Fleiri fréttir

Marvel á Köngulóarmanninn, Hulk og Járnmanninn

Bandarískur dómari hefur úrskurðað að teiknimyndasögufyrirtækið Marvel Worldwide Inc eigi höfundaréttinn á ótal þekktum ofurhetjum á borð við Köngulóarmanninn, Járnmanninn og X-mennina.

Norska lögreglan ræðir við yfir 700 vitni

Rannsókn lögreglu á hryðjuverkunum á Útey og í Osló síðastliðinn föstudag nær til sjö hundruð vitna af eyjunni og óþekkts fjölda fólks frá sprengingunni í miðborg Oslóar, auk samansafns einstaklinga sem einhver tengsl eiga við manninn sem framdi ódæðisverkin.

Einn grunaður um fíkniefnaakstur, umferðarmál þó almennt farsæl

Svo virðist sem umferð hafi gengið vel um allt land í dag, þrátt fyrir mikinn straum fólks milli bæjarfélaga þar sem útihátíðir eru víða í þann mund að hefjast. Einn ökumaður hefur verið tekinn grunaður um fíkniefnaakstur og þrír fyrir of hraðan akstur.

Tax Free: Stefnir í metsumar

Stjórnendur Tax Free á Íslandi segja að allt stefni í metsumar hvað varðar eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi. Þeir segja að tölur annarra fyrirtækja um samdrátt gefi ranga mynd af stöðunni.

Slátrun flýtt um tvær vikur

Sláturleyfishafar hafa nú í samvinnu við sauðfjárbændur ákveðið að flýta slátrun um tvær vikur. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir í fréttatilkynningu samtakanna að með þessu sé verið að bregðast við kröfum markaðarins.

Verður látinn svara fyrir lát hvers einasta manns sem féll

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik verður látinn svara fyrir lát hvers einasta manns sem féll á föstudag í síðustu viku, en norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel Busch sagði í samtali við norska ríkissjónvarpið að ljóst væri að ákæran gegn Breivik verði ekki tilbúin fyrir áramót.

Vinnueftirlitið rannsakar slys á ungmennum

Vinnueftirlitið rannsakar nú fjögur vinnuslys í fiskvinnslustöðvum sem hafa orðið hjá ungmennum undir átján ára aldri. Í nýlegu tilviki slasaðist starfsmaður undir fimmtán ára alvarlega á hönd en hin þrjú eru talin minniháttar.

Fjárhagslegt öryggi Sólheima ekki tryggt

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt þjónustusamningi með því að skerða fjárframlög til Sólheima. Guðmundur Ármann Péturson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir reksturinn ekki tryggðan.

Hálfs árs gömul frétt um ferðir Herjólfs vinsæl á Facebook

„Herjólfur siglir ekki í dag“ er fyrirsögn fréttar Vísis sem Íslendingar deila nú í óðaönn með vinum sínum, við misgóðar undirtektir, en margir halda nú suður til Vestmannaeyja með ferjunni þar sem Þjóðhátíð er í þann mund að hefjast.

Fullbúin ákæra í fyrsta lagi tilbúin um áramót

Fullbúin ákæra gegn norska hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik verður í fyrsta lagi tilbúin um áramót. Þetta segir norski ríkissaksóknarinn Tor-Aksel Busch í samtali við norska ríkissjónvarpið.

Laugavegur verður göngugata til 7. ágúst

Stjórn Miðborgarinnar okkar lýsir í bréfi til borgarráðs Reykjavíkur sérstakri ánægju með samstarfið við borgaryfirvöld við útfærslu á Laugavegi sem göngugötu. Til stóð að Laugavegur allur yrði opnaður fyrir bílaumferð nú um mánaðarmótin en verslunarmenn við götuna óskuðu eftir því að hann yrðu lokaður lengur. Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að verða við þessari beiðni og verður hluti Laugavegar því göngugata til 7. ágúst. Jafnframt veitti borgarráð leyfi fyrir götuhátíð á skólavörðustíg dagana annan til sjöunda ágúst, en þá verður gatan lokuð frá Bergstaðastræti að Bankastræti. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að á þeim tíma sem Laugaveginum frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg var breytt tímabundið í göngugötu hefur mannlífið fengið að blómsta. Meðal annarra hefur hópurinn Mako Mar unnið á svæðinu og sett inn litlar skemmtilegar innsetningar sem lífga upp á götuna ásamt því að standa fyrir margvíslegum uppákomum. Þá fengu þau leikskólabörn til þess að koma og skreyta götuna og leika sér á bíllausri götunni. Einnig var haldið „götupartý" einn laugardag í júlí. Framhald skoðað í ljósi reynslunnar Fylgst er með hvaða áhrif breytingin hefur og talningar hafa sýnt að fleiri gangandi og hjólandi nota Laugaveginn eftir breytinguna. Hópurinn Borghildur hefur rannsakað mannlífið í miðbæ Reykjavíkur og fylgst með breytingunni á Laugavegi. Viðbrögð borgarbúa eru skoðuð og efni miðlað reglulega í gegnum heimasíðu Borghildar með myndböndum, hljóðbrotum, pistlum og kortum. Á heimasíðu Borghildar er að finna áhugaverðar upplýsingar > <http://borghildur.info/> Mánudaginn 8. ágúst verður síðan opnað fyrir bílaumferð á ný bæði niður Skólavörðustíg og Laugaveg, og verður skoðað í ljósi reynslunnar hvernig framhaldið verður.

