Fleiri fréttir

Kokkur Al Kaída að losna frá Guantanamo

Bandaríski herinn hefur stytt fangelsisdóm yfir Súdananum Ibrahim al-Qosi um tvö ár, en hann hefur verið í haldi frá árinu 2001 lengst af í Guantanamo búðunum á Kúbu. Al-Qosi var á sínum tíma dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn en hann var kokkur í þjálfunarbúðum Al Kaída í Afganistan. Nú fær hann að snúa aftur til síns heima í Súdan og foreldrar hans segja að hann muni koma til með að taka við fjölskyldufyrirtækinu, sem er lítil matvörubúð.

Dóttir bæjarstjórans á bíl Kópavogsbæjar

Bíll sem Kópavogsbær leggur Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra til er notaður af nítján ára dóttur hennar. Sjálf notar Guðrún stundum aðra bíla sem bærinn á.

Bensínið hækkaði í gær

Olíufélagið Skeljungur hækkaði bensínverð síðdegis í gær um fimm krónur og kostar lítrinn nú tæpar 214 krónur.

Enn einn mannlausi bíllinn fer á flakk

Mannlaus bíll rann útaf veginum yfir Fjarðarheiði í gærkvöldi og hafnaði utan vegar. Þetta er fjórði mannlausi bíllinn sem lendir í havaríi í vikunni, því fyrst rann mannlaus jeppi á tvo bíla á Akureyri og hafnaði inni í trjálundi og tveir mannlausir bílar skullu saman á bílastæði í Vestmannaeyjum í ofsaveðri í fyrrakvöld.

Óttast um fagleg sjónarmið í skólum

Fyrirhuguð hagræðing í skólastarfi Reykjavíkurborgar hefur valdið nokkrum úlfaþyt þar sem óljósar hugmyndir um sameiningu eða samrekstur stofnana hafa mætt töluverðri andstöðu meðal starfsfólks, stjórnenda og foreldra.

Tæki mínútur að hakka vef Alþingis

Góður hakkari væri aðeins nokkrar mínútur að brjóta sér leið inn í tölvukerfi Alþingis og gæti sótt ýmiss konar upplýsingar og valdið óskunda, segir Wayne Burke, ráðgjafi og sérfræðingur í tölvu­öryggismálum.

Mínus hjá þeim sem standa utan ESB

Methalli var á viðskiptum Breta við helstu viðskiptalönd sín í desember og nam við áramót 9,25 milljörðum punda. Þetta er tæplega átta hundruð milljóna punda verri afkoma en í nóvember, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar sem birtar voru í gær.

Ráðherra vildi loka án tafar

Svandís Svavarsdóttir umhverfis­ráðherra beindi þeirri ósk til þriggja sveitar­stjórna í gær að hætta eða draga úr sorpbrennslu þar til niðurstöður frekari mengunar­mælinga liggja fyrir. Á Kirkjubæjarklaustri hefur verið hætt að brenna sorp á skólatíma, eins og krafa hefur verið um frá íbúum.

Lét ekki reyna á dómsmál

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lét ekki reyna á rétt sinn fyrir dómstólum þótt hún hafi talið að harka­lega hafi verið vegið að henni á netinu í aðdraganda sveitarstjórnar­kosninga síðasta vor.

Fjórir dómarar lýstu vanhæfi

Fjórir hæstaréttardómarar lýstu sig vanhæfa til að sitja í Landsdómi í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Landsdómur kemur í fyrsta skipti saman í dag.

Kanna skaðabótaskyldu bankaráðsins

Slitastjórn og skilanefnd Landsbankans hafa sent fyrr­verandi bankastjórum bankans og fjórum fulltrúum í bankaráðinu bréf þar sem óskað er skýringa á þætti þeirra í meintu misferli með fé bankans við hrun hans. Fólkinu er jafnframt greint frá því að hugsanlega sé talið tilefni til bótakrafna á hendur því.

