Fleiri fréttir

Um 400 þúsund baðgestir sóttu Ylströndina

Áætlað er að um 400 þúsund baðgestir hafi sótt Ylströndina í Nauthólsvík í fyrra. Ylströndin var opnuð árið 2000 og fékk Bláfánann árið 2003 en hann er alþjóðleg vottun sem veitt er rekstraraðilum baðstranda og smábátahafna fyrir framúrskarandi vistvæna umgengni og meðhöndlun úrgangs. Örverufræðileg gæði baðvatnsins hafa reynst góð. Þetta kom fram hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur á ráðstefnu um Umhverfismengun á Íslandi í liðinni viku. Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með Ylströndinni en hún flokkast sem náttúrulaug.

Fjörutíu ár frá því Íslendingar keyptu uppstoppaðan geirfugl

Á morgun eru fjörutíu ár frá því íslenskur blaðamaður og fuglafræðingur festu kaup á uppstoppuðum Geirfugli á uppboði hjá Sotheby's í Lundúnum. Fuglinn var keyptur fyrir söfnunarfé og kostaði sem svaraði þá til verðs á einbýlishúsi. Geirfuglinn var útdauður með öllu um miðja 19. öldina. Á einni viku tókst að safna fyrir líklegu verði fuglsins, eða tveimur milljónum, góðu húsverði 1971.

Tveir á skilorð fyrir skattalagabrot

Hæstiréttur dæmdi í dag 38 ára gamlan karlmann í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 42 milljónir í sekt fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem framkvæmdastjóri fyrirtækis sem hann starfaði hjá og meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum í sjálfstæðri atvinnustarfsemi hans sjálfs.

Áhugafólk um þjóðarútvarp efnir til málþings

Framtíðarþing um hlutverk, stöðu og dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins verður haldið í Hafnarhúsinu laugardaginn 5. mars. Þingið hefst kl. 10.00 árdegis, stendur til kl. 14.00 og er opið öllum þeim sem vilja taka þátt í mótun Ríkisútvarpsins til framtíðar. Það eru Samfylkingarfélagið í Reykjavík og Vinstri græn í Reykjavík ásamt áhugahópi um þjóðarútvarp sem standa fyrir þinginu að því er fram kemur í tilkynningu.

Þorbjörg sat hjá við afgreiðslu skólatillagna

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í starfshópi um sameiningu og samrekstur í skólakerfinu, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sat hjá við afgreiðslu skýrslu starfshópsins. Tillögurnar voru afgreiddar í borgarráði í dag. Þorbjörg Helga telur að fjárhagslegur ávinningur af tillögunum sé of lítill miðað við það rask á skólastarfi sem þær hafa í för með sér.

Gefur Fjölskylduhjálpinni pening í staðinn fyrir að halda opnunarpartý

„Ég hef ekkert á móti því að drekka kampavín, en mér finnst að allir eigi að hafa efni á því," segir Friðrik Weishappel, sem ákvað að gefa Fjölskylduhjálp Íslands, þrjú hundruð þúsund krónur í staðinn fyrir að halda opnunarpartý á nýjum stað sem hann er að fara opna á næstunni.

Hjálpa Sunnu að gera við bílinn

Nú er bíllinn hennar Sunnu Bjarkar kominn í viðgerð. Sunna varð fyrir óskemmtilegri reynslu þegar hún sá sér til mikillar skelfingar að bíllinn hennar, silfurlitaður Nissan Almera árgerð 2001, var ekki ökufær á mánudagsmorgun því skemmdarvargar höfðu í skugga nætur brotið öll ljósin og rúðuþurkurnar. Þá voru kopparnir fjarlægðir, loft tekið úr dekkjum og eggjum grýtt í framrúðu bílsins. Unga fólkið sem gerði þetta gaf sig fram tveimur dögum síðar og baðst afsökunar. Bíllinn er nú í góðum höndum hjá Ingvari Helgasyni en þar hafa starfsmenn í samvinnu við starfsmenn Vöku og fleiri góðhjartaða menn tekið að sér að laga bílinn eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Ríkisstjórnin ætlar að skapa allt að 900 sumarstörf

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur næsta sumar líkt og gert var í fyrra. Áætlað er að verja allt að 370 milljónum króna til verkefnisins.

Besti flokkurinn ætlar að bjóða fram á landsvísu

„Ég held ég þori að fullyrða að við munum fara fram á landsvísu,“ sagði Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík og stofnandi Besta flokksins, í samtali við Sölva Tryggvason í þætti hans í gær.

Þessa skóla á að sameina

Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum.

Ekki sammála rökstuðningi Ríkissaksóknara

"Ég svo sem bjóst alveg við því að þessu yrði áfrýjað," segir Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögmaður Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, sem var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af kröfu um refsingu vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni. Hann var metinn ósakhæfur og dæmdur til vistunar á Sogni.

