Fleiri fréttir

Laun embættismanna hækkuð

Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun embættismanna ríkisins um tæp fimm prósent. Hækkunin tók gildi fyrsta júní síðastliðinn og gildir meðal annars um alþingismenn og ráðherra en laun þeirra hafa ekki verið hækkuð síðan ákveðin var almenn launalækkun árið 2009. Ákvörðun kjararáðs hefur verið birt á heimasíðu ráðsins og er sögð vera til samræmis við launaþróun í landinu að undanförnu.

Vegfarendur geta keyrt áhyggjulausir um Oddskarðsgöng

Vegagerðin telur að öryggi vegfarenda í Oddsskarðsgöngum sé ekki sérstaklega ógnað vegna hugsanlegs grjóthruns. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Vegagerðin sendi frá sér í dag, en matið byggir á ástandi bergsins og reynslu fyrri ára.

Stærsti kókaínfundur í sögu Bretlands

Breska lögreglan og tollayfirvöld hafa lagt hald á 1,2 tonn af kókaíni sem smygla átti til Southampton í Bretlandi. Verðmæti fíkniefnanna nam 57 milljörðum króna. Magnið er um þriðjungur af því sem talið er að breskir kókaínneytendur noti á hverju ári. Þetta er mesta magn af kókaíni sem hefur nokkrum sinni fundist á Bretlandi.

Bensínstöðvar lækka verð um 2 krónur

Skeljungur hefur lækkað verð á bensíni og diesel á bensínstöðvum Orkunnar og Shell um 2 krónur. Atlantsolía og N1 eru einnig búin að lækka verð hjá sér. Olís hefur ekki lækkað verð.

Ellen ekki á landinu heldur þýskur tvífari

„Ég trúi þessu varla, við erum bara búin að hlæja og hlæja af þessu," segir Caroline Koch, þýskur ferðamaður sem er í fríi hér á landi í nokkra daga hjá íslenskum vinum sínum.

Villtur í tæpan sólarhring

Þýskur ferðamaður er kominn í leitirnar eftir að hann villtist í svartaþoku síðdegis í gær í nágrenni Námaskarðs í Mývatnssveit.

Ögmundur áminnir sex sveitarfélög

Sex sveitarfélög, af 76 starfandi sveitarfélögum á landinu, eiga eftir að skila inn þriggja ára fjárhagsáætlun til innanríkisráðuneytisins. Þau hafa nú öll fengið áminningu frá ráðuneytinu þar sem hótað er dagsektum og stöðvun greiðsla úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga ef slíkar áætlanir verði ekki birt.

Sífellt fleiri vinna heima

Sífellt fleiri félagsmenn VR vinna fjarvinnu, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar VR 2001. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að 41,8% félagsmanna vinni hluta vinnutíma síns í fjarvinnu. Að meðaltali er um að ræða 10,4 klukkustunda vinnu á viku.

Sala á ferðatryggingum stórjókst eftir eldgos í Eyjafjallajökli

Sala á ferðatryggingum í Bandaríkjunum hefur aukist um 10% eftir gosið í Eyjafjallajökli í fyrravor. Þetta er fullyrt á fréttavef ABC fréttastöðvarinnar. Eins og flestir muna lömuðust flugsamgöngur til Evrópu og um Evrópu vegna öskuskýsins frá Eyjafjallajökli og var í mörgum tilfellum óljóst hver sæti uppi með skaðann.

Sláturfélagið segir nóg til af lambakjöti

Sláturfélag Suðurlands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það er áréttað að enginn skortur sé á lambakjöti hjá félaginu og að verslanir geti pantað allar þær vörur sem Sláturfélagið er með á boðstólnum. Tilefni tilkynningarinnar er umræða undanfarna daga og vikur um að lambakjöt skorti á innanlandsmarkaði og að neytendur geti ekki keypt kjöt þar sem það sé ekki á boðstólnum í verslunum. Samkvæmt birgðaskýrslum Sláturfélagsins voru í byrjun ágúst til tæp 600 tonn af lambakjöti í landinu en áætluð sala í ágúst er 500 til 550 tonn.

