Fleiri fréttir

Valið væri auðveldara með lélegri samning

Ef Icesave-samninganefndin undir forystu Lee Buchheit hefði ekki náð jafngóðum samningum við Breta og Hollendinga og raun ber vitni hefði Alþingi – og nú íslenska þjóðin – staðið frammi fyrir mun auðveldari ákvörðun við afgreiðslu málsins. Þetta sagði Buchheit á fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær.

Þóttist bakfæra símakort

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Manninum er gefið að sök að hafa sem starfsmaður í verslun 10-11, Hraðkaupum, í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, dregið sér samtals kr. 155.500. Aðferðin sem hann notaði var að bakfæra greiðslur undir því yfirskyni að verið væri að skila símakortum.

Boðar varkárni vegna undanþága

Forsætisráðherra segir að fara verði varlega þegar rætt sé um að veita fólki undanþágu vegna veitingar ríkisborgararéttar og fara verði að öllu með gát.

Sama áhættan tapist dómsmál

Kostnaðarmat samninganefnda Íslands í Icesave-deilunni byggir fyrst og fremst á varfærnu mati skilanefndar Landsbankans.

Ekkert minnst á Helguvík

Ekki er minnst einu orði á álversframkvæmdir í Helguvík í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga, sem lögð voru fram sem trúnaðarmál á fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær.

Vilja skapa 10 þúsund störf á þremur árum

Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær.

Nei kostar tugi milljarða á ári

Ef Icesave-samningnum er hafnað má búast við að lánshæfiseinkunn Íslands fari í ruslflokk og þá hækkar fjármögnunarkostnaður opinberra aðila um tugi milljarða króna, segir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Ísland verði vistvænna

Aprílmánuður á að verða grænasti mánuður ársins í átaki sem samtökin Grænn apríl standa fyrir.

Kostnaðurinn ekki þekkt stærð

Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum.

Samstarf um miðlun vísinda

Vísindavefur Háskóla Íslands og Landsvirkjun hafa undirritað samning um samstarf á sviði vísindamiðlunar.

Ráðherra gegn gúmmíkurlinu

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á næstunni gefa út tilmæli um að hætt verði að nota gúmmíkurl unnið úr notuðum bíldekkjum á gervigrasvelli hér á landi. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur á þingi fyrr í vikunni.

Neituðu að tjá sig um ákærur

Fyrstu tveir af „rokkurunum“ sextán, meðlimum í Vítisenglum eða AK81 sem ákærðir eru fyrir morðtilraunir og margvíslega aðra glæpi, voru kallaðir til vitnis í réttarsal í gær en neituðu að tjá sig.

Líkin finnast enn út um allt

"Við erum að finna lík út um allt – í bifreiðum, í ám, undir rústum og úti á götum,“ segir lögreglumaður í Fukushima, sem varð afar illa úti í hamförunum 11. mars.

Þyngdaraflið sterkast á Íslandi

Þyngdaraflið er sterkast á tveimur svæðum jarðar: Annars vegar á nokkuð stóru svæði í Atlantshafinu, sem nær rétt norður fyrir Ísland og alla leið suður að Azoreyjum, hins vegar á svæði norður af Ástralíu allt frá Filippseyjum og austur að Fídjíeyjum í Suður-Kyrrahafi.

Líbískir ráðamenn flýja

Flestir æðstu embættismenn Múammars Gaddafí eru sagðir vilja flýja landið, en komast hvergi vegna strangrar öryggisgæslu og erfiðleika við að ferðast.

Átökin nálgast höfuðborgina

Harðir bardagar geisuðu í gær í næsta nágrenni Abidjans, sem er stærsta borg Fílabeinsstrandarinnar og í reynd höfuðborg landsins.

Brimnes sigldi fram á hvítabjörn

Skipverjar á togaranum Brimnesi RE sigldu fram á ísbjörn í Smugunni á mánudaginn. Frá þessu greinir fréttavefurinn 640.is.

Niðurskurður ógnar flugöryggi á Íslandi

"Helstu áhættuþættir flugs á Ís­landi í dag eru að mínu mati tengdir hinu opinbera, þar á meðal innan­ríkisráðuneytinu, rekstrarfélagi flugum­ferðarþjónustu og flugvalla á Íslandi – ISAVIA og Landhelgisgæslu Íslands og því fjárhagsumhverfi sem þessum stofnunum er gert að vinna í,“ skrifar Kári Kárason, fráfarandi formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), í fréttablað félagsins.