Ákvörðun Sjúkratrygginga ógilt

Velferðarráðuneytið hefur ógilt þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands að stöðva þátttöku sína í sjúkrakostnaði sjúklinga tannlæknis á Suðurnesjum 15. október í haust. Úrskurður ráðuneytisins er að stöðvun SÍ hafi verið ólögleg og var ákvörðun SÍ því felld úr gildi.

Spá 2,7% samdrætti á árinu

Í spá Vegagerðar­innar um umferðarþunga á höfuð­borgarsvæðinu fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir 2,7 prósenta samdrætti í umferðarþunga. Samdrátturinn var 3,9 prósent í nýliðnum janúarmánuði.

Svandís vill ákvæði í stjórnarskrána

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra styður þá hugmynd að ákvæði um rétt almennings til heilnæms umhverfis verði bætt við stjórnarskrána við fyrirhugaða endurskoðun hennar.

Kveiktu í trjám og lokuðu vegi

Nærri tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælunum á Tahrir-torgi í Kaíró í gær, á sextánda degi mótmælanna gegn Hosni Mubarak forseta og stjórn hans, þrátt fyrir hótanir Ómars Suleimans varaforseta um að mótmælin verði ekki liðin miklu lengur.

Íbúar í Köben fá glæsilega skíðabrekku

Ef allt gengur að óskum ættu íbúar Kaupmannahafnar að geta rennt sér á skíðum í borginni árið 2016. Meðfylgjandi myndir sýna verðlaunatillögu frá BIG arkitektastofunni að nýrri sorpbrennslustöð á Amager.

Flugvél hrapaði í íbúðarhverfi

Ástralskt par slapp ómeitt ásamt hundinum sínum þegar flugvél þeirra hrapaði í miðri íbúabyggð í Sidney í dag. Vélin bilaði og reyndi flugmaðurinn að nauðlenda henni á götunni. Vélin rakst á rafmagnslínur þegar hún kom inn til lendingar og við það rifnuðu vængirnir af og vélin snérist á hvolf. Óhappið varð til þess að rafmagn fór af sjö þúsund heimilum, fyrirtækjum í nágreninu og af umferðarljósum á stóru svæði.

Fundu 40 kannabisplöntur í einbýlishúsi

Lögreglan á Akranesi lagði hald á yfir 40 kannabisplöntur og tæki og tól til ræktunar í kjallara á einbýlishúsi í dag. Húsráðandi, karlmaður á fertugsaldri, var handtekinn vegna málsins og játaði við yfirheyrslur aðild sína að málinu.

David Beckham hjálpaði tveggja barna föður

Tveggja barna föður brá heldur betur í brún þegar að maðurinn sem hjálpaði honum, eftir að bíllinn hans bilaði, var enginn annar en David Beckham. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir maðurinn.

Þór vill atkvæðagreiðslu um Icesave

Þór, félag ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, vill að þingflokkur Sjálftæðisflokksins fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Kínverjar elska fílabein - stofninn í hættu

Aukin velmegun Kínverja gæti verið að ógna framtíð fílsins hér á jörðu. Kínverjar eru margir hverjir sólgnir í fílabein og í nýrri heimildamynd Sky fréttastofunnar er hulunni svipt af því hvernig veiðiþjófar í Afríku hafa stóraukið fílaveiðar á síðustu árum.

Borgarafundir haldnir vegna díoxínmengunar

Umhverfisstofnun hefur lagt fram áætlun um mælingar á díoxín í jarðvegi í nágrenni mögulegra uppsprettna hérlendis. Rætt hefur verið við fagaðila til að annast mælingarnar en lögð er áhersla á að þær verði gerðar sem fyrst.

Naktir bændur á Norðurlandi

Bændur í Hörgárdalnum hafa ákveðið að setja upp nýja staðfærða sýningu á verkinu Með fullri reisn, sem kallast Full Monty á frummálinu. Verkið verður frumsýnt í næsta mánuði.

