Fleiri fréttir

Mannskæð sjálfsmorðsárás í Afganistan

Að minnsta kosti 36 létust í sjálfsmorðsárás í norðurhluta Afganistans í dag. Árásin var gerð á skráningarstöð Afganska hersins í borginni Kunduz. Á föstudaginn var dó lögreglustjóri borgarinnar í annarri sjálfsmorðsárás.

Fóru tvo milljarða fram úr áætlun

Gerð Héðinsfjarðarganga kostaði 2,1 milljarði króna meira en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, miðað við meðalverðlag ársins 2010. Þetta jafngildir því að kostnaðurinn sé 17% umfram áætlanir.

Talið nærri öruggt að tíu þúsund hafi farist

Tala látinna fer hækkandi í Japan eftir flóðbylgjuna sem skall á norðausturströndinni á föstudag. Nú er staðfest að rúmlega 1800 séu látnir og tvöþúsund er formlega saknað. Lögregluyfirvöld segja hinsvegar nærri öruggt að rúmlega tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum.

Hermenn frá Sádí Arabíu komnir inn í Bahrain

Hermenn frá Sádí Arabíu og öðrum nágrannaríkjum fóru í dag inn í Bahrain, þar sem hörð mótmæli hafa verið síðustu daga. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að hermennirnir hafi komið fyrir beiðni yfirvalda í landinu en stjórnarandstaðan segir að vera þeirra jafngildi hernámi. Tugir slösuðust í mótmælum í gær þegar mótmælendur tókust á við lögregluna í Bahrain. Í síðasta mánuði létust sjö í bardögum við lögregluna.

Seldur til 37 landa á níu dögum

"Þetta er framar okkar björtustu vonum," segir Guðmundur Freyr Jónasson. Önnur útgáfa af Tunerific-gítarstilli þeirra Guðmundar Freys og Jóhanns P. Malmquist, prófessors, hefur verið seld til 37 landa á aðeins níu dögum. Forrit með nýju útgáfunni var í byrjun mars sett inn í OVI-netverslun finnska farsímafyrirtækisins Nokia fyrir nýjustu símana þeirra N8. Það hefur heldur betur slegið í gegn og náði það hæst í fjórða sæti lista yfir þau forrit sem voru vinsælust hjá fyrirtækinu. Búið er að þýða forritið yfir á sex tungumál og þýðing yfir á kínversku er einnig í undirbúningi.

Verjandi Baldurs: Fundargerðirnar ekki fullnægjandi sönnunargögn

Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, segir fundargerðir samráðshóps um fjármálastöðugleika ekki vera nægjanlega vel unnar til að þær geti talist fullnægjandi sönnunargögn í málinu. Þetta kom fram í málflutningi Karls í Héraðsdómi Reykjavíkur nú um hádegisbilið.

Ásgerður neitar því að hafa lagt Ólaf í einelti

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, neitar ásökunum um einelti í garð fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bænum. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður hefði lagt framkvæmdastjórann í einelti.

Vill Baldur í tveggja ára fangelsi

Sérstakur saksóknari fer fram á tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi yfir Baldri Guðlaugssyni. Hámarksrefsing við innherjasvik er hins vegar sex ár. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, lauk málflutningi sínum fyrir stundu.

Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs

Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008.

Önnur umræða um stjórnlagaráð á morgun

Allsherjarnefnd afgreiddi í morgun stjórnlagaráðsfrumvarpið út úr nefnd og mun það væntanlega koma til annarar umræðu á morgun, segir Róbert Marshall, formaður nefndarinnar.

Holtavörðuheiðin opin á ný

Vegagerðin hefur opnað Holtavörðuheiðina á ný en í gærkvöldi og í nótt geisaði þar mikið óveður. Fjöldi manns á hátt í tuttugu bílum lentu í hrakningum á heiðinni í gærkvöldi og þurftu björgunarsveitir að koma fólkinu til aðstoðar.

Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008.

Frumsýna teiknimynd með forvarnargildi

Ný fræðslumynd um kynferðisofbeldi verður sýnd í skólum landsins á næstunni. Samtökin Réttindi barna hafa á undanförnum tveimur árum unnið að undirbúningi og gerð forvarnarteiknimyndar sem upplýsir börn um hvað kynferðislegt ofbeldi er og hvernig þau geta brugðist við því.

Skólinn liðist í sundur við sameiningu

Foreldrar barna í Hvassaleitisskóla hafna alfarið fyrirhugaðri sameiningu skólans og Álftamýrarskóla og saka borgaryfirvöld um vanvirðingu í garð barna, foreldra og starfsfólks skólans.

Aðalmeðferð í máli Baldurs lýkur

Lokadagur aðalmeðferðar í réttarhöldum yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, er í dag. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mun bera vitni í gegnum síma. Halldór fluttist til Kanada skömmu eftir bankahrun, þar sem hann er staddur nú, og er hann því yfirheyrður í gegnum síma. Að loknum vitnayfirheyrslum munu saksóknari og verjandi flytja mál sitt.

Vörubíll fauk á hliðina

Vöruflutningabíll fauk á hliðina á Borgarfjarðarbrú við Borgarfjörð um áttaleytið í morgun. Ökumaður var einn í bílnum, en slapp ómeiddur. Ekki liggur fyrir hversu mikið skemmdur bíllinn er, en lögreglan segist að venjulegast verði töluverðar skemmdir þegar svona lagað gerist.

Í ársfrí eftir einelti af hálfu bæjarstjóra: Ég gat ekki meira

„Ég gat ekki meira, var farinn að vakna fyrir allar aldir með kvíða, lystarleysi og óþægindi. Þetta er versta lífsreynsla sem ég hef lent í,“ segir Ólafur Melsteð landslagsarkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness. Hann hefur samkvæmt læknisráði verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna eineltis bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur. Hann krefst bóta og að bæjarstjórinn víki.

Notaður reiðbúnaður stöðvaður í tollinum

Matvælastofnun hefur nú til vinnslu mál sem kom upp eftir að tollgæslan stöðvaði sendingu erlendis frá með notuðum reiðtygjum og fatnaði, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk hjá embætti Tollstjóra í gær.

Her Gaddafi nær bænum Brega

Her Muammar Gaddafi leiðtoga Líbýu heldur áfram að vinna borgir og bæi af uppreisnarmönnum í landinu. Í gærkvöldi náðu þeir bænum Brega á sitt vald en hann er í austurhluta landsins.

Önnur sprenging í Fukushima kjarnorkuverinu

Önnur sprenging varð í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan í morgun. Talsmaður stjórnvalda segir að sjálfur kjarnakljúfurinn sé óskemmdur en að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af ástandinu.

Páfinn bað fyrir fórnarlömbum

Benedikt páfi sextándi bað fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og fljóðbylgjunnar í Japan í sunnudagsblessun sinni í gær. Hann lýsti yfir ánægju sinni með reisn og hugrekki heimamanna í viðbrögðum þeirra við óförunum. Benedikt hvatti einnig hjálparstarfsmenn, sem eru að störfum í Japan, til dáða og sagði að Guð væri með þeim. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist í Japan síðan jarðskjálfti af stærðinni 8,9 á Richter reið yfir landið í síðustu viku. -fb

Fá ekki að kjósa um Icesave

Sjómenn á þeim frystitogurum sem fóru til veiða í vikunni, ná ekki í land til þess að kjósa um Icesave-lögin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst ekki fyrr en 16. mars og kosið verður um lögin 9. apríl. Frystitogarar eru flestir um 30 daga á sjó

Uppreisnarmenn hraktir burt

Leiðtogar Arababandalagsins hvöttu Múammar Gaddafí, einræðisherra Líbíu, til að stíga af valdastóli um helgina. Þeir lýstu yfir stuðningi við alþjóðlegt flugbann um lofthelgi Líbíu.

Óttast öfluga eftirskjálfta

Jarðfræðingar óttast að öflugir eftirskjálftar muni ríða yfir Japan á næstu dögum í kjölfar jarðskjálftans sem skók landið á föstudagsmorgun. Talið er að skjálftarnir geti náð allt upp í 7 á Richter en upphaflegi skjálftinn var af stærðinni 9 á Richter.

Holtavörðuheiði lokuð

Aftakaveður er nú á Holtavörðuheiði og sér Vegagerðin sér ekki fært að halda henni opinni lengur. Búið er að ræsa út björgunarsveit frá Landsbjörgu til aðstoðar við ökumenn og Vegagerð en talsverð umferð er og hefur bílum verið safnað fyrir aftan snjómoksturstæki.

Skeiðárbrú lokuð eftir umferðaróhapp

Tafir eru á Suðurlandsvegi yfir Skeiðárbrú eftir að ökumaður missti stjórn á fólksbíl. Brúin er nánast lokuð og er aðstoð á leið á vettvang. Nánari upplýsingar síðar.

Erfitt að hætta við framlög til menningarmála

Borgarfulltrúi segir erfitt að rifta samningum um framlög til menningarmála, en margir þeirra hafi þó verið endurskoðaðir. Reiðir foreldrar beina gremju sinni vegna niðurskurðar í menntamálum meðal annars að útgjöldum til menningar.

Bæjarstjórn skoðar hvort bæjarstjóri eigi að víkja

"Við munum fara yfir málið strax eftir helgina,“ segir Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, en lögmaður Ólafs Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum sem hefur verið frá vinnu vegna eineltismáls í rúmt ár, vill að bæjarstjórn víki Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnaresbæjar, úr starfi sínu sem bæjarstjóri.

Björguðu manni sem flaut á húsþakinu

Björgunarsveitarmenn björguðu sextíu ára gömlum manni í nótt sem flaut á húsþakinu af húsi sínu um fimmtán kílómetrum frá bænum Fukushima.

Stjörnurnar mótmæla niðurskurði

Breskar stjörnur á borð við Helen Mirren, Kenneth Branagh, David Tennant og Victoria Wood og fleiri vara við niðurskurði á opinberum fjárframlögum til lista í heimalandi sínu.

Átján ára piltur skotinn til bana

Átján ára gamall piltur var skotinn til bana fyrir utan skemmtistað í New Orleans í Bandaríkjunum í gærkvöld. Fjórir aðrir unglingar eru særðir eftir að maður gekk inn á skemmtistaðinn og hóf skothríð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er skotmaðurinn ófundinn og hefur verið lýst eftir vitnum af atvikinu, en eftir að hann var búinn að skjóta unglinganna flúði hann.

Sjá næstu 50 fréttir