Fleiri fréttir

Spjaldtölvum um að kenna

Sala á einkatölvum dróst saman um 1,1 prósent á heimsvísu á fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt upplýsingum markaðsrannsóknafyrirtækisins Gartner. Salan hefur ekki verið daprari í eitt og hálft ár.

Mikil hálka á götum borgarinnar

Þó að vorið sé að nálgast þá er veturinn ekki alveg farinn því mikil hálka er nú á götum höfuðborgarsvæðisins.

Fyrsta hljóðprufan í Hörpunni á morgun

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun ganga fylktu liði frá Háskólabíói niður í Hörpu þar sem fyrsta hljóðprufa í nýjum tónleikasal fer fram. Mikil gleði verður í göngunni og mæta lúðraþeytarar með lýðra og lýrur.

Þjáist af arfgengri heilablæðingu: Læt ekkert stoppa mig

„Ég ætla að gera allt sem mig langar til að gera og læt ekkert stoppa mig,“ segir María Ósk Kjartansdóttir, ung kona sem þjáist af arfgengri heilablæðingu, en sjúkdómurinn dregur flesta þá sem af honum þjást til dauða um þrítugt.

Forseti Tékklands stelur penna - myndband

Myndband af Václav Klaus, forseta Tékklands, fer nú eins og eldur um sinu á veraldarvefnum. Myndbandið sýnir forsetann stela penna þegar hann var í opinberri heimsókn í Chíle á dögunum.

Nefndi dóttur sína Facebook

Egyptinn Gamal Ibrahim fór heldur furðulega leið þegar hann var að leita að nafni á nýfædda dóttur sína á dögunum.

Guðmundur vill að framsókn gangi til liðs við ríkisstjórnina

Guðmundur Steingrímsson tekur undir orð Sivjar Friðleifsdóttur og vill að Framsóknarflokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina. Hann segir tímabært að gerður verði nýr stjórnarsáttmáli og ríkisstjórnin auki styrk sinn á Alþingi.

Íbúðalánasjóður verðmetur eignir of hátt

Alþingi samþykkti nýverið 110 prósent leið Íbúðalánsjóðs og hafa nú þegar skuldir sextíu einstaklinga verið leiðréttar en um tvö hundruð hafnað. Ekki eru allir sáttir við þetta úrræði.

Lilja íhugar að stofna stjórnmálaflokk

Lilja Mósesdóttir íhugar nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hún segist kanna alla möguleika er varða framtíð sína í stjórnmálum. Þá mun hún stofna nýjan þingflokk ásamt Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Það verður þó ekki gert formlega fyrr en Alþingi kemur saman að loknu páskaleyfi. Hún segir starf þingflokksformanns ekki vera eftirsótt meðal þremenningna.

Búast við flóðbylgju ferðamanna undir Eyjafjöllum

Eitt ár er í dag liðið frá upphafi eldgossins í toppgíg Eyjafjallajökuls. Í byggðunum undir eldfjallinu takast Eyfellingar enn á við afleiðingarnar um leið og þeir búa sig nú undir flóðbylgju ferðamanna.

Larry King kemur til Íslands

Þáttastjórnendakóngurinn Larry King ætlar að koma til Íslands föstudaginn 23. september næstkomandi og halda stórskemmtilega sýningu fyrir Íslendinga. Sýningin verður haldin í Hörpunni.

Dómar mildaðir yfir kannabisræktendum

Hæstiréttur mildaði í dag dóma yfir tveimur mönnum sem dæmdur höfðu verið í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraði. Fannst Hæstarétti réttara að dæma mennina í 14 mánaða fangelsi en þeir voru dæmdir fyrir að setja upp fullkomna ræktunarstöð fyrir kannabisplöntur í Þykkvabæ sem lögregla upprætti árið 2009. Um fimmhundruð kannabisplöntur fundust á staðnum, tæplega þrú kíló af kannabislaufum og um 11 grömm af hassi.

Við tökum ekki aftur við Líbíu

Bandaríkjamenn báru hitann og þungan af fyrstu árásunum á Líbíu sem hófust 19. mars síðastliðinn. Á annaðhundrað stýriflaugum var þá skotið á herstöðvar og margvísleg hernaðarmannvirki á ströndum landsins.

Stjórnin sprungin ef Þráinn forfallast

Forfallist Þráinn Bertelsson af þingi er ríkisstjórnin sprungin. Þráinn var kjörinn á þing fyrir Borgarahreyfinguna. Hann sagði sig úr þeim félagsskap og gekk til liðs við VG. Félagar hans í Borgarahreyfingunni stofnuðu hins vegar Hreyfinguna. Katrín Snæhólm Baldursdóttir, varamaður Þráins á þingi, fylgir þingmönnum Hreyfingarinnar að máli.

