Fleiri fréttir

Konan fundin

Búið er að finna bílinn RS-M06 og Magneu Guðnýju Stefánsdóttur, konuna sem auglýst var eftir fyrr í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Obama er fimmtugur í dag

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er fimmtugur í dag. Obama hefur átt viðburðarríkan stjórnmálaferil undanfarin ár. Hann var kjörinn forseti fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Áður en hann tók við því embætti var hann öldungadeildarþingmaður.

Bíll brann við Veiðileysu

Eldur kviknaði í bíl sunnan við Veiðileysu, skammt frá Djúpavík eftir hádegi í dag. Lögreglumaður, slökkviliðsbíll og tveir sjúkrabílar eru á staðnum og var veginum lokað vegna slyssins.

Íslensk hönnun á pokum til styrktar UN Women

Hönnunarteymið Marandros; Katla Rós Völudóttir og Ragnar Már Nikulásson ásamt fatahönnuðinum Unu Hlín Kristjánsdóttur sem hannar undir merkinu Royal Extreme hönnuðu poka til styrktar UN Women á Íslandi. Pokarnir eru þegar komnir í sölu. Það er hlutverk UN Women á Íslandi að vekja landsmenn til umhugsunar um stöðu kvenna í fátækustu ríkjum heims og pokarnir eru ein leið til að ná til fólks. Það er ósk listamannanna að með hverjum poka sem selst aukist meðvitund landsmanna um samtökin og stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum, en allur ágóði af pokunum rennur beint til UN Women. Una hefur vakið mikla athygli frá því að hún frumsýndi fyrstu línu sína á RFF fyrir tveimur árum og Katla Rós og Ragnar voru meðal annars tilnefnd til forsetaverðlauna nýsköpunarsjóðs á dögunum. Í tilkynningu frá UN Women segir að pokarnir séu sumarlegir og henta bæði konum og körlum. Það er ósk UN Women á Íslandi að gefa efnilegum íslenskum listamönnum tækifæri árlega til að hanna nýja poka og koma þannig list sinni á framfæri. Allur ágóði af pokunum rennur óskiptur til UN Women á Íslandi. Listamennirnir gáfu alla vinnu sína og hvetur landsnefndin alla til þess að leggja málefninu lið og kaupa sér poka. Pokarnir fást í Aurum, GK , Kiosk, Mýrinni, Kisunni og Minju. Einnig er hægt að fjárfesta í eintaki á skrifstofu UN Women á Laugavegi 42

Síðasti hommi Hitlers látinn

Síðasti eftirlifandi homminn sem nazistar sendu í útrýmingarbúðir er látinn í Þýskalandi. Rudolf Brazda var 98 ára. Hann var sendur í Buchenwald fangabúðirnar í ágúst árið 1942 og var þar í haldi allt til þess að bandarískir hermenn frelsuðu fangana árið 1945. Samtök samkynhneigðra í Þýskalandi tilkynntu um lát Brazdas.

Leikari úr Lögregluskólanum látinn

Bubba Smith, fyrrverandi stjarna úr ameríska fótboltanum og leikari er látinn. Bubba var án efa frægastur fyrir að leika lögreglumanninn Moses Hightower í Police Academy myndunum. Eftir því sem fram kemur í Los Angeles Times lést Bubba Smith á heimili sínu, en dánarorsök er ókunn. Hann var 66 ára gamall. Bubba Smith lék í sex Police Academy myndum af sjö.

Farah Fawcett í líki Barbídúkku

Barbídúkkur í líki leikkonunnar Farah Fawcett eru komnar á markað erlendis. Dúkkurnar eru seldar til styrktar rannsóknum á krabbameinni en Fawcett lést úr krabbameini fyrir tveimur árum. Farah Fawcett var farsæl leikkona sem sló í gegn árið 1976 þegar hún lék í þáttunum Charlie´s Angels. Fawcett var greind með krabbamein árið 2006 og stofnaði nokkru síðar minningarsjóð sem ætlað var að fjármagna krabbameinsrannsóknir, en samkvæmt Fox news rennur söluágóði af dúkkunum í þann sjóð. Þegar Barbídúkkurnar voru hannaðar var höfð til hliðsjónar ein þekktasta ljósmyndin af Fawcettt þar sem hún er íklædd rauðum sundbol.

Forstöðumenn leita til umboðsmanns Alþingis

Forstöðumenn ríkisstofnana hafa leitað til umboðsmanns Alþingis vegna launaágreinings við Kjararáð, og íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Þeir telja hugsanlegt að ríkið sé skaðabótaskylt vegna tafa á launahækkunum.

Önnur nauðgun á Þjóðhátíð kærð

Tæknideild lögreglunnar á Selfossi, sem er rannsóknadeild fyrir allt Suðurland, fékk í gær aðra formlega kæru um nauðgun á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum og þriðja kæran er að líkindum í burðarliðnum.