Ég var alltaf að drífa mig svolítið

Ólafur Jóhannesson er sennilega einn afkastamesti kvikmyndagerðarmaður landsins þótt honum sé eflaust lítið um þann titil gefið sjálfum. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við leikstjórann um nýja sýn á kvikmyndagerðina og leiðina heim til Búðardals.

Eins og að deila við dómarann

Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann.

Bæjarstjóri gerir stuðsamning

"Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar skulu stuðla að óæskilegri hegðun og almennum kjánaskap meðan á hátíðinni stendur, meðal annars með því að dansa kjánalega, trufla hljómsveitir og ganga á fjörur við sjálft tónlistarfólkið.

Inspired by Iceland meðal ástæða fyrir umsókn tímenninganna

"Ég varð mjög heillaður af Inspired by Iceland herferðinni sem og skjólstæðingar mínir,“ sagði lögfræðingurinn David Lesperance, um eina af þeim ástæðum að tíu auðugir einstaklingar hafi sótt um ríkisborgararétt hér á landi fyrir sig og börnin sín.

Gullgæsir vilja verpa á Íslandi

Erlendir fjárfestar sem sótt hafa um íslenskan ríkisborgararétt njóta liðsinnis bandaríska lögfræðingsins Davids Lesperance. Hann sérhæfir sig í ráðgjöf um hvernig menn geta fengið ríkisborgararétt í löndum þar sem skattkerfið er þeim hagstætt.

Símhlerunum beitt í meintu samráði

Símhlerunum var beitt í tengslum við rannsókn á samkeppnisbrotum Byko og Húsasmiðjunnar en þannig tókst lögreglu að afla mikilvægra sönnunargagna um meint samkeppnisbrot.

Viðræður um kísilver á Bakka

Þýskt fyrirtæki er í viðræðum við Landsvirkjun um að reisa kísilverksmiðju við Húsavík, sem myndi skapa um eitthundrað störf. Þjóðverjarnir voru fyrir norðan í gær að kynna sér aðstæður.

Ætla að flýta vegaframkvæmdum og skapa ný störf

Ríkisstjórnin ætlar að flýta vegaframkvæmdum til að skapa ný störf og er markmiðið að ná atvinnuleysinu niður í fimm prósent. Þá á að auka opinberar framkvæmdir um fimmtíu prósent, en það er meðal tillagna til að höggva á hnút kjaraviðræðna. Engar beinar lækkanir verða á tekjuskatti fyrirtækja eða einstaklinga.

Aníta Líf komin til hafnar

Eftirlitsbáturinn Baldur, sem er á vegum Landhelgisgæslunnar kom til hafnar með fiskibátinn Anitu Lif í togi laust eftir klukkan fimm í dag. Aníta Líf sökk norður af Akurey á laugardag.

Íris Lind þiggur sæti í stjórnlagaráði

Íris Lind Sæmundsdóttir hefur samþykkt boð stjórnlagaráðs um að taka sæti í ráðinu. Fyrr í vikunni höfðu 24 af þeim 25 sem landskjörstjórn úthlutaði sæti í kosningu til stjórnlagaþings 27. nóvember síðastliðinn þekkst boð Alþingis um að taka sæti í stjórnlagaráði. Stjórnlagaráð er því fullskipað og mun koma saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 6. apríl klukkan tvö. Íris Lind tekur sæti í ráðinu fyrir Ingu Lind Karlsdóttur.

Sýknaður af kynferðisbroti gegn fimm ára stelpu

Hæstiréttur sýknaði í dag karlmann af ákæru um kynferðisbrot. Hann var sakaður um að hafa berað á sér kynfærin fyrir framan fimm ára stúlku og látið hana afklæðast að hluta og káfað á líkama hennar, þar með talið á kynfærum hennar og rassi utan klæða.

Koma með bátinn sem sökk

Eftirlitsbáturinn Baldur, sem er á vegum Landhelgisgæslunnar, siglir nú með pramma Köfunarþjónustunnar til Reykjavikur með fiskibátinn Anitu Lif sem sökk norður af Akurey á laugardag. Með i för eru fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa og tryggingafelags. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hafa aðgerðir staðið yfir frá því snemma i morgun. Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu niður ad bátnum og könnuðu ástand hans og umhverfi áður en settar voru festingar i bátinn og hann hífður upp. Gengu aðgerðir ágætlega. Áætlað er ad koma ad bryggju um klukkan fimm. Búist er við að hann komi að Miðbakka.

