Fleiri fréttir

Fékk styttuna í hendurnar tveimur árum síðar

Brjóstmyndin sem hefur verið í óskilum hjá lögreglunni á Akureyri er komin til skila en eigandi brjóstmyndarinnar gaf sig fram við lögreglu í morgun. Lögreglan auglýsti eftir eigandanum í fjölmiðlum í vikunni en íbúi fann styttuna á gangstétt í Giljahverfinu á Akureyri.

Árekstur lokaði Miklubraut um tíma

Tilkynnt var um umferðarslys á mótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar um klukkan hálf tíu í morgun. Umferðartafir urðu vestur Miklubraut vegna þess, aðeins strætó akreinin var opin vörðu tafir í um klukkutíma. Nú er hinsvegar búið að opna fyrir umferð að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggja ekki fyrir upplýsingar um eðli eða alvarleika slyssins.

Rottweiler hundur enn í haldi lögreglu

Rottweiler hundurinn sem réðst á konu í Hveragerði á föstudaginn í síðustu viku er enn í vörslu lögreglunnar á Selfossi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hundinum verði lógað en lögreglustjórinn í bænum tekur þá ákvörðun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er rannsókn en í fullum gangi.

Móðir ánægð með grunnskólann í Hveragerði

„Skólinn er með mjög góða stefnu í eineltissmálum," segir Berglind Fjóludóttir, tveggja barna móðir í Hveragerði. Hún beri skólanum góða sögu og dætrum hennar líði þar vel. Rætt var við Berglindi í fréttum Stöðvar 2 í gær en þar sagði hún það slæmt ef ungur drengur í bænum þyrði ekki að mæta í skólann vegna eineltis. Fyrir mistök í klippingu datt fyrri hluti svars hennar út en þar sagði hún sína reynslu af grunnskólanum góða og að dætrum hennar liði þar vel. „Skólinn leggur mikla áherslu á að byggja upp sjálfsmynd krakka og kennararnir eru samvinnugóðir. Ég sagði í gær að það væri hræðilegt ef drengnum liði illa. Það á auðvitað ekki að gerast. En það er ekki rétt að ekkert sé að gerast í skólanum," segir hún. Berglind segir umræðuna um bæinn jafnframt ósanngjarna. „Þetta er ekkert verri bær þegar kemur að eineltismálum," segir hún.

Kristnir og múslimar berast á banaspjót í Kaíró

Þrettán létust og 90 slösuðust í hörðum átökum á milli kristinna manna í koptísku kirkjunni og múslima í Kaíró höfuðborg Egyptalands að því er fram kemur í Egypska ríkissjónvarpinu. Átökin hófust í gær þegar kristnir mótmæltu því að kveikt hafði verið í kirkju í síðustu viku. Egypski herinn hefur hafið rannsókn á málinu og segir talsmaður hans að hinir ábyrgu verði dregnir fyrir dóm. Síðustu vikur hefur spennan magnast á milli trúarhópanna í landinu en meðlimir koptísku kirkjunnar eru minnihlutahópur í Egyptalandi.

Bændur hóta úrsögn úr ESB-undirbúningsnefnd

Bændasamtökin ætla að draga fulltrúa sinn út úr nefndinni, sem fjallar um undirbúning að umsókn að Evrópusambandinu, ef svonefndar varnarlínur bændasamtakanna verða ekki virtar. Þetta kom fram á búnaðarþingi, þar sem andstaðan við inngöngu í sambandið var ítrekuð. Yfir 90 prósent bænda eru andvíg inngöngunni, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun.

Dauðarefsingin afnumin í Illinois

Dauðarefsingin hefur verið afnumin í Illinois í Bandaríkjunum. Það var ríkisstjórinn Pat Quinn sem tók ákvörðunina en hann hefur hingað til verið hliðhollur því að dæma menn til dauða fyrir alvarlega glæpi. Tekist hefur verið á um málið í tvo áratugi í ríkinu en Quinn tók ákvörðunina á þeim grundvelli að líkur séu á því að saklausir menn verði teknir af lífi.

Manntjón í jarðskjálfta í Kína

Jarðskjálfti reið yfir suðvesturhluta Kína í morgun, við landamæri Búrma. Skjálftinn var ekki ýkja stór, eða 5,8 á richter-kvarðanum, en þrátt fyrir það hafa Kínversk yfirvöld staðfest að manntjón hafi orðið. Að minnsta kosti sjö létust og 120 eru slasaðir.