Fær greiddar bætur vegna skipunar í héraðsdóm

Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið og Árna M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, til að greiða Guðmundi Kristjánssyni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna skipunar í embætti Héraðsdóms Norðurlands eystra í lok árs 2007.

Reykjadalur í Mosfellsdal hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis í dag. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin. Þetta er í sjötta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin en þau eru veitt í fjórum flokkum auk heiðursverðlauna.

Nagladekk bönnuð eftir morgundaginn

Nagladekk eru bönnuð á götum Reykjavíkur eftir morgundaginn. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar segir að engin ástæða sé til að vera á nöglum í borginni enda hafi slíkum hjólbörðum stórlega fækkað á liðnum árum. Um 34% bifreiða reyndust á nöglum í marsmánuði. Nagladekk spæna upp malbik margfalt hraðar en önnur dekk og eru áhrifamikill valdur að svifryki í Reykjavík. Lögreglan hefur heimild til að sekta ökumenn fyrir notkun nagladekkja eftir 15. apríl.

Íslandsbanki styrkir Special Olympics

Íslandsbanki og Íþróttasamband fatlaðra hafa undirritað samstarfssamning þess efnis að Íslandsbanki verði einn af aðal styrktaraðilum samtakanna vegna Special Olympics á Íslandi. Undirritunin fór fram í útibúi Íslandsbanka við Gullinbrú, sem er aðal viðskiptaútibú Íþróttasambands fatlaðra. Íslandsbanki og forverar hans hafa stutt ÍF og Special Olympics allt frá árinu 2000.

Dómsmál skapa óvissu um útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans

Alls óvíst er hvenær verður nákvæmlega hægt að byrja að greiða út úr þrotabúi Landsbankans. Það er háð því að Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að innistæður séu forgangskröfur líkt og neyðarlögin gerðu ráð fyrir og að neyðarlögin haldi að öðru leyti.

Verzlingar halda peysufatadaginn hátíðlegan

Nemendur 4. bekkjar Verzlunarskóla Íslands halda peysufatadaginn hátíðlegan í dag. Dagskráin hófst í Bláa sal Verzlunarskólans í morgun. Þaðan var haldið á Hlemm og svo gengið niður Laugaveginn að Ingólfstorgi. Þar náði myndatökumaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis þessari mynd af nemendum að dansa við harmónikkuleik. Í kvöld verður svo dansleikur í tilefni dagsins.

ESB umsókn dauð innan ríkisstjórnarinnar eða stjórnin sjálf

Stóru tíðindin eru þau að ríkisstjórnin missti mann frá borði og annaðhvort er ESB-umsóknin dauð innan ríkisstjórnarinnar, eða ríkisstjórnin sjálf. Þetta er mat stjórnmálafræðings á pólitíkinni eftir atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær.

Vilja banna GPS í bílum

Sænsk yfirvöld íhuga að banna GPS leiðsögutæki í bílum. Sænska umferðarráðið villl raunar ganga lengra og setja allsherjarbann á allan rafeindabúnað sem ekki beinlínis þarf til þess að bíllinn fari í gang.

Grunaðir barnaníðingar ganga nú lausir

Mönnunum tveimur sem sátu í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa beitt sjö ára dreng kynferðislegu ofbeldi, eru lausir úr haldi. Lögreglan sleppti þeim seinni part gærdags og eru þeir því frjálsir ferða sinna. Ekki var talin ástæða til að fara fram á framlengingu á varðhaldi sem raunar var í gildi til dagsins í dag, hvorki á grundvelli rannsóknarhagsmuna né almannahagsmuna. Lögreglan hefur meðal annars farið yfir tölvur mannanna og tölvugögn. Grunur lék á að þar væri myndefni með barnaníð að finna en svo var ekki. "Leitin leiddi ekki í ljós neitt efni sem innihélt barnaníð,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn málsins er þó enn í fullum gangi og lögreglan heldur áfram að vinna úr þeim gögnum og upplýsingum sem liggja fyrir. Umræddir menn eru faðir og frændi drengsins sem þeir eru grunaðir um að hafa misnotað. Faðir drengsins á að bak langan sakaferil og hefur meðal annars hlotið dóm fyrir árás á móður drengsins. Þegar mennirnir voru hnepptir í gæsluvarðhald flúði móðirin af heimili sínu ásamt barnsföður sínum, börnum og syninum.

Lilja útilokar ekki stofnun þingflokks með Atla og Ásmundi

Lilja Mósesdóttir útilokar ekki að stofna nýjan þingflokk með þeim Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni. Brotthvarf Ásmundar úr Vinstri grænum kom flatt upp á Atla en Lilja segist skilja afstöðu hans mjög vel. Þingflokksformannsmálið hafi verið kornið sem fyllti mælinn.

Samfélagaverðlaun Fréttablaðsins afhent í dag

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í dag. Verðlaunin verða afhent í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 15. Þetta er sjötta árið í röð sem verðlaunin eru afhent. Yfir þrjú hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum í ár. Veitt verða verðlaun í fimm flokkum; frá kynslóð til kynslóðar, hvunndagshetja ársins, til atlögu gegn fordómum, heiðursverðlaun og samfélagsverðlaunin sjálf. Verðlaunahafar munu fá gsm síma, utan samfélagsverðlaunahafans sem mun fá eina milljón króna.

Aðgerðarleysi bankanna verði ekki liðið

Reglum verður breytt þannig að það hafi í för með sér mikinn kostnað fyrir fjármálafyrirtæki að hafa lán í vanskilum. Þetta verður gert til að þrýsta á fjármálafyrirtæki að vinna úr skuldamálum fyrirtækja.

Traust til fjölmiðla: Vísir sækir á

Í nýrri könnun MMR um traust almennings til fjölmiðla sést að traust til Vísis hefur farið stöðugt vaxandi allt frá efnahagshruninu 2008 þegar nær allir fjölmiðlar glötuðu trausti almennings. Nú segjast 32,7 prósent aðspurðra bera mikið traust til Vísis. Vísir og Fréttablaðið eru einu miðlarnir sem vinna á í trausti.

Jón Gnarr vill ekki tengjast hernaðarbrölti

„Ég er friðarsinni og á móti hernaði í hvaða mynd sem er,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, en hann hyggst ekki taka á móti yfirmönnum af herskipum þýska flotans sem liggja nú við Skarfabakka í Sundahöfn.

Nýtir öll tækifæri til að tala máli Íslands

„Auðvitað hef ég notað öll þau tækifæri sem ég hef haft þegar ég hef sótt fundi erlendis að tala máli íslands," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra við upphaf þingfundar í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði forsætisráðherra hvernig hún hefði staðið að því að kynna málstað Íslands eftir Icesave kosningarnar um helgina. Jóhanna hefur verið gagnrýnd meðal annars fyrir að segja að niðurstaða Icesave kosninganna væri versta mögulega niðurstaðan.

Matfugl svarar neytendum: Enginn fugl í búri

„Hluti neytenda gerir kröfu til þess að geta keypt ómeðhöndlaðar kjúklingabringur meðan aðrir neytendur kjósa að geta fengið safaríkari kjúkling sem inniheldur viðbætt vatn. Við því hefur Matfugl brugðist með að bjóða uppá hvorutveggja. Sem dæmi um það þá framleiðum við kjúklingabringur sem innihalda ekkert viðbætt vatn undir vörumerkjunum Ali og Ferskir kjúklingar. Í öllum tilfellum þar sem vatni er bætt í vörur frá okkur kemur það fram á innihaldslýsingu. " Þetta kemur fram í svari Matfugls til áhugafólks um velferð dýra sem hefur á Facebook-síðu Matfugls óskað eftir upplýsingum um aðbúnað kjúklinga í búum fyrirtækisins. Þá óskuðu umræddir neytendur einnig eftir myndum sem teknar eru í kjúklingabúunum, og hefur Matfugl einnig orðið við því. Myndirnar má sjá hér. http://www.flickr.com/photos/61660020@N07/ Sumir vilja vita sem minnst Ekki hafa þó allir neytendur áhuga á aðbúnaði þeirra dýra sem það síðar neytir. Þannig segir Þorstína Sigurjónsdóttir. „Myndi manni líða betur með að vita að það sem er á diski manns, hafi verið haft sem gæludýr og síðan drepið ? Það hefði verið drepið hvort sem var. Fólk þarf að gera upp við sig hvort það vilji vera grænmetisætur eða ekki. Það er ekkert fagurt við það að ala eitthvað eingöngu með það í huga að drepa það síðan, en svona er það nú samt. Það er ekki heldur vel farið með fiskana í sjónum. Á meðan ég er ekki grænmetisæta, vil ég sem minnst vita um aðbúnað dýra sem ég kýs að borða og ekki myndi ég vilja koma inní sláturhús heldur," segir hún á síðunni. Enginn fugl í búri Í svari Matfugls til neytenda kemur fram að starfsfólk á þeim bænum fagni sýndum áhuga á starfseminni; „Jafnframt viljum við mótmæla tilhæfulausum ásökunum um slæma meðferð á dýrum." Þá er bent á að starfsreglur alifuglaræktar á Íslandi eru settar af Landbúnaðarráðuneytinu og að öll bú eru tekin reglulega út á vegum Matvælastofnunar. „Starfsmenn Matfugls hafa frá upphafi lagt metnað sinn í það að hafa aðbúnað dýranna á búum sínum eins góðan og kostur er í nútíma landbúnaði. Sem dæmi um það hafa dýralæknar verið í fullu starfi hjá okkur frá árinu 1999 og hefur þeirra hlutverk verið að stýra gæðum framleiðslunnar og huga að velferð dýranna. Allur búnaður á búunum er af fullkomnustu gerð og enginn fugl hjá okkur hefur nokkru sinni verið alinn í búrum heldur fá þeir að valsa um húsin að vild," segir í svarinu. Of kalt úti Þeir neytendur sem leituðu eftir upplýsingum frá Matfugli höfðu einnig sérstakan áhuga á vistvænni framleiðslu. „Kjúklingaframleiðsla á Íslandi er nálægt því að vera vistvæn. Það eina sem vantar upp á er að fuglarnir geta ekki gengið inn og út úr húsum. Ástæður fyrir því eru aðallega tvær; annarsvegar að á Íslandi er of kalt fyrir fuglinn til að þrífast utandyra en kjörhitastig í kjúklingaeldi er á bilinu 21-31°C og hins vegar strangar heilbrigðiskröfur varðandi campylobakter til verndar neytendum, en fugl sem gengur úti er oftar en ekki sýktur af campylobakter. Af þessum sökum er ekki í boði að selja ferskan „free range" kjúkling á Íslandi þó að það tíðkist erlendis enda eru heilbrigðiskröfur ekki eins strangar þar," segir í svari Matfugls.