Búist við 10 þúsund manns á Egilsstöðum

Það fjölgar jafnt og þétt á tjaldstæðinu sem staðsett er rétt við flugvöllinn við Egilsstaði. Ástæðan er sú að þar fer fram Unglingalandsmót UMFÍ um helgina. Umferðinni á svo eftir að þyngjast enn frekar eftir sem á daginn líður.

Ríkið braut gegn Sólheimum

Íslenska ríkinu var óheimilt að skerða fjárframlög til Sólheima í Grímsnesi á fjárlögum ársins 2009, með þeim hætti sem gert var. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í morgun. Framlög til Sólheima voru á þeim tíma skert um 4%.

Stuð í Herjólfi

Gríðarlega stemning var í Herjólfi þegar hann yfirgaf Landeyjahöfn fyrir stundu. Á fjórða hundrað glaðbeittra ungmenna stigu um borð og ljóst að í þeirra huga var þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þegar hafin. Þau létu það ekki á sig fá þó veðrið væri ekki upp á sitt besta þennan daginn. Mikil gæsla er við Landeyjahöfn og fíkniefnalögregla á staðnum. Allt hefur gengið eins og í sögu en ljóst er að mikil umferð verður um höfnina næstu daga enda uppselt í fjölda ferða Herjólfs til Vestmannaeyja.

Ráðleggur fólki að fá lánuð eldhús

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra ráðleggur fólki sem hyggur á matvælaframleiðslu fyrir kökubasara og önnur góð málefni að fá lánuð eldhús í grunnskólum eða félagsheimilum sem eru vottuð af eftirlitinu. Þannig sé hægt að mæta reglum um matvælaöryggi og baka í þágu góðs málstaðar.

Látinn eftir hnífstungu á Monte Carlo

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem hlaut lífhættulega áverka eftir árás á Monte Carlo fyrir hálfum mánuði síðan, lést af þeirra völdum fyrr í vikunni. Karlmaður um fertugt var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. ágúst af kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að maðurinn uni þeirri niðurstöðu.

Fiskvinnslufyrirtæki grunuð um að brjóta gegn rétti ungmenna

Vinnueftirlitið ætlar að ráðast í könnun á störfum og starfsskilyrðum ungmenna í fiskvinnslufyrirtækjum á næstunni. Fyrirtækin megi búast við kæru ef í ljós kemur að þau hafi brotið reglugerð um vinnu barna og unglinga er að ræða. Vinnueftirlitið hefur sent út dreifibréf til fiskvinnslufyrirtækja um land allt vegna þessa.

Viðamikið eftirlit lögreglu um helgina

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áhersla hefur verið á eftirlit með ferðavögnum/eftirvögnum og skráningu og skráningarmerkjum ökutækja. Slíkt eftirlit hefur verið mjög virkt hjá lögreglu í sumar. „Það er ánægjulegt að sjaldnast hefur verið ástæða fyrir lögreglu til að kæra en í nokkrum tilvikum hefur ökumönnum verið bent á atriði sem þeir þurfa að laga, t.d. að hliðarspeglar ökutækja sem draga breiða eftirvagna séu samkvæmt reglum. Flestar aðfinnslur gátu ökumenn lagað á vettvangi eða ábendingarnar fóru með ferðalöngunum sem gott veganesti. Í flestum tilvikum virðast ferðalangar því huga vel að ástandi ferðavagna/ökutækja og passa að fyllsta öryggis sé gætt. Ekki má heldur gleyma mikilvægi þess að þeir sem eru með ferðavagna/eftirvagna í eftirdragi virði reglur um hámarkshraða, líkt og aðrir ökumenn," segir í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér vegna komandi helgar. Jafnframt þessu verður haldið úti eftirliti í hverfum í umdæminu. Það er fátt óskemmtilegra en að koma heim úr ferðalagi og verða þess var að innbrotsþjófar hafi látið greipar sópa um heimilið. Af þeirri ástæðu munu lögreglumenn fylgjast með íbúðarhúsnæði um verslunarmannahelgina eins og kostur er. Lögreglan vill jafnframt hvetja fólk, sem heldur burt af höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma, til að ganga tryggilega frá heimilum sínum. Gott ráð er biðja nágranna um að líta eftir húsnæði. Fá þá til að kveikja ljós, fjarlægja póst, leggja í bílastæði o.s. frv. Sömuleiðis er minnt á mikilvægi þess að verðmæti séu ekki skilin eftir í augsýn en þjófar sækjast m.a. eftir fartölvum, myndavélum o.þ.h. hlutum. Þá er rétt að hafa hugfast að GPS-tækjum er oft stolið úr bílum og því nauðsynlegt að gera viðeigandi ráðstafanir þegar ökutæki er yfirgefið. Lögreglan hvetur líka fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir. Það getur oft skipt miklu máli að fá lýsingu á mönnum og bifreiðum. Það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessi tagi en einu sinni of sjaldan. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112. Ef erindið er af öðrum toga, og þolir e.t.v. einhverja bið, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver embættisins á Hverfisgötu 113-115, Reykjavík, í síma 444-1000. Sömuleiðis er hægt að koma upplýsingum á framfæri um hvaðeina með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is