Ræddi við lögregluna um hass, kókaín og epli

Lögreglumenn, sem sáu tvo grunsamlega menn fara inn í klukkubúð í miðborginni í nótt, ákváðu að kanna mennina nánar og fara inn í búðina. Þar tók annar mannanna þá tali og lagðist í hástemmdar vangaveltur um epli, sem hann var að skoða. Hann hélt spunanum áfram sem endaði með því að hann dró úr pússi sínu lítilræði af hassi og kókaíni, til að sýna lögreglumönnunum hversu vel hann væri staddur, en sá ekki fyrir að lögreglumennirnir myndu taka það af honum og gera skýrslu um málið í ofanálag, því allt hafði þetta nú byrjað á eplunum.

Innbrotsþjófar stálu flugbeittum veiðihnífum

Tveir karlmenn brutust inn í veiðivöruverslun á Grandagarði í Reykjavík í nótt og stálu þaðan mörgum flugbeittum veiðihnífum. Hnífunum pökkuðu þeir inn í vöðlur og héldu á brott. Tvö aðskilin vitni sáu til mannanna og gátu gefið lögreglu greinagóða lýsingu á þjófunum og er tiltekinna manna nú leitað.

Dalai Lama hættir afskiptum af pólitík

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð um áratuga skeið, hefur tilkynnt um að hann ætli sér að hætta að koma fram sem pólitískur leiðtogi þjóðar sinnar. Hann vill að Tíbetar kjósi sér leiðtoga en staða Dalai Lama hefur lengi verið gagnrýnd nokkuð en hann er óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið lýðræðislega kjörinn til þess. Dalai Lama segist oft hafa sagt að Tíbetar verði að eiga sér lýðræðislega kjörinn leiðtoga, og að nú sé tíminn kominn.

Menn Gaddafis börðu fréttamenn BBC

Öryggissveitir Gaddafís einræðisherra í Líbíu handtóku fréttateymi frá breska ríkisútvarpinu BBC á mánudaginn var og börðu þá til óbóta. Fréttamennirnir voru að reyna að komast til hinnar stríðshrjáðu borgar Zawiya þegar þeir voru handsamaðir. Þeir voru síðan barðir með hnúum og riffilskeftum og strigapokar settir á höfuð þeirra.

Fiskibátur á reki

Aðalvél bilaði í 16 tonna fiskibáti á Breiðafirði í gærkvöldi og tók hann að reka. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og var björgunarskip Landsbjargar í Stykkishólmi kallað út auk þess sem fiskibátur fór frá Stykkishólmi með björgunarsveitarmenn um borð. Fiskibáturinn tók bilaða bátinn í tog og er nú á leið með hann til lands. Ekkert amar að bátsverjunum tveimur, sem eru um borð í bilaða bátnum.

Teknir við komuna til Eyja með hass og maríjúana

Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, þegar þeir komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi, grunaðir um fíkniefnamisferli. Við leit á þeim á lögreglustöðinni fundust tíu grömm af hassi og Marijuana á öðrum þeirra. Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum.

Gallup: Flestir segja já við Icesave-samningi

Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Gallup segjast 63 prósent ætla að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samninginn við Breta og Hollendinga. 34 prósent segjast ætla að segja nei og 3 prósent hyggjast skila auðu.

VG: Barist gegn ofurlaunastefnu

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallaði á fundi í gær um launaþróun í tilefni umræðna síðustu daga.

Stjórnin hótar að beita hörku

Saud al-Faisal prins, sem er utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, hótaði stjórnarandstæðingum hörðum aðgerðum ef þeir gera alvöru úr því að efna til fjöldamótmæla á morgun.

Segir aðstoðarmann fara með rangfærslur

Ritari forseta Íslands sakar aðstoðarmann forsætisráðherra um að viðhafa alvarlegar rangfærslur um samskipti forsetans og forsætisráðherrans í tengslum við lækkun launa forsetans og laun handhafa forsetavalds.

Skandia hóf dýpkun í gær

Dæluskipið Skandia hóf dýpkun í Landeyjahöfn í gær. Hafnsögubáturinn Lóðsinn mældi dýpt í höfninni og reyndist ölduhæð vera komin undir tvo metra, sem gerir dýpkun mögulega.