Athafnamaður úthrópaður sonur Satans

"Ég er bara aumur frumkvöðull sem er að reyna að sækja erlent fjármagn til fjárfestinga á Íslandi," segir Sturla Sighvatsson, framkvæmdastjóri Northern Lights Energy. Hann segist vera orðinn úthrópaður sem sonur Satans í bloggheimum eftir að hann kom fram í Kastljósi í gær og mælti fyrir hópi fjárfesta sem vilja fá íslenskan ríkisborgararétt gegn því að fjárfesta hér í miklum mæli, meðal annars í endurnýtanlegri orku. Sturla var gestur þeirra Þorkels Mána Péturssonar og Frosta Logasonar í þættinum Harmageddon á X-inu nú síðdegis. Þar sagði Sturla að íslenskir athafnamenn hafi að fyrra bragði leitað til lögmannsins David S. Lesperance sem síðan hafi komið saman tíu manna hópi fjarfesta sem eru áhugasamir um að fjárfesta á Íslandi. Umræða um þessa erlendu fjárfesta hefur verið á mjög neikvæðum nótum í dag og margir eru afar tortryggnir. Þá hefur Sturla einnig verið gagnrýndur fyrir að tala máli þessa fólks. Á Harmageddon sagðist hann ekki þekkja fjárfestana persónulega en hann hefði vissulega hitt marga þeirra þegar þeir hafa heimsótt landið. Hann segir ekki taka því að hafa áhyggjur af eigin orðspori í þessu sambandi því þegar sé búið að taka hann af lífi. "Það er nú þegar búið að hengja mig í bloggheimum. Ég er klárlega mjög vondur maður fyrir það að laða fólk og fjármagn til Íslands. Ég er úthrópaður sonur Satans á hinum ýmsu síðum," segir Sturla sem virðist ekki taka þessar upphrópanir mjög nærri sér, enda eigi þær ekki við nein rök að styðjast. "Ég vil ekki frekar en nokkur annar að það komi hingað til landsins einhverjir glæpasnúðar," segir hann og telur sig hafa aflað sér það mikilla upplýsinga um fjárfestana að hann geti staðhæft að þarna séu ekki glæpamenn á ferð.

Borgarstjóri mælti fyrir björgunarpakka vegna OR

Jón Gnarr borgarstjóri mælti fyrir tillögum um björgunaraðgerðir til handa Orkuveitu Reykjavíkur á aukaborgarstjórnarfundi sem nú fer fram. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg veiti Orkuveitu Reykjavíkur lán að fjárhæð átta milljarðar króna hinn 1. apríl næstkomandi og að fjárhæð fjórir milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2013.

Fundu 20 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Grafarvogi. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 20 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Húsráðendur, tveir karlar á þrítugsaldri, voru yfirheyrðir á vettvangi og játuðu þeir aðild sína. Málið telst upplýst, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.

Almannagjá lokað - ný sprunga kom í ljós

Starfsmenn þjóðgarðsins á Þingvöllum uppgötvuðu um daginn nýja sprungu í Almannagjá. Lítil hola hafði myndast á göngustígnum í gjánni en þegar betur var að gáð reyndist um sprungu að ræða, 10 til 14 metra djúpa sem teygir sig til suðurs undir göngustígnum.

Musa Kusa fær ekki friðhelgi

Stjórnvöld í Bretlandi segjast ekki hafa í hyggju að bjóða Musa Kusa, hinum brottflúna utanríkisráðherra Líbíu, friðhelgi en líkur eru taldar á því að hann verði kærður fyrir stríðsglæpi sem einn æðsti ráðamamaður Líbíu síðustu ár og stjórnandi líbísku leyniþjónustunnar um tíma.

Frambjóðendur hafna vangaveltum um kosningasvindl

Nokkrir frambjóðendur til formanns og stjórnar VR í nýafstöðnum kosningum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem vangaveltum um kosningasvindl er vísað á bug. Tveir aðrir frambjóðendur sögðust í viðtali við DV fyrr í dag vilja láta rannsaka kosningarnar til þess að skera úr um hvort brögð hafi verið í tafli. Frambjóðendurnir sem nú stíga fram segjast hinsvegar þeirrar skoðunar að vel hafi verið staðið að kosningunum og spyrja þau hvort ekki sé nóg komið „af svona vinnubrögðum.“

Sjá næstu 50 fréttir