Bætur greiddar út á frídag verslunarmanna

Mánaðargreiðsla Tryggingastofnunar til lífeyrisþega og annarra bótaþega vegna ágústmánaðar verður greidd út mánudaginn 1. ágúst, sem er frídagur verslunarmanna. Nokkuð hefur borið á fyrirspurnum, bæði til Tryggingastofnunar og fréttastofu, vegna þess að útborgunardagur fellur á frídag og af hverju ekki sé greitt út síðasta virka dag þar á undan. Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og kynningarsviðs Tryggingastofnunar, segir það vera í vinnureglum stofnunarinnar að greiða út 1. hvers mánaðar, sama þó um frídag sé að ræða. Í undantekningartilfellum hafi ráðherra velferðarmála veitt undanþágu frá þessu ef fyrir liggur að það tefst lengi vegna frídaga að bótaþegar og lífeyrisþegar geti nálgast greiðslurnar í banka. Það hefur hins vegar ekki verið gert nú. Þorgerður vekur sérstaka athygli á því að um er að ræða fyrirframgreiðslu, það er að bætur og lífeyrisgreiðslur sem greiddar eru út á mánudag eru vegna komandi mánaðar, ólíkt því sem gerist hjá flestum launþegum sem fá laun greidd eftir unninn mánuð.

Vilja alheimsástak gegn lifrarbólgu

Sérfræðingar á heilbrigðissviði kalla eftir alheimsátaki til að kljást við veirur sem orsaka lifrarbólgu. Talið er að um 10 milljónir manna í öllum heiminum séu sýktir af lifrarbólgu C en um 1,3 milljónir hafi lifrarbólgu B.

Skaftárhlaupið komið í byggð eftir sólarhring

Sólarhringur gæti liðið þangað til að hlaupið í Skaftárdal gæti farið að sjást í byggð, segir Óðinn Þórarinsson vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. "Það eru tíu til tólf tímar í að við sjáum eitthvað vatn fara að vaxa við sveinstind og þetta verður ekki komið niður í byggð í Skaftárdal fyrr en eftir sólarhring," segir Óðinn.

Hlaup að hefjast í Skaftá

Samkvæmt upplýsingum frá vatnamælingamönnum Veðurstofu Íslands er hlaup að hefjast í Skaftá. Skaftá hljóp einnig síðasta sumar. Í Skaftárhlaupum getur vatn farið yfir Skaftártunguveg við Hvamm og vegurinn í Skaftárdal lokast, fyrir kemur að vatn fari yfir veginn við Hólaskjól á Fjallabaksleið nyrðri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Upptök Skaftár eru í Skaftárjökli í Vatnajökli austan við Langasjó. Fólki er ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum. Skaftár eða í lægðum meðfram henni vegna mengunar af völdum brennisteinsvetnis, en brennisteinsvetni getur skaðað slímhúðir í augum og öndunarvegi. Náið er fylgst með framvindu hlaupsins.

Pólverji framseldur til heimalandsins

Hæstiréttur hefur staðfest ákvörðun innanríkisráðuneytisins, um að Pólverji sem hefur hlotið dóma í heimalandi sínu skuli verða framseldur þangað. Héraðsdómur hafði áður fellt ákvörðun ráðuneytisins úr gildi.

Telur ekki útséð um aðra kreppu

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist vera uggandi yfir alþjóðlegu efnahagsástandi. Hann segir að í síðustu viku hafi verið umtalsverð hætta á nýrri kreppu og ekki sjái fyrir endann á því máli enn þá.

