Fleiri fréttir

Innbrotsþjófar teknir tvisvar sama daginn

Karl á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri voru handtekin í tvígang fyrir þjófnað og innbrot í Hafnarfirði á laugardag. Að sögn lögreglu voru þau fyrst handtekin snemma morguns eftir að hafa stolið GPS-tæki og fleiri verðmætum úr ólæstum bílum.

Flóafélögin vísa kjaradeilunni til sáttasemjara

Sigurður Bessason, formaður samninganefndar Flóafélaganna afhenti í dag ríkissáttasemjara, Magnúsi Péturssyni bréf þar sem kjaradeilu stéttarfélaganna Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og VSFK var formlega vísað til embættis sáttasemjara.

Tony Blair er ekki boðið

Tony Blair er ekki boðinn í brúðkaup þeirra Vilhjálms og Kate á föstudaginn. Raunar ekki heldur Gordon Brown og frú. Hinsvegar er Margrét Thatcher sem einnig er fyrrverandi forsætisráðherra boðin.

Össur lagði blómsveig á minnismerki um Gandhi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði í dag blómsveig að minnismerki um Mahtma Gandhi, og heimsótti síðan heimili Gandhis þar sem hann var ráðinn af dögum, en það er nú safn í minningu sjálfstæðishetju Indverja. Össur er nú í opinberri heimsókn á Indlandi. Á fundi í Nýju-Delí fyrr í dag með utanríkisráðherra Indlands, óskaði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra formlega eftir því að Indverjar styddu áfram framgang efnahagsáætlunar Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann þakkaði jafnframt hversu vel Indverjar hefðu brugðist við óskum íslensku ríkisstjórnarinnar um liðsinni þegar langar tafir urðu á afgreiðslu áætlunarinnar á fyrri stigum Icesave-málsins.. Ráðherrarnir fögnuðu umtalsverðri aukningu í viðskiptum milli ríkjanna og ræddu leiðir til að efla þau enn frekar, m.a. með því að flýta gerð fríverslunarsamnings milli Indlands og EFTA-ríkjanna. Utanríkisráðherra Indlands óskaði eftir frekara samstarfi við Íslendinga á sviði sjávarútvegs og nefndi sérstaklega uppbyggingu fiskimjölsverksmiðja á sjávarútvegssvæðum Indlands og tækni varðandi pökkun og merkingu fiskafurða. Ráðherrarnir bundust fastmælum um að næsta skrefið í frekari samvinnu á sviði sjávarútvegs yrði að indversk stjórnvöld myndu senda indverska sérfræðinga til náms við sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins

Þriggja ára samningar ómögulegir án aðkomu ríkisins

Samtök atvinnulífsins telja að besti kosturinn fyrir þjóðina sé að atvinnuleiðin verði farin út úr kreppunni og að sátt skapist um að atvinnulífið verði tekið úr handbremsu. Í tilkynningu frá SA segir að mikilvægur þáttur þeirrar leiðar sé gerð kjarasamninga til þriggja ára sem SA vinna enn að því að gera. Þá segir að samningaviðræðum hafi ekki verið slitið og hafa aðilar rætt saman þótt tímabundið hlé hafi verið gert á formlegum fundum fyrir páska.

Gaf kvennadeild Landspítalans fullkominn blóðþrýstingsmæli

Í tengslum við landssöfnun Lífs, styrktarfélags kvennadeilda Landspítala, gaf Icepharma félaginu veglega gjöf sem er fullkominn stafrænn blóðþrýstingsmæli á standi með súrefnismettunarmæli og eyrnahitamæli. Verðmæti tækisins er um 600.000 krónur. Tækið kemur sér afar vel við umönnun veikra sjúklinga til dæmis veikar konur með meðgöngueitrun eða önnur alvarleg vandamál og einnig eftir skurðaðgerðir.