Rollingar rífast

Svo virðist sem hin geðgóði og ódrepandi rokkhundur, Mick Jagger sé farinn í fýlu úti nánasta samstarfsmann sinn til nær fimmtíu ára, Keith Richards. Hefur þetta sett fyrirhugaða tónleikaferð hljómsveitarinnar Rolling Sones í uppnám.

Elsti bjór heims bruggaður á ný

Vísindamenn hafa fengið í hendurnar elsta bjórsýni sem fundist hefur. Til stendur að greina það, endurgera uppskriftina og brugga hann á ný.

Funduðu með foreldrum um niðurskurð

Formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, fundaði með fulltrúum svæðisráða foreldra á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn mánudag, 7. febrúar 2011 samkvæmt tilkynningu frá samtökunum.

Bílvelta á Bláfjallavegi

Árekstur varð á milli tveggja fólksbíla á Bláfjallavegi um þrjúleytið í dag. Fjórir voru í öðrum bílnum. Að sögn sjúkraflutningamanna gekk þeim erfiðlega að komast út úr bílnum vegna þess að dyr höfðu skemmst og erfitt var að opna.

Pallbíll hafnaði á tré við Útlagann

Karlmaður var fluttur á sjúkrahús eftir að hann missti stjórn á pallbíl sínum og hafnaði á tré. Slysið átti sér stað í nágrenni Útlagans á Flúðum um hádegisbilið í dag en bíllinn varð stjórnlaus í beygju þar vegna mikils kraps á veginum. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en kann kenndi sér eymsla fyrir brjósti og í baki. Bíllinn er mikið skemmdur og að öllum likindum ónýtur.

Gögnin komin frá Havilland banka

Sérstakur saksóknari hefur fengið afhent gögn sem voru tekin þegar gerð var húsleit í Banque Havilland í Lúxemborg. Þetta staðfesti Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við Vísi. Gögnin eru mjög umfangsmikil og vega um 150 kíló. Hvailland banki var áður Kaupþing í Lúxemborg. Húsleit var gerð þar í febrúar síðastliðnum í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á meintri markaðsmisnotkun og fleiri auðgunarbrotum í rekstri Kaupþings.

Ræddu öryggismál á Atlantshafi

Fundurinn, sem Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, átti í gær með Maarten de Sitter, pólitískum ráðgjafa yfirmanns herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu, var vel heppnaður, samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins

Kærði til Persónuverndar þegar hann fékk ekki tímana greidda

Persónuvernd úrskurðaði í janúar að flutningafyrirtæki á Grundarfirði megi fylgjast með starfsmönnum sínum í gegnum ökurita. Það var starfsmaður fyrirtækisins sem kvartaði til Persónuverndar eftir að fyrirtækið neitaði að greiða alla tímana sem hann sagðist hafa unnið.

Forsetinn setti þing Jarðhitasamtakanna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í morgun setningaræðu á þingi Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna sem haldið er í New York. Fjöldi sérfræðinga og forystumanna í jarðhitamálum sækir þingið, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum.

Fannst getnaðarlimurinn góður felustaður fyrir kókaínið

Lögreglumenn fylltust grunsemdum þegar þeir fundu lítinn poka með kókaíni í teygju á boxer-nærbuxum karlmanns sem þeir stöðvuðu fyrir umferðarlagabrot. Antoine Banks var þó með meira af fíkniefnum á sér eins og lögreglumennirnir komust að þegar þeir gerðu líkamsleit á honum í framhaldinu. Þrátt fyrir að vera ýmsu vanir kom þeim það mjög á óvart þegar þeir fundu annan poka af kókaíni á heldur óvenjulegum stað - undir forhúð Antoine. Auk þess að vera ákærður fyrir vörslu fíkniefna má hann búast við ákæru fyrir sölu og smygl á eiturlyfjum.

Ríflega 80% strætófarþega ánægð

Ríflega átta af hverjum tíu sem ferðast með strætisvögnum Strætó bs. eru ánægðir með þjónustuna. Þetta er megin niðurstaða árlegs þjónustumats, sem framkvæmt var meðal strætisvagnafarþega fyrir skömmu. Ánægjan með þjónustu Strætó er svipuð nú og árið á undan en þá hafði ánægjan hins vegar aukist umtalsvert frá árinu þar áður.

Kjöt innkallað vegna hugsanlegrar díoxínmengunar

Ferskar kjötvörur hafa fengið tilkynningu frá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga um innköllun á nautgripum vegna hugsanlegrar díoxínmengunar í kjöti af þeim. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að gripunum hafi verið slátrað í september 2010 og október 2010 og kjöt af þeim nýtt í framleiðsluvörur Ferskra kjötvara.

Árni Páll: Ekki fyndið þegar ráðist er á mann í netheimum

„Þetta er greinilega eitt af því sem kemur upp í lífinu, en auðvitað er það ekki fyndið þegar menn eru að ráðast á mann í netheimum,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, en óprúttinn tölvuþrjótur hakkaði sig inn á heimasíðu ráðherrans og tilkynnti um afsögn Árna Páls í gær.

Góðkunningjar lögreglunnar brutust inn á veitingastað

Tveir karlar voru handteknir eftir innbrot á veitingastað í Reykjavík í nótt. Mennirnir, annar á fertugsaldri en hinn á fimmtugsaldri, voru stöðvaðir skammt frá vettvangi og fannst þýfið í bíl þeirra. Hinum stolnu munum var komið aftur í réttar hendur en innbrotsþjófarnir voru fluttir í fangageymslu. Þeir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.

Birgitta vill að dómari ógildi Twitter-úrskurðinn

Birgitta Jónsdóttir þingkona og tveir tölvusérfræðingar sem sagðir eru tengjast Wikileaks vefsíðunni hafa farið fram á það við dómara í Bandaríkjunum að hann ógildi fyrr úrskurð um að upplýsingar á Twitter samskiptasíðum þeirra verði gerðar aðgengilegar bandarískum stjórnvöldum.

Hollvinir Strætó sameinast

Strætó er ágætis ferðamáti og vanmetinn, segir Vésteinn Valgarðsson, sem stendur að stofnun Hollvinasamtaka Strætó. Samtökin verða stofnuð á morgun. Vésteinn segir að tilgangurinn sé að stofna þverpólitískan hóp til að stuðla að betri almenningssamgöngum, einkum strætó. „Ég fer flestra minna ferða í strætó. Það sem ég fer ekki gangandi," segir Vésteinn.

Bandaríkjamenn þrýsta á Egypta um að aflétta neyðarlögum

Bandaríkjamenn krefjast þess að Egyptar aflétti þegar í stað neyðarlögum sem sett voru í landinu fyrir þremur áratugum síðan. Joe Biden varaforseti ræddi í gær við kollega sinn Omar Suleiman og tilkynnti honum þetta. Biden hvatti einnig til þess að lögreglan hætti þegar í stað að berja á mótmælendum og blaðamönnum í landinu.

Mótmæla því að börnin séu notuð í tilraunaskyni

„Lærdómur finnsku þjóðarinnar, af þeirra efnahagshruni, var að skera ekki niður í menntakerfinu! Foreldrar barna í Laugarnesskóla krefjast þess að menntayfirvöld starfi faglega, dragi lærdóm af þeirra reynslu, en noti ekki börnin okkar sem í tilraunaskyni," segir í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum fundi foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í morgun.

Þórður Friðjónsson látinn

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, er látinn, 59 ára að aldri. Þórður lést á sjúkrahúsi í borginni Friedrichshafen í Suður-Þýskalandi í gær eftir skammvinna baráttu við krabbamein en hann var á ferðalagi með

Sjá næstu 50 fréttir