Eiginmaður og sonur Ingibjargar komnir á Norðurpólinn

„Húrra. Hjörleifur og Hrafnkell eru komnir á Norðurpólinn! Hringdu úr gervihnattarsíma áðan þar sem þeir voru staddir á pólnum. Allt hefur gengið að óskum,“ skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína en eiginmaður hennar og sonur eru komnir á Norðupólinn.

Það gengur ekkert lengur að ég heiti Hólmfríður

"Ég er auðvitað ekki ánægður með þetta," segir Hans Miniar Jónsson en mannanafnanefnd hefur hafnað umsókn hans um að nafnið Miniar skuli fært í mannanafnaskrá. Hans Miniar er á lokastigum kynleiðréttingarferlis en sem barn var hann nefndur Hólmfríður. Heimilt er að sækja um nafnabreytingu einu sinni á lífsleiðinni og til stóð að Hans Miniar myndi sækja um að fá nafni sínu breytt í það nafn sem hann gengur nú undir. Eftir að ákvörðun mannanafnanefndar lá fyrir hafði hann val á milli þess að sækja aftur um að Miniar yrði leyfilegt nafn, og þá reyna að fá það í gegn með öðrum rithætti, eða sækja þegar um að fá nafni sínu einfaldlega breytt í Hans Jónsson. "Það gengur ekkert lengur að ég heiti Hólmfríður," segir hann djúpri röddu. "Ekki eins og ég lít út núna," segir hann. Ástæða þess að nafninu Miniar var hafnað er sú að ritun þess samræmist ekki í íslenskum rithefðum. Hans Miniar ætlar hins vegar að halda áfram að nota nafnið þó það fáist ekki skráð í Þjóðskrá. "Ég þrjóskast bara við," segir hann. Hans Miniar er 27 ára gamall, búsettur á Akureyri og giftur karlmanni. Hann er lengi búinn að vera í ferli til kynleiðréttingar. "Nú er ég bara að bíða eftir tíma í brottnám brjósta," segir hann. Hans Miniar bendir á að það séu ekki allir transmenn sem fari í aðgerð á kynfærum og er sjálfur ekki viss um hvort hann ætlar að gera það. "Það er hægt að gera mun minna fyrir okkur strákana," segir hann en mun flóknara er að endurgera kynfæri karla en kvenna. Miklar framfarir hafa þó orðið í þessum efnum á síðustu árum og reiknar Hans Miniar fastlega með að straumhvörf verði á næstu tíu til tuttugu árum. "Þá verður örugglega hægt að gera meira," og ætlar hann því að bíða og sjá.

Geir ákærður mjög fljótlega

Ákæra saksóknara Alþingis á hendur Geir H. Haarde er nálægt því að vera tilbúin og verður þingfest mjög fljótlega fyrir landsdómi, að því er fram kom á fundi saksóknarans Sigríðar Friðjónsdóttur með saksóknarnefnd Alþingis í gær.

Flugumferðastjóri sofnaði á vaktinni

Flugumferðastjóri í Nevada í Bandaríkjunum reyndist vera sofandi á sama tíma og sjúkraflugvél þurfti að lenda á flugvellinum með þrjá sjúklinga innanborðs.

Endalok búskapar í Efri-Engidal

Bústofn bænda í Engidal í Skutulsfirði var fluttur á brott til förgunar í gær, en um var að ræða tæplega 300 skepnur sem hafa komist í snertingu við díoxínmengun vegna sorpbrennslunnar Funa.

Sjá næstu 50 fréttir