Þjófagengi á Vestfjörðum kveikti í sinu og gömlum jeppa

Lögreglan á Vestfjörðum handtók í gær fjórar manneskjur vegna gruns um aðild að fjölda innbrota og skemmdarverka í Ísafjarðarbæ yfir páskahátíðina. Þar var meðal annars um að ræða tvö innbrot á páskadag í verslanir í Bolungarvík þar sem ýmsum söluvarningi var stolið, og rúða brotin í sendiferðabíl sem tilheyrði annarri versluninni. Á annan dag páska var eldur borinn að gamalli númerslausri jeppabifreið í Bolungarvík, og bifreiðin gjörónýt á eftir. Þá var fyrr um nóttina kveikt í sinu í Bolungarvík en greiðlega gekk að slökkva þann eld. Skemmdarverkahrinan hófst hins vegar á laugardag þegar kveikt var í sinu í Seljalandsdal á Ísafirði, og gekk einnig greiðlega að slökkva hann. Þau fjögur handteknu játuðu öll aðild sína að þessum málum og var þeim sleppt að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi. Lögregla fann hluta þýfisins, sem verður skilað til eigenda. Þau hafa öll áður komið við sögu lögreglu vegna ýmissa brota.

Gulleplið veitt í fyrsta sinn

Á morgun mun mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, afhenda í fyrsta sinn framhaldsskóla á Íslandi Gulleplið - sem er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi störf í þágu heilbrigðis og hollustu

Salan á Costello fer vel af stað

"Salan á Costello fór rosalega vel af stað," segir Jóna Björk Gunnarsdóttir, miðasölustjóri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Klukkan tólf á hádegi hófst miðasala á tónleika Elvis Costello sem fram fara 21. nóvember. Miðar á tónleikana kosta allt frá 6.900 krónum og upp í 12.900 krónur, eftir því hvar í salnum fólk vill sitja. Tónleikarnir fara fram í stærsta sal Hörpu, Eldborg. Aðspurð segir Jóna Björk enn ekki uppselt á nein svæði. Hún segist ekk Costello er fjórði erlendi dægurtónlistarmaðurinn sem tilkynnt hefur verið um að haldi tónleika í Hörpu. Hinir eru Jamie Cullum, Cyndi Lauper og Afro Cubism.

Áhyggjur vegna brúðkaupsmótmæla

Breska lögreglan hefur áhyggjur af tveim hópum sem vilja hafa sig í frammi þegar Vilhjálmur prins og Kate Middleton gifta sig á föstudaginn. Annarsvegar eru það samtök múslima sem kalla sig Múslimar gegn krossferðum. Þau sætta sig ekki við skilyrði sem lögreglan hefur sett fyrir því að þau fái leyfi til mótmælastöðu.

Önnur skipalest til Gaza strandarinnar

Stuðningsmenn palestínumanna á Gaza ströndinni ætla að senda fimmtán skipa lest til strandarinnar í næsta mánuði til að reyna að rjúfa hafnbann Ísraela.

Hjólað í vinnuna - skráning hafin

Árlega átakið „Hjólað í vinnuna" fer fram dagana 4. til 24. maí og hefur verið opnað fyrir skráningu. Fyrirtæki geta því byrjað að setja saman lið og skrá þau til leiks. Markmið verkefnisins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið að þessu verkefni frá árinu 2003 og fjölgar þátttakendum ár frá ári. Fyrsta árið tóku þátt 45 vinnustaðir en í fyrra voru þeir 551. Nánari upplýsingar um verkefnið og skráningu er að finna á heimasíðunni www.hjoladivinnuna.is http://www.hjoladivinnuna.is

Þriggja milljóna styrkur til rústahópsins

Aurora velgerðasjóður hefur veitt Rústahópi Björgunarsveitarinnar Ársæls þriggja milljón króna styrk til tækjakaupa. Sveitin tók meðal annars þátt í björgunaraðgerðum á Haítí í kjölfar jarðskjálftans í janúar 2010 en þeir voru með fyrstu björgunarsveitum á svæðið. Komið var að ýmsu viðhaldi og endurnýjun á þeim sérhæfða búnaði sem hópurinn hefur yfir að ráða Styrkur sem þessi gerir rústahópnum kleift að efla til muna þann búnað sem nauðsynlegur er til rústabjörgunar og því ljóst að styrkurinn verður mikil lyftistöng fyrir hópinn sem stendur nú mjög vel að vígi þegar kallið kemur. Rústabjörgunarsvetin Ársæll er hluti af Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar og sinnir óveðursaðstoð, viðbrögðum við jarðskjálftum og ofanflóðum í byggð á landsvísu. Fulltrúar Auroru velgerðasjóðs fengu skoðunarferð um húsakynni Rústahópsins Ársæls nú í vikunni og afhentu um leið nýja búnaðinn sem er sérhæfð leitarmyndavél, línubjörgunarbúnaður, kjarnaborvél, naglabyssa, steinsög og sérhannaðir bakpokar fyrir aðila er sinna rústabjörgun.