Lýst eftir konu á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Magneu Guðnýju Stefánsdóttur, til heimilis að Bragavöllum 4 í Reykjanesbæ. Magnea fór frá heimili sínu um klukkan fimm í morgun á bifreið sinni, sem er lítill svatur jeppi með skráningarnúmerið RS-M06.

Ríkið greiddi fyrir flutning Sævars Ciesielski til Íslands

„Okkur þótti þetta vera eðlileg ákvörðun," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, um þá ákvörðun Innanríkisráðuneytisins að bera allan kostnað af því að flytja Sævar Marinó Ciesielski frá Danmörku, þar sem hann lést, til Íslands.

Jón Stóri reyndi að svindla sér heim með Herjólfi

Óvænt uppákoma varð við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum þegar Jón Stóri, sem þekktur er úr undirheimum Reykjavíkur, reyndi að svindla sér um borð í Herjólf. Jón keyrði bifreið sína framhjá röðinni og inn í Herjólf en þó hann væri sjálfur með farmiða fyrir leiðinni heim var hann ekki með miða fyrir bílinn sinn.

Jörðin hafði tvö fylgitungl

Tveir vísindamenn við háskólann í Santa Cruz í Kaliforníu halda því fram að fyrir milljörðum ára hafi jörðin haft tvö tungl, eitt stórt og eitt lítið. Grein um þetta eftir þá Martin Jutzi og Erik Asphaug er birt í hinu virta vísindariti Nature.

Helmingi færri vildu í forsætisráðuneytið: Engin vonbrigði

Ríflega tvöfalt fleiri sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa í umhverfisráðuneytinu en í forsætisráðuneytinu þegar störfin voru auglýst. 93 sóttu um starf upplýsingafulltrúa hjá umhverfisráðuneytinu en 37 sóttu hjá forsætisráðuneytinu. Umsóknarfrestur vegna starfanna rann út sama dag hjá báðum ráðuneytum, þann 13. mars.

Fatlaðir ætla yfir Vatnajökul

Hópur erlendra ofurhuga ætlar að freista þess að fara í snjódrekaflug þvert yfir Vatnajökul í apríl á næsta ári. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef þrír í hópnum væru ekki bundnir við hjólastól.

Umferð hleypt á nýja akbraut á Vesturlandsvegi

Umferð til suðurs hefur verið hleypt á nýja akbraut á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, frá Þingvallavegi að Álafossvegi. Umferð til norðurs verður óbreytt á einni akrein um sinn. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að vinna hefjist aftur á svæðinu þann 8. ágúst og er áætlað að umferð verði komin á endanlegt mannvirki þann 20. ágúst.

Styrkja soltin börn í Sómalíu

Efnilegustu ungu skákmenn landsins munu tefla við gesti og gangandi á skákmaraþoni í Ráðhúsi Reykjavíkur um næstu helgi. Mótherjar ungmennanna munu geta borgað upphæð að eigin vali sem rennur beint í söfnun Rauða kross Íslands vegna hungursneyðarinnar í Sómalíu og öðrum löndum Austur-Afríku.

Óbreytt rennsli í Skaftá

Rennslii jókst ekki í Skaftá í nótt, en búist er við hlaupi úr Eystri-Skaftárkatli í jöklinum, en hlaupið í síðustu viku var úr vestari katlinum.

Endurheimti bíl úr óskilum frá Eyjum

Sigurgeir Snævar Árnason varð hæstánægður í gær þegar Anna Louise Ásgeirsdóttir, frá munavörslunni í Vestmannaeyjum, kom akandi á bílnum hans upp á hlað. Hann hafði nefnilega týnt lyklinum að bílnum þegar hann var á Þjóðhátíð í Eyjum og gat því ekki komið á honum heim með Herjólfi að hátíð lokinni.

Fjórða bók Stig Larsson er ekki til

Eva Gabrielsson, fyrrum sambýliskona rithöfundarins Stig Larsson, segir það fjarri raunveruleikanum að Larsson hafi náð að skrifa fjórðu bók sína áður en hann lést.

Fjölmennur útifundur við Oddskarðsgöng

Hátt á annað hundrað manns mættu á útifund norðfjarðarmegin við Oddskarðsgöng í gærkvöldi til að þrýsta á að ráðist verði í gerð Norðfjarðarganga, sem leysi Oddskarðsgöngin af hólmi.

Sérstök deild rannsakar hryðjuverkin

Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana.

Tölvuárásir mesta ógnin á eftir kjarnorkuvopnum

Bandaríska leyniþjónustan CIA telur nú að næst á eftir kjarnorkuvopnum séu tölvuárásir mesta ógnin gegn öryggi Bandaríkjanna. Áður hafði eiturefnahernaður og sprengjuárásir skipað þann sess.