Sparnaðartillögum mótmælt - lítill ávinningur

Vinstri græn í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýna harðlega framkomnar sparnaðartillögur í skólamálum borgarinnar. Að mati flokksins er faglegur ávinningur af tillögunum vart til staðar og þá er gagnrýnt að þarfagreining hafi ekki verið gerð. Þá eru markmið óskýr að mati VG og rökstuðningur ófullnægjandi.

Tillögur í skólamálum kynntar - segjast spara milljarð

Sparnaðartillögur hjá grunn-, leikskólum og frístundaheimilum voru kynntar í borgarráði í dag. Þær miða að því að finna yfir 300 ný leikskólapláss, bæta nýtingu húsnæðis borgarinnar til muna og minnka kostnað við yfirbyggingu í skólakerfi borgarinnar verulega.

MC Iceland fær inngöngu í Hells Angels næstu helgi

Íslenski mótorhjólaklúbburinn MC Iceland mun fá fulla aðild að samtökum Vítisengla, Hells Angels, í Osló um næstu helgi, sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri á blaðamannafundi um skipulagða glæpastarfsemi og viðbrögð yfirvalda á Íslandi fyrir stundu.

Rannsóknarheimildir verða rýmkaðar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun á næstunni leggja fram frumvarp sem auðveldar lögreglunni að eiga við glæpahópa sem skotið hafa rótum hér á landi. Rannsóknarheimildir lögreglu verða rýmkaðar en Ögmundur leggur áherslu á að slíkt verði aðeins gert að viðhöfðu ströngu eftirliti og að fengnum dómsúrskurði.

Rannsaka hvort Gaddafi hafi framið glæpi gegn mannkyni

Yfirsaksóknari hjá Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum segist ætla að rannsaka hvort Múammar Gaddafi einræðisherra í Líbíu og stuðningsmenn hans hafi gerst sekir um glæpi gegn mannkyni. Talið er að þúsundir manna hafi nú látist í landinu eftir að mótmælendur fóru að láta til sín taka um miðjan febrúar. Gaddafi hefur sagst ætla að berjast til síðasta manns en hann hefur nú misst tökin á helmingi landsins. Fyrr í dag gerðu herþotur Líbíuhers árásir á bæinn Brega en óljóst er hvort mannfall hafi orðið.

Óska eftir vitnum að umferðarslysi á Hverfisgötu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á mótum Hverfisgötu og Smiðjustígs í Reykjavík um stundarfjórðungi fyrir ellefu í gærkvöld, miðvikudaginn 2. mars.

Segir niðurskurð bitna á konum og minnir á jafnréttislögin

Niðurskurður í grunn- og leikskólum Reykjavíkurborgar mun fækka konum í stjórnunarstöðum, lækka laun þeirra sem fyrir verða og hefur í för með sér verri þjónustu fyrir börn og foreldra. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, hefur sent Jóni Gnarr borgarstjóra og Degi B. Eggertssyni formanni borgarráðs bréf þar sem bent er á þetta en afrit af bréfinu fór til Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðbjartar Hannessonar velferðarráðherra. Kristín minnir á lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna en samkvæmt þeim ber að bæta sérstaklega stöðu kvenna.

Kynnir viðbrögð við skipulagðri glæpastarfsemi - í beinni á Vísi

Blaðamannafundur sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur boðað til í dag klukkan tvö verður í beinni útsendingu á Vísi. Umfjöllunarefni fundarins er skipulögð glæpastarfsemi og viðbrögð yfirvalda við henni. Auk ráðherra munu Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Suðurnesjum, Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Snorri Olsen tollstjóri fjalla um efnið.

Fimm konur skotnar til bana á Fílabeinsströndinni

Að minnsta kosti fimm konur voru skotnar til bana á Fílabeinsströndinni í dag af stjórnarhermönnum. Konurnar tóku þátt í göngu sem farin var til stuðnings Alassane Outtara sigurvegara forsetakosninganna þar í landi sem fram fóru í nóvember í fyrra. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst Outtara sigurvegara en sitjandi forseti Laurent Gbago neitar að viðurkenna úrslitin og situr sem fastast. Sjónarvottar segja að einkennisklæddir hermenn hafi allt í einu birst og hafið skothríð á gönguna þessum afleiðingum.

Angelina Jolie heimsótti Afganistan

Hollywoodstjarnan Angelina Jolie fór í óvænta heimsókn til höfuðborgar Afganistan, Kabúl, á dögunum en þar hitti hún flóttamenn í borginni.

Borgin fékk "spillingarstimpilinn" í nótt

Aðilarnir sem á dögunum merktu innganga Alþingis með Batman merkinu fræga létu aftur til skarar skríða í nótt. Í þetta sinn merktu þeir Ráðhús Reykjavíkur með þessum „spillingarstimpli“ sem þeir kalla svo.

Ekki allir kolvitlausir, segir Svandís

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra segir að ekki séu allir kolvitlausir út í verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þeir sem fari gangandi um hálendið sé sáttir.

Ákæruvaldið áfrýjar máli Gunnars Rúnars

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar dómi héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni sem myrti Hannes Þór Helgason í ágúst á síðasta ári. Héraðsdómur úrskurðaði Gunnar Rúnar ósakhæfan og dæmdi hann til vistunar á Sogni.

Hunsuðu vísindamenn vegna eldgoss

Bresk stjórnvöld hefðu átt að taka meira mark á vísindamönnum áður en eldgosið í Eyjafjallajökli stöðvaði flugsamgöngur í apríl árið 2010. Talið er að það hafi kostað breska ríkið hundruðir milljóna punda að hunsa áhættumat vísindamanna.

Gjaldskrár tannlækna fæla frá

Útgjöld Sjúkratrygginga Íslands vegna endurgreiðslu tannlæknakostnaðar barna voru 250-300 milljónum króna lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir á síðasta ári.

Skóladótinu stolið frá verðandi klæðskera

Fanney Lilja Hjálmarsdóttir, nemi í klæðskera og kjólasaum við Iðnskólann í Reykjavík, varð fyrir því óláni að brotist var inn í bílinn hennar og skóladótinu hennar stolið. "Þetta var svakalegt sjokk," segir Fanney.

Fékk milljón fyrir að giftast til málamynda

Asísk kona hafði betur gegn íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur, en í dómi sem féll í gær, var úrskurði dómsmála- og mannréttindaráðuneytis frá febrúar á síðasta ári, þar sem staðfest var ákvörðun Útlendinga­stofnunar frá maí 2009, um að synja konunni um dvalarleyfi, ógiltur.

Stórslasaði konu af gáleysi á Boston

Ríkissaksóknari hefur ákært mann fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Manninum er gefið að sök hafa ýtt við konu þannig að hún féll niður stiga á veitingastaðnum Boston við Laugaveg í febrúar fyrir tveimur árum.

Herþotur Gaddafis gerðu loftárásir á tvo bæi

Herþotur Líbíuhers gerðu í morgun loftárásir á bæinn Brega sem er miðstöð olíuframleiðslu landsins. Einnig herma fregnir að þoturnar hafi skotið flugskeytum á aðra stærri borg í nágrenninu. Barist hefur verið um Brega síðustu daga og náðu hermenn hliðhollir einræðisherranum Gaddafi valdi á bænum í gær en uppreisnarmenn boluðu þeim út síðar um daginn. Heimildir BBC í Brega herma að í kjölfar þess hafi Gaddafi fyrirskipað loftárásir á borgina og að meðal annars hafi verið gerðar árásir á flugvöll sem þjónustar olíuvinnslusvæðin. Talsmaður uppreisnarmanna segir að þoturnar hafi einnig skotið flugskeytum á bæinn Ajdabiya sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nokkurn tíma.

Skriðdýrin laða að gesti

Alls heimsóttu tæplega 8.300 gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn heim í nýliðnum febrúar. Gamla aðsóknarmetið fyrir febrúarmánuð var frá árinu 1991 taldi 5.390 gesti.

Varúð: Hættuleg pressukanna í umferð

IKEA biður viðskiptavini sem eiga FÖRSTÅ pressukönnu fyrir kaffi/te vinsamlegast um að hætta strax að nota vöruna og skila henni aftur til IKEA samkvæmt tilkynningu sem verslunin sendi frá sér. Ikea mun endurgreiða vöruna að fullu.

Vill hafa vaðið fyrir neðan sig

Norska stjórnin hefur ákveðið að veita norsku strandgæslunni 110 milljónir norskra króna til þess að standa straum af kostnaði, sem gæti orðið vegna hreinsunar eftir strand Goðafoss fyrir hálfum mánuði.

Traustvekjandi að horfur batna

„Ég er mjög ánægður með þessar fréttir og þessa þróun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat á Icesave kostnaði ríkisins. „Það er traustvekjandi að horfurnar batna við hvert endurmat skilanefndarinnar, vonandi virkar það róandi á marga.“

Gaddafi samþykkir sáttaumleitanir

Leiðtogi Líbíu, Muammar Gaddafi, hefur samþykkt friðaráætlun Hugo Chaves, forseta Venesúela, sem hann hefur lagt fram samkvæmt fréttastöðinni Al Jazeera.

Tyrkneska ríkisstjórnin óttast samsæri

Tyrknesk yfirvöld gerðu húsleitir hjá nokkrum aðilum í gær, meðal annar fréttamönnum, vegna gruns um að þeir komi að samsæri sem miði að því að steypa ríkisstjórn Tyrklands, sem grundvallast á íslömskum gildum.

Eigendur síleskrar námu brutu öryggisreglur

Sílesk þingmannanefnd hafa sakað eigendur námu þar í landi um að hafa brotið öryggisreglur sem varð til þess að 33 námuverkamenn festust 700 metrum neðanjarðar og þurftu að bíða í mánuði áður en þeim var bjargað upp í dagsljósið á ný.

Segir Árbótarmálið áfellisdóm

Ólöf Nordal, þingkona Sjálfstæðisflokks, segist ekki geta fundið dæmi um það að ráðherrar hafi fengið þvílíkar ávirðingar eins og er að finna í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Árbót.

Sjá næstu 50 fréttir