Katrín Middleton fær þjálfun hjá sérsveitamönnum

Katrín Middleton, hertogaynja af Cambridge, hefur verið í þjálfun hjá sérsveitamönnum að undanförnu. Tilgangur þjálfunarinnar er að verjast mannræningjum. Í þjálfuninni lærir Katrín sjálfsvörn, hvernig eigi að hegða sér í samskiptum við mannræningja ef henni yrði rænt. Hún lærir líka hvernig hún á að aka undir álagi og hvernig hún á að senda dulkóðuð skilaboð, eftir því sem slúðurblaðið Sun greinir frá.

Yfir 40 milljónir í að hreinsa graffiti

Orkuveita Reykjavíkur hefur á síðustu þremur árum eytt á fimmta tug milljóna í að fjarlægja veggjakrot af mannvirkjum fyrirtækisins. Fyrirtækið segir tjón þess þó enn meira vegna skemmdarverkanna.

Segir að svarta hagkerfið blómstri í bílaviðgerðum

Framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins segir að svarta hagkerfið blómstri þegar komi að bílaviðgerðum. Eftir þrjár auglýsingar barst aðeins ein umsókn um stöðu bífvélavirkja hjá Heklu og sá hætti við þótt um hundrað bifvélavirkjar séu skráðir atvinnulausir.

Heiðmerkurmorðinginn ósakhæfur

Sakborningurinn í Heiðmerkurmálinu svokallaða er að öllum líkindum ósakhæfur. Það er niðurstaða geðlækna sem framkvæmt hafa mat á manninum sem varð barnsmóður sinni að bana í Heiðmörk í maí. Málið verður þingfest í næstu viku.

Mubarak svarar til saka

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, var í morgun fluttur fyrir dómara þar sem ákærur gegn honum um spillingu og samsæri voru þingfestar.

Talaði um nýja stjórnarskrá í jarðarför Sævars

"Ég fullyrði að texti frumvarpsins að nýrri stjórnarskrá sé stórmerkur að inntaki og markmiði," sagði séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur Neskirkju, í minningarorðum um Sævar Cieselski sem hann jarðsetti í gær. Athöfnin fór fram frá Dómkirkjunni og gerði séra Örn Bárður frumvarp að nýrri stjörnarskrá að umtalsefni og las fjórum sinnum upp úr frumvarpinu. Sjálfur sat séra Örn Bárður í stjórnlagaráði og kom þannig að gerð frumvarpsins, sem var afhent forseta Alþingis í síðustu viku. Séra Örn Bárður sagði að í kaflanum um dómsvald í frumvarpinu sé ætlað að tryggja sjálfstæði dómstóla og koma í veg fyrir að aðrir en hæfustu menn séu skipaðir dómarar. Sem kunnugt er fékk Sævar þyngsta dóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svonefnda. Hann játaði brot sitt eftir ofbeldisfullar yfirheyrslur í Síðumúlafangelsinu en dró játninguna síðar til baka og krafðist endurupptöku málsins. Hæstiréttur hafnaði því. "Ég skora á ykkur sem hér eruð saman komið að kynna ykkur frumvarpstextann og taka honum fagnandi. Ísland þarf nýjar leikreglur fyrir upprisuna sem nú er í vændum og ég skora á allt gott fólk að tala máli nýrrar stjórnarskrá og leggjast á árarnar með okkur sem rituðum textann og sigla honum í vör með taktföstum áratökum," sagði séra Örn Bárður við útför Sævars í gær. Þá las hann upp úr mannréttindakafla frumvarpsins fyrir kirkjugesti, og sagðist sannfærður um að Sævar myndi kunna vel að meta nýja stjórnarskrá. "Hún geymir mörg merkileg ákvæði sem hefðu glatt Sævar," sagði hann við athöfnina. Það var árið 1986 sem Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars um endurupptöku á máli hans. Sævar gafst þó ekki upp og hélt því alltaf fram að sannleikurinn yrði að koma í ljós. Séra Örn Bárður tók þar undir með Sævari í minningarorðunum með vísan í frumvarp að nýrri stjórnarskrá. "Í frumvarpinu eru einnig ákvæði um að stjórnvöld veiti upplýsingar og opni aðgang að skjölum. Þær greinar ættu að verða ykkur til hjálpar sem viljið fá sannleikann fram í máli Sævars og annarra sakborninga," sagði hann. Séra Örn Bárður rifjaði upp orð sem Sævar lét falla á árum áður þegar hann virtist sannfærður um að á Íslandi myndi allt hrynja fyrr en síðar. "Þegar Ísland hrynur, þá ætla ég ekki að verða undir brakinu," eru meðal þekktustu orða Sævars. Í máli séra Arnar Bárðar kom fram að Sævar hefði staðið við þessi orð enda bjó hann í Danmörku hin síðari ár þegar ástand mála á Íslandi var í sögulegri lægð. "Nú er hann kominn aftur heim. Hann varð ekki undir brakinu. Hann er kominn heim á tímum uppbyggingar þegar flest horfir til betri vegar. Hann var kistulagður á föstudaginn var, sama dag og frumvarp að nýrri stjórnarskrá var afhent Alþingi." Minningarorð séra Arnar Bárðar má lesa í heild sinni með því að smella hér. http://ornbardur.annall.is/2011-08-02/saevar-marino-ciesielski-1955-2011/#more-3349