Stígamót koma ekki í staðinn

Sálgæsluteymi Þjóðhátíðar í Eyjum segir að gæsla á hátíðinni í ár hafi verið til fyrirmyndar. Í yfirlýsingu sem send var út í gær vegna þeirrar umræðu sem hefur skapast eftir að tilkynnt var um fimm nauðganir á hátíðinni í ár, segir enn fremur að samtök á borð við Stígamót og Nei-hreyfinguna geti aldrei komið í stað þess fagteymis sem venjulega er á vakt yfir hátíðina.

Öll olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og díselolíu

Öll olíufélögin lækkuðu verð á bensíni og dísilolíu um tvær krónur á lítrann í gær, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði, að sögn félaganna. Það lækkaði meðal annars vegna fregna af birgðastöðu í Bandaríkjunum.

Snarpir jarðskjálftar við Geirfuglasker

Þrír snarpir jarðskjálftar urðu á Reykjaneshrygg í grennd við Geirfuglasker, um það bil 20 kílómetra frá landi, upp úr klukkan átta í gærkvöldi.

Verkið margfaldaðist frá útboði

Sævar Eiríksson, eigandi Vélgröfunnar, er ósáttur við ummæli forsvarsmanna Vegagerðarinnar um ástæður tafa við veglagningu í Laugardal, milli Laugarvatns og Geysis. Hann segir verkið hafa margfaldast frá útboði og því ekki nema von að tafir hafi orðið á verkinu.

Banaslys í Landssveit

Banaslys varð síðdegis í gær á heimreið að sumarhúsi í Landssveit í Rangárþingi ytra, þegar barn á sjötta ári varð undir afturhjóli bíls.

Bíða gagna frá Sjálfstæðisflokknum

Lögregla bíður nú gagna frá Sjálfstæðisflokknum áður en saksóknari tekur afstöðu til kæru sem flokkurinn lagði fram vegna meints fjárdráttar sem kom upp hjá Norðurlandaráði í vor, segir Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Snýst ekki um geymslu á föngum

„Það er alveg með ólíkindum á hvaða plan þessi umræða er komin,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, um þau tíðindi að ríkisstjórnin sé með þann möguleika uppi á borðinu að nýta eldra húsnæði í eigu ríkisins undir nýtt gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi.

Vilja auka hlut sveitarfélaga í almenningssamgöngum

Samgönguyfirvöld stefna að því að yfirumsjón með almenningssamgöngum á landi verði komin á hendur sveitarfélaga fyrir lok næsta árs. Þegar hefur verið undirritað sjö ára samkomulag við Samband sunnlenskra sveitarfélaga, sem fær 80 milljónir króna á ári í þeim tilgangi. Formaður Samtaka íslenskra sveitarfélaga segir hagræði geta falist í þessum breytingum en ríkið verði að standa við sitt.

Bíða eftir bænapresti

Söfnuðurinn í Menningarsetri múslima á Íslandi bíður eftir Taha Sidique, bænapresti sínum, eða imam, en hann hefur ekki fengið dvalarleyfi þó að umsóknin hafi verið til afgreiðslu í rúma þrjá mánuði.

Skuldar 44 milljónir á Íslandi

Norski listmálarinn Odd Nerdrum skuldar um 44 milljónir króna í opinber gjöld hér á landi, en hann hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik í Noregi.

Allir fangelsiskostir enn til athugunar

Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvernig staðið verður að því að auka við fangelsisrými. Innanríkisráðuneytið vinnur nú úttekt á kostnaði og hagkvæmni þess að breyta ýmsum húsum ríkisins í fangelsi. Engir kostir hafa verið útilokaðir.

Reyndi að kljúfa atóm í eldhúsinu

Rúmlega þrítugur Svíi, Richard Handl, getur átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi eftir að hann var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að reyna að kljúfa atóm í eldhúsinu sínu.

Múbarak lýsir yfir sakleysi sínu

Hosní Múbarak, fyrrum forseti Egyptalands, kom fyrir rétt í gær þar sem hann lýsti sig saklausan af ákærum um spillingu og fyrir að hafa fyrirskipað dráp á mótmælendum í uppreisninni í landinu í febrúar. Um 850 borgarar létu lífið í árásum öryggissveita til að kæfa niður friðsamleg mótmæli.

Kaldasti júlímánuður í fimm ár, sá fjórtándi hlýjasti frá 1871

Meðalhiti í Reykjavík var 12,2 stig í nýliðnum mánuði og er hann kaldasti júlímánuður í fimm ár, samkvæmt mælingum Veðurstofunnar. Þrátt fyrir það var meðalhitinn á landinu yfir meðallagi júlímánaða á nokkrum síðustu áratugum síðustu aldar eða frá árinu 1961 til 1990.

Morðið í Heiðmörk: Segir kerfið hafa brugðist syni sínum

Móðir mannsins sem myrti barnsmóður sína í Heiðmörk segir kerfið hafa brugðist, en maðurinn er ósakhæfur að mati geðlækna. Hann glímdi að hennar sögn við mikil andleg veikindi og var leystur út af geðdeild skömmu áður en hann myrti barnsmóður sína.

Sjá næstu 50 fréttir