Fleiri fréttir

Alþingi með umboð þjóðarinnar

Samþykki rúmur meirihluti Alþingis Icesave-samninginn eru skilaboðin skýr og hann síður lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir því sem dregur úr stuðningi á Alþingi aukast líkur á þjóðar­atkvæðagreiðslu. Þetta er mat Sigurðar Líndal lagaprófessors.

Stjórn Frjálshyggjufélagsins kosin - formaður endurkjörinn

Ný stjórn var kjörin á fjölsóttum aðalfundi Frjálshyggjufélagsins laugardaginn 12. febrúar 2011. Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi, var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru Haraldur Pálsson hagfræðinemi, Vignir Már Lýðsson hagfræðinemi, Stefán Gunnar Sveinsson, doktorsnemi við LSE, Ásgeir Jóhannesson, heimspekingur og lögfræðingur, Valþór Druzin Halldórsson forritari og Björg Brynjarsdóttir viðskiptafræðinemi.

Fjölmiðlum meinað að fylgjast með hreinsunaraðgerðum

Einn slökkviliðsbíll og allnokkrir starfsmenn slökkviliðsins vinna að því að koma upp flotgirðingum í sjónum við Örfirisey, en á bilinu fimmhundruð til þrjúþúsund lítrar af svartolíu láku ofan í sjóinn úr skipinu um klukkan þrjú í dag. Ekki er ljóst með hvaða hætti slysið varð.

Mengunarslys við Örfirisey

Svartolía lak ofan í Reykjavíkurhöfn við Örfirisey fyrir um klukkustund síðan. Varðstjóri slökkviliðsins segir allt að þrjú þúsund lítra af olíu geta hafa lekið ofan í sjóinn, en ekki er vitað um nákvæmt magn.

Moska reist á Amagereyju

Borgarráð Kaupmannahafnar hefur veitt leyfi til þess að stór moska verði reist á Amagereyju, á horni Njálsgötu og Artillerivej. Múslimaráð landsins segist vera að safna fé til þess að reisa moskuna, sem danskir múslimar hafa áratugum saman gert sér vonir um að verði að veruleika.

Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu

„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvðagreiðslu,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði.

Tveir keppa á hundasleða-HM

Tveir Íslendingar eru meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í hundasleðaakstri sem fer fram um þessar mundir í Noregi.

Svifrykið geislavirkt þrjá daga í röð

Geislavirk efni mældust í svifryki á Höfuðborgarsvæðinu nýlega. Það voru mælitæki í loftsíum við eftirlitsstöðina við Veðurstofu Íslands sem mældu geislvirknina, þrjá daga í röð.

Mótmælendur mæta hörku í Alsír og Jemen

Yfirvöld í Alsír og Jemen virðast staðráðinn í að halda mótmælendum í skefjum. Hátt í þrjátíu þúsund óeirðalögerglumenn fylltu götur Algeirsborgar í gær og handtóku hátt í 400 mótmælendur.

Muabarak kom auðinum undan

Hosni Mubarak er talinn hafa nýtt síðustu átján daga valdatíðar sinnar til þess að koma gríðarlegum auðæfum sem hann hefur safnað í forsetastóli, í öruggt skjól. Hann var hrakinn frá völdum í lok vikunnar og svo virðist sem hann hafi lært af mistökum kollega síns í Túnis, Zine El Abidine Ben Ali, en svissnesk yfirvöld frystu eigur hans þar í landi áður en hann flúði land.

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæði víða um land eru opin í dag eftir ofankomu undanfarinna daga. Í Hlíðarfjalli á Norðurlandi er opið frá klukkan tíu til fjögur síðdegis, en þar er tveggja gráðu hiti og logn.

Morðóður hnífamaður handtekinn í New York

Æði virðist hafa runnið á 23 ára gamlan mann af úkraínskum uppruna í New York á föstudag þegar hann myrti fjóra með hníf á innan við tuttugu og átta klukkustundum í borginni.

Á sjötta þúsund gegn Icesave- Einn kærður fyrir kennitölufals

Hátt í sex þúsund manns hafa skráð sig á vefinn kjósum.is þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er hvattur til þess að synja Icesavefrumvarpinu staðfestingar, verði það samþykkt á Alþingi, og vísa því þannig til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Lagið hans Sjonna sigraði í undankeppni Eurovision

Lagið Aftur heim verður framlag Íslands í Eurovision keppninni sem fram fer í Dusseldorf í Þýskalandi í vor. Lagið er eftir Sigurjón Brink og textinn eftir Þórunni Clausen eiginkonu hans. Sjö lög tóku þátt í úrslitakeppninni sem fram fór í kvöld og varð lagið Ég trúi á betra líf í flutningi Magna Ásgeirssonar í öðru sæti.

Kærastan beit eyrað af - hundurinn át það svo

Breski matreiðslumaðurinn Trevor Wainman átti sennilega versta dag lífs síns rétt fyrir jól 2009. Samkvæmt frétt á vefnum The Daily Mail var hann að fagna 44 ára afmælinu sínu þegar barþerna gaf honum bjór í tilefni dagsins.

Kom illa út úr kvótaskerðingu

Skipstjóra og tveimur stýrimönnum á ístogaranum Smáey VE 144, sem útgerðafélagið Bergur/Huginn í Vestmannaeyjum gerir út, hefur verið sagt upp störfum. Þeir eru allir með þriggja mánaða uppsagnarfrest. Tólf til sextán eru í áhöfn Smáeyjar og hefur þeim sem eftir eru verið tilkynnt að frekari uppsagnir séu fyrirhugaðar.

Grundvöllur útgáfu hruninn

Grundvöllur útgáfu námsbóka fyrir framhaldsskóla er hruninn að sögn helstu útgefenda hér á landi. Þeir telja að jafnvel verði ekki þróað eða gefið út námsefni á næstunni. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir í samtali við Fréttablaðið að vendipunktur hafi verið í ár.

SA segja synjun Svandísar hafa verið ómálefnalega

Samtök Atvinnulífsins telja synjun umhverfisráðherra á staðfestingu skipulags hreppana við Þjórsá vera bæði ómálefnalega, andstæða lögum og einungis til þess fallna að tefja fyrir mikilvægri uppbyggingu og fjárfestingum hér á landi.

Verulegar áhyggjur af ímynd lambakjötsins

Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti.

Steingrímur komst ekki til eyja vegna veðurs

Steingrímur J. Sigfússon þurfti frá að hverfa þegar flugvél sem hann var farþegi í gat ekki lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum í morgun vegna veðurs. Þetta kemur fram á vefsíðu Eyjafrétta.

145 jarðskjálftar og fimm sprengingar í vikunni

145 skjálftar voru staðsettir í vikunni og fimm sprengingar. Stærsti skjálfti vikunnar, 3,4 að stærð, varð rétt suðvestan Kistufells 3. febrúar. Fjöldi frostbresta mældust norðan Vatnajökuls og allt norður að Grímsstöðum á Fjöllum.

Pústrar í Vestmannaeyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk tilkynningu um pústra á skemmtistað í nótt en þá fylgdi með að einn gesturinn hefði verið sleginn kaldur í gólfið og rotast við höggið.

Handtökuskipun gefin út á hendur Musharraf

Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendud fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, Pervez Musharraf, vegna andláts Benazir Bhutto árið 2007. Hún var myrt á fjöldafundi í Rawalpindi en talið er að Talibanar hafi skipulagt morðið.

Stjórnarskrá Íslands leikin í Hafnarborg

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands verður flutt sem tónlistar- og myndlistargjörningur í Hafnarborg í dag. Höfundar verksins eru Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Árið 2007 fengu þau til liðs við sig Karólínu Eiríksdóttur tónskáld, sem samdi tónverk við 81. grein stjórnarskrár Íslands.

Fær enn aðdáendabréf

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tekur þátt í forkeppni Eurovision hérlendis í annað sinn á laugardagskvöld. Jóhanna segist aldrei hafa búist við því að taka aftur þátt og ákvörðunin hafi því verið stór.

Líklegt að reyni á ábyrgð allra - fréttaskýring

Dósent í lögfræði við HÍ telur líklegt að þeir sem hafi orðið fyrir tjóni vegna mengunar frá sorpbrennslum muni reyna að sækja bætur til eigenda, rekstrar- og eftirlitsaðila. Tjón einstaklinga er orðið gríðarlegt.

Mótmæli skipulögð í Alsír - búist við átökum

Yfirvöld í Alsír búa sig undir víðtæk mótmæli víða um landið í dag, en þau eru skipulögð af stjórnarandstöðuhreyfingum í landinu sem krejast umbóta. Skipulögð mótmæli eru ekki leyfð í Alsír og því óttast margir að til átaka gæti komið á milli mótmælenda og lögreglu.

Skíðasvæði opin á Norðurlandinu

Skíðasvæði á Norðurlandi eru opin í dag. Opið er í Hlíðarfjalli við Akureyri, í Böggvistaðafjalli við Dalvík, Tindastóli í Skagafirði og á skíðavæðinu á Siglufirði.

Sjá næstu 50 fréttir