Nýtt Skaftárhlaup gæti náð hámarki í byggð á föstudag

Ef aur heldur áfram að aukast mikið í Skaftá við Sveinstind er búist við að Skaftárhlaup nái hámarki í byggð á föstudag. Nú hafa fyrstu merki hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar að hlaup geti verið að hefjast úr Eystri-Skaftárkatli. Órói hefur mælst á jarðskjálftamælum í kringum Vestanverðan Vatnajökul frá því fljótlega eftir miðnætti í nótt.

Stórstjarnan Ellen Degeneres í Smáralind

Þáttastjórnandinn og grínistinn Ellen Degeneres er í heimsókn á Íslandi, mögulega í tengslum við Gay Pride-hátíðina sem er að hefjast. Ellen er sjálf lesbía og hefur barist ötullega fyrir réttindum samkynhneigðra.

Auðmannsdóttir með sprengju um hálsinn

Lögreglan í Sidney í Ástralíu reynir nú að losa sprengju sem er áföst við háls 18 ára gamallar stúlku í einu af auðmannshverfum borgarinnar.

Húsnæðisskortur ríkir á Tálknafirði

Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð.

Iceland Express á áætlun í 40% tilvika

Icelandair fór í loftið á réttum tíma í 78% tilvika í júlímánuði, en Iceland Express í 38% tilvika. Þetta sýna tölur sem vefsíðan turisti.is hefur tekið saman. Meðalseinkun brottfara hjá Icelandair var 8 mínútur en 34 mínútur hjá Iceland Express. Túristi.is segir að frammistaða Iceland Express hafi batnað mikið síðan í síðustu mælingu þegar innan við fimmta hver flugvél fór í loftið á réttum tíma.

Ferðamenn í hættu á götóttum Geysisvegi

Framkvæmdir við fjölfarna ferðamannaleið, um Laugardal milli Laugarvatns og Geysis, hafa staðið yfir í allt sumar. Það kemur illa niður á ferðaþjónustunni. Verkið er komið fram úr áætlun.

Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi

Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans.

Eftirlitsmyndavélar settar upp í Dalnum

Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, vill láta setja upp eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal fyrir næstu Þjóðhátíð. Hann segir slíkt geta haft forvarnargildi og aðstoðað lögregluna í rannsóknum á afbrotum sem eigi sér stað.