Íslenska ríkið gæti þurft að greiða gengislánaskuldurum skaðabætur

Íslenska ríkið - en ekki fjármálafyrirtæki - gæti þurft að greiða gengislánaskuldurum skaðabætur, fallist eftirlitsstofnun EFTA á það sjónarmið grasrótarsamtaka að ríkið hafi brotið á rétti neytenda með því að lögbinda seðlabankavexti á ólögleg gengislán.

Segir skotgrafahernað SA hafa gengið of langt

Formaður Starfsgreinasambandsins segir verkafólk grípa til verkfallsvopnsins verði ekki gengið frá nýjum kjarasamningum á næstunni. Það sé ekki hægt að búa við það lengur að skotgrafarhernaður stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins haldi launafólki í gíslingu.

Kannabisræktandi handtekinn

Lögreglan á Selfossi stöðvuðu kannabisræktun í Flóahreppi fyrir helgi. Lögreglan fann sautján fullvaxta kannabisplöntur eftir að þeim barst ábending um að kannabisrætkun væri stunduð á bæ í hreppnum.

Norðmenn sagðir hafa rústað höll Gaddafis

Það voru norskar orrustuþotur sem lögðu höfuðstöðvar Moammars Gaddafist í rúst aðfararnótt mánudagsins, sað sögn bandarísku fréttastofunnar NBC. Talsmaður norska flughersins vildi ekki staðfesta þetta í samtali við norska blaðið Aftenposten.

Fjarðabyggð fær undanþágu vegna gæslu við sundlaugar

Umhverfisráðuneytið hefur veitt Fjarðabyggð undanþágu frá þeirri reglu að gæslumaður í sundlaug sinni ekki afgreiðslustörfum samhliða. Fjarðabyggð óskaði eftir undanþágu frá þessari reglu í sundlaugunum á Eskifirði, Norðfirði og Stöðvarfirði, á þeim tímum þegar aðsókn er sem minnst í laugarnar. Ráðuneytið veitti hins vegar ekki undanþágu frá reglum um aldursviðmið, en þess er krafaist að börn þurfi að vera orðin 10 ára til að fara ein í sund. Fjarðabyggð hafði óskað eftir því að miðað væri við árið sem börnin verða 10 ára en ekki fæðingardaginn, eins og reglugerði segir til um.

Troy Davis bíður enn aftöku

Amnesty International hvetja til þess að Bandaríkjamaðurinn Troy Davis verði ekki tekinn af lífi og að hann fái að njóta sanngjarnar málsmeðferðar. Á íslenskri vefsíðu samtakanna hafa þegar 316 manns skrifað undir áskorun þessa efnis. Troy Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir morð á lögreglumanni í Savannah í Georgíu-ríki. Á vef Amnesty International segir að hann hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu og flest vitna ákæruvaldsins, sem báru vitni gegn honum við réttarhöldin, hafa síðar dregið framburð sinn til baka eða gerst sek um mótsagnakenndar yfirlýsingar. Samkvæmt Amnesty leikur grunur á að sum þeirra hafi sætt þrýstingi frá lögreglunni að gefa framburðinn. Árin 2007 og 2008 var þrisvar settur aftökudagur á Troy Davis, sem var svo frestað þegar einungis voru nokkrir dagar eða klukkustundir í aftökuna. http://www.amnesty.is/undirskriftir

Vinna jafnréttisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ

Launadeild Ísafjarðarbæjar hefur verið falið að afla upplýsinga um fjölda karla og kvenna sem starfa hjá bæjarfélaginu, launamun kynjanna og skiptingu veikindadaga milli kynjanna. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti þetta á síðasta fundi sínum. Ragnhildur Sigurðardóttir bæjarfulltrúi lagði þar fram tillögur um hvernig staðið verði að fyrsta áfanga við gerð jafnréttisáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ. Þá hefur skóla- og fjölskylduskrifstofu bæjarins hefur verið falið að senda spurningalista til stofnana og deilda innan Ísafjarðarbæjar og safna svörum saman um vinnuumhverfi, vinnutíma, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, hæfniþróun og menntun. Í fundargerð félagsmálanefndar segir að tillögur Ragnhildar séu settar fram "Til að hægt sé að greina hvort starfsmönnum Ísafjarðarbæjar sé mismunað á grundvelli kyns, þarf ákveðin vitneskja, um aðstæður og störf starfsmanna að vera til staðar. Því er lagt til við félagsmálanefnd að fyrsti áfangi við gerð jafnréttisáætlunar verði kortlagning og þekkingaröflun, þar sem upplýsingar verða greindar eftir kyni.“

Hárþjófa leitað

Lögreglan í Chicago leitar þjófa sem brutust inn í vöruskemmu í eigu snyrtifyrirtækis og stálu miklu magni af hári.

Safna fyrir skýli í Úkraínu

Forseti Úkraínu hefur beðið um fjárhagslega aðstoð til þess að byggja skýli í kringum kjarnaofnana í Tsjernóbýl.

Jarðskjálfti í Indónesíu

Talsverð skelfing greip um sig í nótt þegar jarðskjálfti skók jörðu í Indónesíu. Samkvæmt bandarískum vísindamönnum mældist jarðskjálftinn um 5,4 á richter. Upptök hans voru neðansjávar, um 140 kílómetra frá borginni Cirebon.

Vara bandaríska ríkisborgara í Sýrlandi við

Bandarísk stjórnvöld hvetja bandarískra þegna í Sýrlandi að yfirgefa landið hið allra fyrsta. Mikil átök eru á milli mótmælenda og stjórnvalda í Sýrlandi þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að sefa mótmælendur meðal annars með því að aflétta herlögum sem voru í gildi í áratugi.

20 börn í Guantanamó

Meðal þeirra hundrað og fimmtíu manna sem sátu saklausir í hinu alræmda Guantanamó fangelsi á Kúbu voru 20 börn samkvæmt leyniskjölum Wikileaks.

Dingó-hundar meiddu barn í Ástralíu

Stjórnvöld í Queensland í Ástralíu ætla að lóga tveimur Dingó-hundum sem réðust á þriggja ára stúlkubarn á strönd á Fraser eyju í gær.

Jimmy Carter kominn til Norður-Kóreu

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til Norður-Kóreu í dag ásamt föruneyti til þess að hefja samningaviðræður við leiðtoga landsins, Kim Jong Il og son hans Kim Jong Un.

Japanskir bændur mótmæla vegna geislamengunar

Rúmlega 200 bændur sem búa í grennd við kjarnorkuverið í Fukushima, komu saman með hjörð af nautgripum í Tokýó í dag, og kröfðust þess að ríkisstjórnin bætti þeim skaða af geislamengun frá kjarnorkuverinu.

Ítalir taka þátt í hernaði gegn Líbíu

Ítalir hafa samþykkt að taka þátt í hernaðinum í Líbíu. Það var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu sem tilkynnti Barack Obama Bandaríkjaforseta þetta í gær.

Stjórnvöld Sri Lanka sökuð um stríðsglæpi

Í skýrslu sem gerð var fyrir Sameinuðu þjóðirnar koma fram ásakanir um að stjórnvöld á Sri Lanka hafi framið stríðsglæpi árið 2009. Þá eru Tamíl tígrar sakaðir um að nota almenning sem mennska skildi.

Fjórir grímuklæddir menn réðust á tvo menn í Fischersundi

Fjórir grímuklæddir menn réðust á tvo menn í Fischersundi í Reykjavík um eitt leytið í nótt vopnaðir barefli. Mönnunum tókst að stökkva árásarmönnunum á flótta og komu sér sjálfir á slysadeild til aðhlynningar og létu lögreglu vita.

