Fleiri fréttir

Varað við launhálku - gangandi hvattir til þess að nota mannbrodda

Nokkur óhöpp hafa orðið í nótt og í morgun vegna gríðarlegrar launhálku sem hefur komið ökumönnum í opna skjöldu. Í einu umferðaróhappinu varð bifreiðin óökufær á eftir þar sem hjólabúnaður hennar skemmdist eftir að hafa hafnað á kantsteini.

Samstaða sýnd á Lækjartorgi

Fólk um allan heim efnir í dag til samstöðufunda með íbúum Egyptalands og annarra ríkja Mið-Austurlanda. Hér á landi efnir Íslandsdeild Amnesty International til samstöðu­fundar á Lækjartorgi klukkan 14. Fólk er beðið um að klæðast svörtu, hvítu eða rauðu, sem eru litir egypska fánans.

Um 30 manns teknir í viðtöl

Starf rannsóknarnefndar á vegum þjóðkirkjunnar er í fullum gangi. Nefndin hefur tekið viðtöl við um 30 manns og segir Róbert Spanó, formaður nefndarinnar, að viðtölum sé ekki lokið. Stefnt sé að því að ljúka þeirri vinnu um mánaðamótin.

Mikill samdráttur í áfengissölu

Sala áfengis dróst saman um 6,4 prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi. Áfengisverð var hálfri prósentu hærra nú en þá.

Ætla að semja fyrst og tala svo við ríkið

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um að reyna að ljúka vinnu við kjarasamning til þriggja ára. Gangi það eftir taka launahækkanir gildi í marsmánuði.

Matarkarfan ódýrust í Bónus

Allt að tíu prósenta verðmunur er á matvörukörfu lágvöruverðsverslana samkvæmt nýjustu verðlagskönnun ASÍ. Karfan var ódýrust í Bónus, þar sem hún kostaði 12.881 krónu en dýrust í Nettó á 14.177 krónur.

Margir skutu af byssum upp í loftið

Sannkölluð þjóð­hátíðarstemning var á Tahrir-torgi í Kaíró og víðar í Egyptalandi í gær, þar sem mannfjöldinn fagnaði því að Hosni Mubarak forseti skyldi hafa látið undan þrýstingi fjöldans og sagt af sér eftir nærri þrjátíu ára valdatíð.

Bjargaði syni sínum

Ólafur Guðnason var í gær valinn Skyndihjálparmaður ársins 2010 af Rauða krossi Íslands. Þetta er í tíunda sinn sem viðurkenningin er veitt. Í gær var 112-dagurinn, neyðarlínudagur sem er haldinn í mörgum Evrópuríkjum.

Tvö heimsmet í farteskinu

Hafróðrarbáturinn Sara G kom til hafnar í St. Charles á Barbados hinn 8. febrúar. Um borð voru sex ánægðir ræðarar sem slegið höfðu heimsmetið í því að róa 5.

Vel hægt að verja skólastarfið með endurskipulagningu

„Ég er sannfærð um að margar þeirra hugmynda sem nú eru til skoðunar eru til mikilla bóta, jafnt faglega sem fjárhagslega,“ segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menntaráðs. „Það er hægt að verja gott skólastarf með endurskipulagninu,“ segir Oddný í pistli á Eyjunni. Þar bendir hún að að skatttekjur borgarinnar hafi dregist saman að núvirði um 20% eftir bankahrunið. Fyrirvikið hafi núverandi meirihluti staðið frammi fyrir vanda upp á um 4,5 milljarða króna.

Föstudagsviðtalið: Skemmtilegasta giggið hingað til

Undanfarin fimmtán ár hefur Heiðrún Anna Björnsdóttir búið á Englandi og haslað sér völl sem lagahöfundur hjá útgáfurisanum Universal. Hún sagði Sigríði Björg Tómasdóttur frá tónlistarbransanum og samstarfinu við Simon Fuller.

Skilnaðurinn reynist Christinu Aguileru dýr

Poppdívan Christina Aguilera og dansarinn Jordan Bratman hafa komist að samkomulagi varðandi skilnað þeirra. Staðið hefur styrr um hvað Jordan fengi í sinn hlut en nú liggur fyrir að muni fá helming af eignum söngkonunnar. Þau gerðu ekki með sér kaupmála þegar þau gengu í hjónaband fyrir fimm árum.

Obama: Dagur egypsku þjóðarinnar

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, segir afsögn Hosni Mubaraks ekki vera endapunkt heldur upphafið af miklum breytingum í Egyptalandi. Umróti undanfarna daga fylgi umtalsverð tækifæri. Obama segir daginn í dag tilheyra egypsku þjóðinni. „Egyptaland verður aldrei samt aftur.“

MILF í samningaviðræðum

Moro Islamic Liberation Front eða MILF standa nú í samningaviðræðum við filippeysk stjórnvöld en átök milli þeirra hafa nú staðið yfir í tæplega 40 ár. MILF berjast fyrir sjálfstæðu múslimsku ríki innan Filippseyja og hafa um 120.000 manns látið lífið í átökunum frá upphafi.

