Innlent

Þórður Friðjónsson látinn

Þórður Friðjónsson.
Þórður Friðjónsson.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, er látinn, 59 ára að aldri.

Þórður lést á sjúkrahúsi í borginni Friedrichshafen í Suður-Þýskalandi í gær eftir skammvinna baráttu við krabbamein en hann var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar honum versnaði snögglega af veikindunum. Þórður hefur í yfir þrjátíu ár verið í hópi helstu áhrifamanna um efnahagsmál þjóðarinnar, sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, ráðuneytisstjóri og forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq OMX á Íslandi.

Þórður lætur eftir sig eiginkonu og sex börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×