Erlent

Alsírsk yfirvöld búin að loka á Facebook

Hörð mótmæli í Alsír. Mynd AP.
Hörð mótmæli í Alsír. Mynd AP.

Alsírs yfirvöld hafa lokað fyrir Facebook og veraldarvefinn og jafnvel eytt út reikningum einstaklinga á Facebook.

Yfirvöld óttast að Facebook geti orðið að sama skipulagstækinu og það var í höndum egypskra mótmælenda en þar skipti Facebook og Twitter gríðarlega miklu máli.

Þá herma fregnir að hrottar á vegum stjórnvalda ráðist á fréttamenn og ljósmyndara í mótmælunum í Algeirsborg til þess að koma í veg fyrir að fréttir verði fluttar af ástandinu.

Lögreglan er grá fyrir járnum en 35 þúsund lögeglumenn eru í viðbragðsstöðu. Þeir hafa þegar handtekið þrjúhundruð mótmælendur, en mótmælin eru ólögleg þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×