Ungar stúlkur kúgaðar með niðurlægjandi ljósmyndum

Glæpamenn nota niðurlægjandi ljósmyndir af ungum stúlkum sem kúgunartæki. Þetta fullyrða lögreglumenn, forstöðumaður Stuðla og Barnaheilla. Ungar stúlkur lendi í klóm glæpaklíka hér á landi rétt eins og í útlöndum og afar erfitt geti reynst að losna úr klóm þeirra.

Schwarzenegger snýr aftur - eins og hann lofaði

Arnold Schwarzenegger hefur tilkynnt að hann hyggist snúa aftur til fyrri starfa. Vöðvatröllið var á árum áður ein skærasta kvikmyndastjarnan í Hollywood en eftir að hann náði kjöri sem ríkisstjóri Kalíforníu hefur hann að mestu látið kvikmyndaferilinn sitja á hakanum.

Samkomulag við stjórnvöld forsenda kjarasamninga

Skriður er kominn í viðræður Aþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins en samkomulag hefur náðst um að væntanlegir kjarasamningar verði til þriggja ára. Forsendan er að samkomulag náist við ríkisstjórn og Alþingi um tilteknar aðgerðir fyrir 1. júní.

Forsætisráðherra: Svandís á ekki að segja af sér

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stendur með Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, og telur að hún þurfi ekki að segja af sér eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þá kveður hún afstöðu ríkisstjórnarinnar vera að ekki eigi að virkja í Neðri-Þjórsá.

3,7 milljarðar í undirbúning Þjórsárvirkjana

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stendur frammi fyrir því að þurfa að staðfesta skipulag þriggja umdeildra virkjana í neðri Þjórsá. Landsvirkjun hefur lagt tæpa fjóra milljarða króna í undirbúning virkjananna en forstjóri fyrirtæksins segist þó ekkert að gera í andstöðu við stjórnvöld.

Kyrrstaðan rofin - forseti ASÍ bjartsýnn

Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hafa í gær og í dag rætt mögulega tímalengd og uppbyggingu væntanlegs kjarasamnings. Settur verður kraftur í viðræðurnar eftir helgi sem miðast við gerð samnings til þriggja ára.

ElBaradei: Besti dagur lífs míns

„Ekki trúði ég að ég myndi lifa þann dag þegar egypska þjóðinn myndi losna undan áratuga kúgun," sagði Mohamed ElBaradei, handhafi friðarverðlauna Nóbels, eftir að ljóst var að Hosni Mubarak hefði ákveðið að láta af embætti forseta Egyptalands. „Þetta er besti dagur lífs míns," sagði ElBaradei ennfremur. Hann er einn af leiðtogum mótmælenda sem undanfarna 18 daga hafa krafist afsagnar Mubaraks. ElBaradei er fyrrverandi yfirmaður Alþjóðakjarnorkueftirlitsins.

Bauð Flóahreppi að staðfesta hluta skipulags

Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga sveitarstjóra Flóahrepps í hádegisfréttum Bylgjunnar þess efnis að framkvæmdir í sveitarfélaginu hefðu legið í láginni vegna ákvörðunar umhverfisráðherra að staðfesta ekki aðalskipulag sveitarfélagsins á sínum tíma.

Ögmundur óskar eftir ríkissaksóknara

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur auglýst laust til umsóknar embætti ríkissaksóknara. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl næstkomandi, en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum.

Svafa Grönfeldt: Vissi ekki af þessum málum þá

„Mér hefur borist bréf skilanefndar og slitastjórnar bankans, þar sem óskað er eftir sjónarmiðum mínum og skýringum varðandi tiltekin viðskipti sem ég hafði ekki vitneskju um að fram hefðu farið og voru aldrei borin undir mig, hvorki á fundum í bankaráði eða annars staðar," segir Svafa Grönfeldt í tilkynningu sem hún hefur sent frá sér í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um bréf sem skilanefnd og slitastjórn Landsbanka Íslands hafa sent fyrrum stjórnarmönnum bankans.

Mubarak hættir

Hosni Mubarak hefur ákveðið að láta af embætti forseta Egyptalands, að því er fram kemur á CNN. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þegar hann tilkynnti ákvörðun sína.

Dómur í máli níumenninganna á miðvikudaginn

Héraðsdómur Reykjavíkur mun kveða upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum, sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi, á miðvikudaginn í næstu viku. Níumenningarnir eru sem kunnugt er ákærðir fyrir árás á Alþingi.

Löndunarbann sett í Noregi

Norsk verkalýðsfélög hafa sett löndunarbann á íslensk uppsjávarskip til að koma í veg fyrir að þau sigli til Noregs með loðnu hefjist verkfall í fiskimjölsverksmiðjum á þriðjudag.