Áfangaheimili Ekron lokað

Stjórn Ekron, kristilegra samtaka sem annast meðal annars starfsþjálfun og endurhæfingu óvirkra vímuefnaneytenda, hefur ákveðið að loka áfangaheimili samtakanna. Þetta staðfestir Hjalti Kjartansson, forstöðumaður Ekron, en hann var í síðasta mánuði kærður til lögreglu fyrir meint kynferðisbrot.

Kæra bæinn fyrir að hygla heimamönnum

„Ég vísa ásökunum um fyrirgreiðslupólitík og spillingu á bug,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, um ásakanir Jóns Ármanns Steinssonar forsvarsmanns byggingarverktakans Hamarsfells.

Lokun flugvalla var réttlætanleg

„Við sýndum fram á að þessi gjóska er mjög fínkornótt þannig að hún barst langt með loftstraumum,“ segir Sigurður R. Gíslason, jarðvísindamaður við Háskóla Íslands, sem stjórnaði ásamt Susan Stipp við Kaupmannahafnarháskóla rannsókn á gjóskunni úr eldgosinu í Eyjafjallajökli á síðasta ári.

Útilokar samning til eins árs

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, útilokar að gengið verði að tilboði Starfsgreinasambandsins um kjarasamning til eins árs og hækkun lágmarkslauna í tvö hundruð þúsund krónur.

Trúnaður yfir endurfjármögnun láns

Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill ekki ræða um endurfjármögnun 4,3 milljarða króna láns sem var á gjalddaga 7. apríl síðastliðinn. Tillaga um að koma málinu á dagskrá var felld á bæjarstjórnarfundi í dymbilvikunni.

Þorskur í hjarðeldi vex þrefalt hraðar

Tilraunir með hjarðeldi á þorski í Arnarfirði benda til að slíkt eldi sé arðbært. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli erlendis og meðal annars fengið umfjöllun í fréttadálki hins virta vísindatímarits Nature.

Aldarfjórðungur frá slysinu í Tsjernobyl

Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum.

Krókódíll inni á klósetti

Kona í Flórída fékk vægt sjokk þegar hún kom heim til sín og fann stærðarinnar krókódíl inni á klósetti. Kvikindið hafði troðið sér inn um litla hurð sem ætluð er heimilisköttunum og hafði komið sér vel fyrir inni á klósetti. Konan rauk út úr íbúðinni og hringdi á lögregluna en hún óttaðist um kettina sína tvo. Krókódíllinn hafði þó fúlsað við kisunum sem voru heilar á húfi en þó nokkuð skelkaðar. Króksi var síðan handsamaður og fluttur út í fenin sem umlykja bæinn.

Ofurhugi lést þegar fallbyssuskot fór úrskeiðis

Breskur ofurhugi lét lífið í dag þegar hann lét skjóta sér út úr fallbyssu í skemmtigarði í Kent sýslu á Englandi. Öryggisnet sem átti að taka fallið af manninum brást með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn var fluttur á spítala en var úrskurðaður látinn við komuna þangað. Atriðið var hluti af ofurhugasýningu sem haldið hefur verið úti frá árinu 1991. Öllum sýningum hópsins hefur nú verið frestað uns rannsókn fer fram á slysinu.

Hjálmar og Ingimar í kjöri til formanns BÍ

Tveir hafa lýst yfir framboði til formanns Blaðamannafélags Íslands. Núverandi formaður, Hjálmar Jónsson, hefur lýst því yfir að hann sækist eftir endurkjöri og þá hefur Ingimar Karl Helgason boðið sig fram. Kosið verður á milli þeirra Hjálmars og Ingimars á aðalfundi félagsins sem fram fer á fimmtudaginn kemur.

Óperudraugurinn í Miðgarði

Skagfirðingar æfa nú af fullum krafti Óperudrauginn eftir Andrew Lloyd Webber en verkið verður frumsýnt í félagsheimilinu Miðgarði um næstu helgi. Það er hin góðkunna leikkona Guðrún Ásmundsdóttir sem leikstýrir. Það er sönghópurinn Draumaraddir norðursins og ópera Skagafjarðar sem standa fyrir uppfærslunni sem er ansi metnaðarfull.

Sjá næstu 50 fréttir