Fjögur skipulögð glæpagengi takast á

Íslensku Vítisenglarnir eru taldir gera út áhangendahópa til glæpaverka. Mótorhjólamenn hafa heimsótt fyrirtæki sem hafa orðið fyrir skemmdarverkum og innbrotum og boðið þeim vernd gegn gjaldi. Lögregla óttast að slái í brýnu á milli fjögurra skipulagðra glæpasamtaka sem hafa hreiðrað um sig á Íslandi.

Hannesi Hlífari nægðu tíu leikir til sigurs

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson þurfti aðeins tíu leiki til að vinna fyrsta andstæðing sinn á Reykjavíkurskákmótinu sem hófst síðdegis í gær. Það var Spánverjinn Jordi Agullo Herms sem tapaði fyrir Hannesi. Herms er aðeins með 2098 skákstig en Hannes hefur 2557 stig.

Hundasleðafólk etur kappi á Norðurlandi

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í hundasleðaakstri fer fram á Mývatni á sunnudaginn. Hálfs árs gamalt Sleðahundafélag Íslands stendur fyrir keppninni.

Átök í Líbíu harðna enn

Liðsmenn Múammars Gaddafís vörpuðu í gær sprengjum á olíuleiðslu og olíugeymslu í austurhluta landsins. Miklar sprengingar urðu og þykkur reykur steig upp af eldinum á þremur stöðum.

Göngin verða tilbúin í lok árs 2014

Hlutafélag um framkvæmd og rekstur Vaðlaheiðarganga var stofnað á Akureyri í gær. Hlaut það nafnið Vaðlaheiðargöng hf. Hluthafar eru Vegagerðin, fyrir hönd ríkissjóðs, með 51 prósent hlutafjár og Greið leið ehf. með 49 prósent.

Mál og menning opnuð á ný

„Við erum bara bjartsýn,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, sem ásamt eiginkonu sinni, Báru K. Kristinsdóttur, ætlar að hefja rekstur Bókabúðar Máls og menningar á ný. Þær Arndís og Bára hafa rekið bókabúðina Iðu við Lækjargötu. Þær hafa náð samningum við skiptastjóra, sem á að tryggja að hvorki bókaútgefendur né starfsfólk beri skarðan hlut frá borði. - gb

Leituðu í leikfangakössum og flettu myndaalbúmum

Húsleitirnar vegna rannsóknar Serious Fraud Office (SFO) á starfsemi Kaupþings fyrir hrun voru gríðarlega ítarlegar. Heimildir Fréttablaðsins herma að leitað hafi verið í dótakössum barna og myndaalbúmum flett.

Keyrði yfir 33 tommu dekk

Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi, rétt fyrir ofan Draugahlíðarbrekkur, þegar að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún skall utan í vegrið. Bíllinn er óökufær en enginn slasaðist í óhappinu. Töluverður snjór var á svæðinu og mikil hálka.

Obama bruggar sinn eigin bjór

Forsetahjónin Barack og Michelle Obama hafa beðið samstarfsmenn sína um að byrja að brugga bjór innan veggja Hvíta hússins. Fyrsta bruggun hefur nú þegar farið fram og var hátt í 100 bjórkönnum úthlutað í SuperBowl partý Obama hjónanna sem fór fram í Hvíta húsinu í síðusta mánuði og kláraðist hver einasti dropi.

Yfirheyrslum yfir Bjarka og Guðmundi lauk á áttunda tímanum í kvöld

Yfirheyrslum yfir tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings lauk á áttunda tímanum í kvöld. Þetta segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Yfirheyrslum yfir sjö einstaklingum í London átti að ljúka í kvöld, en Ólafur Þór hafði ekki upplýsingar um hvort þeim væri lokið.

Svandís íhugaði að hætta í pólitík

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, sagðist hafa íhugað að hætta í pólitík í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá einum í kvöld. Hún talaði einnig um Icesave-samningin sem fyrsta samninganefndin náði en fyrir henni fór faðir hennar. Hún sagði að sér fyndist leiðinlegt þegar talað væri illa um pabba sinn.

Fréttaskýring : Fá 1,6 milljónir fyrir að leysa forsetann af

Hvernig er launagreiðslu til handhafa forsetavalds í fjarveru forsetans háttað? Þremenningarnir sem fara með forsetavald þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ekki á landinu fá um 20 þúsund krónur fyrir hvern dag sem forsetinn er erlendis. Á síðasta ári fékk hver þeirra um 1,6 milljónir króna í aukagreiðslur vegna þessa.

Vélarvana bátur í Breiðafirði

Sextíu og fimm tonna bátur varð vélarvana hálfri sjómílu austur frá Elliðaey í Breiðafirði um klukkan 19 í kvöld. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Stykkishólmi var kallað út auk þess sem fiskibáturinn Þórsnes II fór frá Stykkishólmi með tvo björgunarsveitarmenn.

Stinningarlyf gert upptækt á Keflavíkurflugvelli

Tollverðir hafa fundið og gert upptæka mörg þúsund skammta af ólöglegu stinngarlyfi undanfarna mánuði. Markaður fyrir þessi lyf fer stækkandi en um fjögurþúsund og fimm hundruð krónur er greiddar fyrir hvern skammt.

Bæjarstjóri boðar hertar aðgerðir gegn einelti

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að færustu sérfræðingar verði kallaðir saman til að berjast gegn einelti í bænum. Hún segir umræðuna um einelti til góðs.

Aðgerðirnar í dag beinast eingöngu að lánum til Tchenguiz

Aðgerðir Serious Fraud Office (SFO) og sérstaks saksóknara í dag tengjast eingöngu rannsóknum á meintum brotum vegna lánveitinga Kaupþings til Robert Tchenguiz og tengdra aðila en ekki meintum blekkingum eða villandi upplýsingagjöf Kaupþings eða rannsókn SFO á EDGE-reikningunum.

Handhafar forsetavalds fengu fimm milljónir

Kostnaður við ferðalög forsetahjónanna til útlanda á síðasta ári voru tæpar tíu milljónir króna, en forsetinn var þá samanlagt í um tvo mánuði í útlöndum í embættiserindum. Handhafar forsetavalds fengu greiddar rúmar fimm milljónir vegna fjarveru forsetans í fyrra.

Discovery lenti heilu og höldnu

Bandaríska geimferjan Discovery lenti heilu og höldnu á Flórída síðdegis í dag eftir að hafa farið í síðustu ferð sína út í geiminn en geimferjan heimsótti alþjóðlegu geimstöðina.

Tólf ára flutt á sjúkrahús eftir fall

Betur fór en á horfðist þegar tólf ára stúlka féll fram af stigahandriði í Grunnskólanum á Ísafirði fyrir hádegið í dag. Stúlkan var að príla á stigapalli þegar hún féll skyndilega á steypt gólf. Hún var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði en kom svo skömmu síðar aftur í skólann. Vefurinn bb.is greindi fyrst frá málinu.

Ríkisstjórnin stuðlar að vitundarvakningu vegna mænuskaða

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela utanríkis-, velferðar- og innanríkisráðherrum að kanna hvernig Ísland getur stuðlað að vitundarvakningu á alþjóðavettvangi vegna mænuskaða. Sameinuðu þjóðirnar munu hefja sérstakt átak til að auka umferðaröryggi í maí næstkomandi.

Fyrrum meðlimur Hells Angels í lífshættu

Lögreglan í Danmörku segir 25 ára fyrrum meðlim glæpagengisins Hells Angels vera í lífshættu eftir að hafa komið upp um 16 meðlimi gengisins. Maðurinn er lykilvitni í máli gegn fyrrnefndum mönnum sem ákærðir eru samanlagt fyrir 6 morðtilraunir, gróft ofbeldi og eigu vopnabúrs.

Sjómaður féll útbyrðis

Sjómaður í áhöfn á skipi sem var að veiðum undan Skaftárfjöru féll útbyrðis. Félagar hans í áhöfninni náðu manninum fljótlega upp úr sjónum. Hann reyndist hafa skorið sig við fallið og því var ákveðið að óska eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Læknir og sigmaður sigu niður í skipið úr þyrlunni og var maðurinn hífður upp. Að því loknu var flogið með manninn á Landspítalann í Fossvogi. Þyrlan lenti þar rétt fyrir klukkan þrjú.

Vestfirðingar búa við lakara orkuöryggi en aðrir landsmenn

Orkuöryggi á Vestfjörðum er lakara en í öðrum landshlutum og fylgir því tilheyrandi samfélagskostnaður. Ráðgjafahópur sem Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra skipaði í nóvember 2009 hefur nú skilað skýrslu sem kynnt var fyrr í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir