aðra umræðu.- bþs

Áfrýjunarnefnd neytendamála - Niðurstaða í stóra ginseng málinu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur komist að því að neytendastofu beri að rannsaka meint vörusvik Eggerts Kristjánsson sem selur „Rautt Royal ginseng". Sigurður Þórðarson hjá Eðalvörum kærði hinn meintu vörusvik en hann selur vöruna Rautt eðal ginseng.

Stækkun verndarsvæðis fugla í Andakíl

Svandís Svavarsdótti umhverfisráðherra undirritaði í gær friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði. Landeigendur þrettán jarða í Andakíl og sveitarfélagið Borgarbyggð standa að friðlýsingunni.

Sjá næstu 50 fréttir