Herjólfur ferjar 300 þúsund farþega í ár

Útlit er fyrir að Herjólfur ferji 300 þúsund farþega til og frá Vestmannaeyjum í ár en til samanburðar má geta þess að þessi fjöldi var einungis 120 þúsund síðasta árið sem Herjólfur tók höfn í Þorlákshöfn.

Verður að auka verðmætasköpun í landinu

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna í ríkisfjármálum slæma. Það sé grafalvarlegt að áætlanir um rekstur ríkisins á síðasta ári skuli ekki hafa náð fram að ganga, jafnvel þó þar spili innspýtingarútgjöld inn í.

Fyrsta íslenska stjórnarskráin að fæðast

Frumvarp að nýrri stjórnarskrá var samþykkt samhljóða á ráðsfundi stjórnlagaráðs í gær. Það verður síðan afhent Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis á morgun.

Fólskuleg líkamsárás í Suðurhólum

Hópi barna varð varð illa brugðið við að verða vitni að fólskulegri líkamsárás og ránstilraun á gangstíg í Suðurhólum í Reykjavík, við leiksvæði Hólabrekkuskóla í gærkvöldi.

Norðmenn skipa sérstaka rannsóknarnefnd

Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að koma á fót sérstakri sjálfstæðri rannsóknarnefnd sem á að fara í saumana á því sem gerðist s.l. föstudag þegar a.m.k. 76 létu lífið í hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik.

Landlæknisembættið flutt

Aðsetur Landlæknisembættisins flyst á Barónsstíg 47, þar sem Heilsuverndarstöðin í Reykjavík var áður til húsa, þann 2. ágúst næstkomandi.

Hópslagsmál glæpagengja í Esbjerg

Lögreglan í Esbjerg í Danmörku handtók 16 manns í gærkvöldi eftir að gífurleg hópslagsmál brutust þar út milli tveggja stuðningshópa glæpagengja í landinu.

Dópaður ökumaður tekinn fyrir hraðakstur á Geirsgötu

Ökumaður var stöðvaður á 99 kílómetra hraða á Geirsgötu í nótt þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Lögreglumönnum leist ekki allskosta á ökumanninn, enda kom í ljós að hann var undir áhrifum fíkniefna.

Hitabeltisstormurinn Don nálgast Texas

Fjórði hitabeltisstormur fellibyljatímabylsins sækir nú í sig veðrið á Mexíkóflóa. Gefin hefur verið út stormviðvörun í Texas en reiknað er með að stormurinn nái landi þar á morgun föstudag.

Almenningur í Bandaríkjunum reiður og pirraður

Almenningur í Bandaríkjunum er búinn að fá upp í kok af þingmönnum sínum og mikil reiði og pirringur ríkir í nú garð þeirra. Ástæðan er deilan um skuldaþak Bandaríkjanna sem virðist vera komin í óleysanlegan hnút.

Þjóðverjar og Danir eru frídagakóngar ESB

Þótt að Angela Merkel kanslari Þýskalands hafi nýlega gagnrýnt lönd í Suður Evrópu fyrir að halda of marga frídaga og fara of snemma á eftirlaun kemur í ljós að það eru Þjóðverjar og Danir sem halda felsta frídaga af löndum Evrópusambandsins.

Hafnsögumenn semja og aflýsa verkfalli

Samningar hafa tekist milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og þeirra hafnsögumanna sem enn voru með lausa samninga. Þar með hefur boðuðu verkfalli hafnsögumanna verið aflýst en það átti að hefjast þann 4. ágúst n.k.

Vilja rækta tilapíu og flúru á Suðurnesjum

Tvö fyrirtæki vinna nú að því að hefja fiskeldi á Suðurnesjum og verður framleiðslan samtals um fimm þúsund tonn innan fárra ára ef hugmyndirnar ganga eftir. Einnig munu þá að minnsta kosti 110 manns vinna við þessar stöðvar.

Fjórir skátar reknir fyrir kynferðisbrot gegn börnum

Forsvarsmenn Bandalags íslenskra skáta (BÍS) hafa rekið fjóra menn úr hreyfingunni á undanförnum árum eftir að upp komst að þeir höfðu beitt unga skáta kynferðisofbeldi. Elsta málið er um 30 ára og það nýjasta átti sér stað í fyrra.

Sakamaður skal framseldur

Sakamaður skal framseldur til Póllands, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Maðurinn sem um ræðir á eftir að afplána refsingu sem hann var dæmdur til í heimalandi sínu fyrir líkamsárásir og hylmingu.

Líklegast munu allir vökna

Veðurfræðingar eru ekki öfundsverðir nú fyrir verslunarmannahelgina þegar öll spjót standa á þeim en veruleg óvissa ríkir enn um veðurhorfur næstu fjóra daga, að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir