Fleiri fréttir

Valitor segir ábyrgðina liggja hjá söluaðila

"Það er frumskilyrði söluaðila í öllum greiðslukortaviðskiptum að sannreyna að réttur korthafi framkvæmi viðskiptin. Ef söluaðili er í vafa um hvort um réttan korthafa sé að ræða, getur hann leitað til þjónustuvers Valitor til að grennslast fyrir um hvort upplýsingar um nafn, heimilisfang, símanúmer og útgáfubanka kortsins komi heim og saman við þær upplýsingar sem söluaðili hefur fengið hjá kaupanda og þannig komið í veg fyrir að óprúttnir aðiliar svíki út vörur. Meginreglan er alltaf sú að fara að öllu með gát. "

Obama og Rassmussen: Gaddafí verður að fara

Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur ítrekuðu báðir í dag kröfu sína um að Moammar Gaddafi yrði að láta af völdum í Lýbíu.

Hagfræðingur segir gjaldþrot blasa við ef Icesave verður samþykkt

Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sme brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni.

Fundir stjórnlagaráðs verði opnir almenningi

Til stendur að hafa fundi stjórnlagaráðs opna samkvæmt breytingartillögu við þingsályktun um ráðið sem tekin verður til annarrar umræðu á Alþingi í dag. Samkvæmt henni eiga 25 stjórnlagaþingsfulltrúar að kjósa formann úr sínum hópi.

Minni hætta vegna geislavirkni en talið var

Niðurstöður mælinga á geislavirkni við Fukushima kjarnorkuverið í Japan benda ekki til að um víðtæka alvarlega geislamengun hafi verið að ræða, eða verði að ræða, og svæði þar sem heilsufarslegrar áhættu gætir sé mjög takmarkað. Þetta kemur fram í frétt á vef Geislavarna ríkisins.

Atlantsolía lækkar bensínlítrann um þrjár krónur

Atlantsolía lækkaði verðið á eldsneyti í dag vegna breytinga á heimsmarkaðsverði. Bensínlítrinn lækkar um þrjár krónur og kostar 227,70 krónur og dísellítrinn lækkar um tvær krónur og kostar 233,80.

Spyr hvað það kostar ríkið að hækka skattleysismörk

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármálaráðherra þar sem hún óskar eftir upplýsingum um hversu mikið tekjur ríkissjóðs myndu dragast saman ef skattleysismörk yrðu hækkuð.

Beina nýju munntóbaki að ungmennum

Til stóð að markaðssetja nýja tegund af skrotóbaki, sem er einskonar munntóbak, hér á landi. Markaðssetningunni er víðast beint að ungu fólki þar sem efnið er bragðbætt. Hjá Lýðheilsustofnun fengust þær upplýsingar að í það minnsta eitt fyrirtæki hafi verið farið að huga að innflutningi á efninu hér á landi.

Tveir fundust á lífi í rústunum

Tveimur var bjargað úr rústum í Japan í morgun, fjórum dögum eftir jarðskjálftann sem reið þar yfir á föstudag og flóðbylgjuna sem kom í kjölfarið. Sjötug kona fannst á lífi í bænum Otsuchi í Iwate héraði sem fór illa út úr skjálftanum. Konan hafði ofkælst en er ekki í lífshættu. Þá var manni bjargað í bænum Ishimaki í Miyagi héraði en þar færði flóðbylgjan allt á kaf. Um 2000 lík fundust í héraðinu í gær.

Sigurjón Sighvatsson vill kvikmynda bók Yrsu

Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem var ein mest selda bók liðins árs og situr nú í efsta sæti Bóksölulistans.

Varð fyrir barðinu á kortasvindlurum - ósattur við Valitor

Vörur fyrir um eina milljón króna voru keyptar með stolnum greiðslukortum í gegn um netverslunina Eldhaf.is sem er á vegum endursöluaðila Apple á Norðurlandi. Guðmundur Ómarsson, eigandi Eldhafs ehf,, er ósáttur við greiðslukerfi kortafyrirtækisins Valitor sem neitar að bæta honum skaðann.

Mikið af makrílseiðum á loðnumiðunum

Sjómenn á loðnuskipum, sem nú eru að ljúka vertíðinni, segjast hafa orðið varir við mikið af makrílseiðum í aflanum í vetur, nokkuð sem hefur vart sést áður.

Sjóræningjar dæmdir í ævilangt fangelsi

Fimm sómalskir sjóræningjar hafa verið dæmdir í ævilangt fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa gert árás á bandarískt herskip á síðasta ári en skipið var í eftirlitsferð undan ströndum Sómalíu.

Hermenn Gaddafi sækja í áttina að Benghazi

Hermenn hliðhollir Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu sækja nú hægt og sígandi í átt að borginni Benghazi sem er sú stærsta í landinu sem enn er á valdi uppreisnarmanna.

Arabaríki senda herlið til Bahrein

Ríki við Arabaflóann hafa sent herlið til Bahrain og kom það til landsins í morgun. Hermennirnir eru meðal annars frá Saudi Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Handtökuskipun á leikarann Michael Madsen

Búið er að gefa út handtökuskipun á hinn danskættaða Hollywoodleikara Michael Madsen. Ástæðan er að Madsen skuldar um 60 milljónir króna í barnsmeðlög.

Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun

Hvergi á Norðurlöndum notar eldra fólk meira af kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum en á Íslandi. Notkunin hér er áberandi og fer vaxandi á sama tíma og dregur úr henni á hinum Norðurlöndunum. Íslendingar nota tvöfalt meira af þessum lyfjum en Danir og þriðjungi meira en Finnar.

Geislavirkt efni lekur úr Fukushima

Geislavirkt efni lekur nú úr kjarnorkuverinu Fukushima eftir að þriðja sprengingin varð í verinu í nótt. Mælist geislavirknin í grennd við kjarnorkuverið langt yfir hættumörkum.

Rafmagnstruflanir víða um landið

Rafmagnstruflanir urðu í Stykkishólmi, Dölunum, á Vestfjörðum . einnig víða á Noðrausturlandi eins og á Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn og Bakkafirði.

Larry King aftur á leið á skjáinn

Hin háaldraða sjónvarpsstjarna Larry King er aftur á leið á skjáinn. King hefur samið um að koma reglulega fram í hinum þekkta grínþætti The Daily Show.

Rukka í göng uns kostnaði er öllum náð

"Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði.

Þjóðin ánægð með tilveruna

Nær allir Íslendingar segjast vera ánægðir með lífið, eða 99%. Þar af eru 63% mjög ánægð en 36% frekar ánægð. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent gerði fyrir Evrópusambandið.

Klíkustríð kostar þrjú líf í Kaupmannahöfn

Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin.

Efasemdir um kjarnorku fá byr undir báða vængi á ný

Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð.

Rær umhverfis landið með vori

„Ísland er alveg einstakt land. Ég heimsótti það og Grænland í fyrra og var upp frá því staðráðinn í að fá tækifæri til að virkilega upplifa töfra þess,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Riaan Manser, sem ætlar að gera sér lítið fyrir og hefja róður umhverfis landið 18. mars næstkomandi.

Belinda ráðin til Fulbright

Belinda Theriault hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi.

Kuzubov leiðir enn MP-mótið

Úkraínski stórmeistarinn Yuriy Kuzubov leiddi enn í gærkvöldi á MP Reykjavíkurskákmótinu með sex vinninga. Í sjöundu umferð gerði hann jafntefli við stigahæsta keppanda mótsins, Englendinginn Luke McShane.

Samtök gegn Icesave stofnuð

Hópur fólks, sem telur að hallað hafi á sjónarmið gegn Icesave-lögunum, hefur stofnað samtök.

Milljarðatugir í skaðabætur

Sjö ár voru liðin á föstudaginn frá hryðjuverkaárásunum á fjórar lestar í Madríd, þar sem 191 lét lítið og tæplega tvö þúsund særðust.

Ræða flugbann yfir Líbíu í dag

Málefni Líbíu og mögulegt flugbann yfir landinu er aðalumræðuefni utanríkisráðherra G8 ríkjanna, sem funda nú í París. Bretar og Frakkar hafa hvatt til þess að bannið verði sett á sem fyrst og Arababandalagið hefur lýst yfir stuðningi við það. Uppreisnarmenn hafa kallað eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins.

70 þúsund börn heimilislaus

Að minnsta kosti 70 þúsund börn í Japan hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna þar í landi. Samtökin Barnaheill – Save the Children vekja athygli á þessu.

Öllum sleppt í samráðsmáli Byko og Húsasmiðjunnar

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur í dag, yfirheyrt alls sautján manns sem allir eru stjórnendur eða starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar hf. Þetta kemur fram í tillkynningu frá ríkislögreglustjóra.

Rafmagnstruflanir víða um landið

Slit á landshring milli Víkur og Klausturs veldur sambandsleysi sem truflar fjarskiptaþjónustu svo og útsendingar útvarps og sjónvarps á svæðinu samkvæmt tilkynningu frá Mílu.

Þrettán ára stúlka flýði menn á svörtum bíl

Tveir menn buðu dreng undir tíu ára aldri við Húsaskóla í Grafarvogi í morgun að koma upp í bíl þeirra og skoða leikföng. Drengurinn lét ekki tilleiðast og var lögreglunni gert viðvart.

Stórfyrirtæki tóku upp auglýsingar á Íslandi

"Þetta er auðvitað afar gleðilegt í þessu árferði og á þessum árstíma," segir Einar Sveinn Þórðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Pegasus. Auglýsingar fyrir tvö bandarísk stórfyrirtæki, tyggjóframleiðandann Wrigley og bankann Citibank, voru nýverið teknar upp hér á landi af bandarísku fyrirtækjunum MJZ og RSA í samvinnu við Pegasus. Þær verða frumsýndar vestanhafs á næstu vikum.

Smitaðist af nóróveiru á spítala og lést í kjölfarið

Karlmaður lést nýlega eftir að hafa smitast af nóróveiru á Landspítalanum. Eiginkona mannsins segist ekki skilja hvers vegna hann var ekki settur í einangrun á spítalanum, þar sem vitað var að hann hafði veikar varnir gagnvart sýkingum.

Sendiherra Japans: Þetta er martröð

Starfandi sendiherra Japan á Íslandi segir ástandið í Japan martröð líkast. Hann er þakklátur fyrir þann stuðning og samhug sem hann finnur fyrir hér á landi. Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið söfnun fyrir fórnarlömb náttúrhamfaranna.

Annar flutningabíll fauk út af

Flutningabíll fauk út af Ólafsfjarðarvegi nærri Dalvík í morgun og skemmdist talsvert samkvæmt lögreglunni á Akureyri. Ökumaðurinn var fluttur á Heilsugæsluna á Dalvík en hann er ekki alvarlega slasaður.

Alls 216 með réttarstöðu sakborninga

Alls hafa 216 manns réttarstöðu sakbornings í málum sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar vegna bankahrunsins. Heildarfjöldi einstaklinga, sakborningar og vitni er 471. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn

Sjá næstu 50 fréttir