Össur fundar með litháískum ráðamönnum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er staddur í Vilníus í boði litháískra stjórnvalda í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti samhljóða að viðurkenna sjálfstæði Litháen hinn 11. febrúar árið 1991. Össur átti í dag fundi með Daliu Grybauskaite, forseta Litháen, og Audronius Azubalis utanríkisráðherra, samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi.

Kona kýldi aðra konu tvisvar á Nasa

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir að kýla konu á fimmtugsaldri í andlitið. Málið hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er yngri konan ákærð fyrir líkamsárás.

Nýsköpunarsjóður efldur

Ríkisstjórnin samþykkti tillögu mennta- og menningarmála­ráðherra um tíu milljóna króna aukafjárveitingu til Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

Skyndihjálparmaður ársins: Bjargaði lífi sonar síns

Rauði kross Íslands hefur valið Ólaf Guðnason sem Skyndihjálparmann ársins 2010 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar hann lenti í bílslysi fjarri byggð í fyrrasumar. Ólafur tók við viðurkenningu Rauða krossins í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í dag klukkan tvö, á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn.

Óska eftir að ráðherra staðfesti einnig Holta- og Hvammsvirkjanir

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur óskað eftir því að umhverfisráðherra staðfesti skipulag hreppsins hvað varðar tvær nýjar virkjanir, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Skipulagið hefur legið óafgreitt í umhverfisráðuneytinu í á þriðja ár, segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Um 20 skjálftar hafa mælst

Um 20 jarðskjálftar hafa mælst vð Hellisheiðavirkjun, nálægt Henglinum, frá því um klukkan eitt í dag. Jarðvísindamaður á Veðurstofu Íslands segir þetta þó ekki merki um neina sérstakar frekari jarðhræringar. Líkleg ástæða gæti hins vegar verið sú að verið væri að dæla vatni upp úr borholum í dag. Það gæti oft valdið skjálfta af þessu tagi.

Mubarak flúinn með fjölskylduna

Óstaðfestar fréttir herma að Hosni Mubarak forseti Egyptalands og fjölskylda hans hafi yfirgefið höfuðborgina Kairó. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur lýsti því yfir í dag, fyrstur vestrænna leiðtoga, að forsetinn ætti að segja af sér nú þegar.

Isavia-dómurinn gefur „fordæmi í jafnréttismálum“

„Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnu­rekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum," segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í grein þar sem hún reifar mikilvægi dóms í máli konu sem starfaði hjá Isavia og varð fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanns síns.

Starfshópar um atvinnumál funda í þjóðmenningarhúsinu

Forsætisráðherra hefur boðað fulltrúa í nýskipuðum starfshópum um atvinnumál og vinnumarkaðsúrræði og ráðherranefnd um atvinnumál til sameiginlegs fundar í þjóðmenningarhúsinu í dag. Fundurinn hefst kl. 15.00 og er sá fyrsti á samráðsvettvangi stjórnvalda, vinnumarkaðsaðila og allra þingflokka um atvinnu og vinnumarkaðsmál.

Nöfn verðlaunahafa í Eldvarnargetrauninni

Fjölmargir átta ára krakkar um allt land gleðjast í dag, á 112-daginn, þegar þeir fá afhent vegleg verðlaun fyrir réttar lausnir í Eldvarnagetrauninni 2010.

Fundað með foreldrum

Borgaryfirvöld hafa boðað til opins fundar með foreldrum leikskóla- og grunnskólabarna í Ráðhúsinu næstkomandi fimmtudag.

Undirritun samninga um kísilver frestast

Undirskrift samninga um kísilver í Helguvík, sem vonast var til að yrði í dag, frestast enn. Nú er stefnt að undirritun seinnipartinn í næstu viku og horfa menn til fimmtudagsins 17. febrúar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ástæða þessara tafa einkum sú að frágangur flókinna samninga hefur reynst tímafrekari en búist var við á endasprettinum. Stefnt er að því að framkvæmdir í Helguvík hefjist í maímánuði.

Flóahreppur íhugar skaðabótamál gegn Svandísi

Sveitarstjóri Flóahrepps segir að hreppurinn muni kanna grundvöll þess að höfða skaðabótamál á hendur Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra vegna þess tjóns sem tveggja ára töf á aðalskipulagi hefur valdið.

Sóttvarnarlæknir róaði íbúa fyrir austan

Íbúafundur var haldinn í gærkvöldi á Kirkjubæjarklaustri vegna sorpbrennslustöðvarinnar í bænum en grunur leikur á að mengun frá henni kunni að ógna heilsu íbúanna. Til fundarins mætti Haraldur Briem sóttvarnarlæknir auk fulltrúa Matvæla- og Umhverfisstofnunnar. Íbúar sem fréttastofa ræddi við segja að það hafi róað fólk mjög að heyra sóttvarnalækni fullyrða að lítil sem engin hætta safaði af brennslunni.

Sjá næstu 50 fréttir