Júlí sá kaldasti í fimm ár

Meðalhiti í Reykjavík var 12,2 stig í nýliðnum júlímánuði og er hann kaldasti júlímánuður í fimm ár, samakvæmt vef Veðrustofunnar.

Stór hákarl við Frönsku Rivieruna

Stór hákarl hefur sést á sveimi undan ströndum Frönsku Rivierunnar. Kafari í höfninni í Saint Tropez segir að hann hafi séð hákarlinn í tvígang og segir hann um 2ja metra langann.

Átökin við Hama halda áfram

Öryggis- og hersveitir sýrlenskra stjórnvalda halda áfram umsátri sínu um borgina Hama. Fréttamaður BBC á staðnum segir að margir íbúa í borginni og nærliggjandi þorpum séu að yfirgefa svæðið þar sem búist er við allsherjarárás stjórnarhersins á hverri stundu.

Mikill eldsvoði á Suður-Jótlandi í nótt

Slökkviliðið á Suður-Jótlandi í Danmörku hefur barist í fleiri tíma í nótt við mikinn eldsvoða í tveimur byggingum endurmenntunarskóla í bænum Haderslev.

Mubarak fyrir dómara í dag

Réttarhöld yfir Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, hefjast í Kaíró í dag. Mubarak er ákærður um spillingu og að hafa fyrirskipað árásir á mótmælendur en dauðarefsing liggur við þessum glæpum.

Tveir snarpir jarðskjálftar í Krísuvík

Tveir jarðskjálftar, annar upp á 2,8 á Richter og hinn upp á 2,6 urðu norðaustur af Krísuvík upp úr klukkan tvö í nótt og í kjölfarið fylgdu veikari skjálftar.

Ástandið versnar enn í Sómalíu

Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir segja að enn sé þörf á frekari aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Tólf milljónir manna eru í lífshættu vegna fæðuskorts og ríkir hungursneyð í tveimur héruðum Sómalíu, sem hefur orðið verst úti í þurrkunum.

Ók inn í nautgripahjörð, tveir gripir drápust

Ungur ökumaður slapp lítið meiddur þegar hann ók inn í nautgripahjörð á Eyjafjarðarbraut Vestri um klukkan tvö í nótt. Einn nautgripur drapst og annar var svo mikið meiddur að dýralæknir aflífaði hann á staðnum.

Umferðin minnkaði um 12% um síðustu helgi

Umferðin um nýliðna verslunarmannahelgi var rúmlega tólf prósentum minni en um sömu helgi í fyrra, samkvæmt talningu á sex stöðum á hringveginum út frá höfuðborgarsvæðinu.

Segjast hafa fundið gröf Filippus postula

Ítalskir fornleifafræðingar eru fullvissir um að þeir hafi fundið gröf eins af postulunum 12 í rústum fornrar kirkju í borginni Hierapolis í Tyrklandi.

Víðines til skoðunar undir nýtt fangelsi

Ríkisstjórnin skoðar nú hvort gamalt húsnæði í ríkiseigu geti nýst undir nýtt fangelsi ef ákveðið verður að reisa ekki fangelsi í einkaframkvæmd eins og hefur verið til umræðu.

Þrettán milljónir ber á milli

Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands hefur óskað eftir að árlegt framlag ríkisins verði aukið úr 38 milljónum króna í 70. Í mars fór stjórnin fram á 140 milljón króna árlegt framlag, en hefur nú lækkað þá ósk. Ráðuneytið hefur boðið 57 milljón krónur árlega. Því hafnaði skólinn í júní.

Ákeyrslum á sauðfé fækkar til muna

Ákeyrslum á sauðfé á Vestfjörðum hefur stórfækkað milli ára að sögn Önundar Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Það sem af er þessu ári hafa komið upp 44 mál þessa eðlis, en þau voru 76 talsins á sama tímabili í fyrra.

Tók tvö ólögleg net með makríl

Eftirlitsmaður frá Fiskistofu gerði síðastliðinn sunnudag upptæk tvö net sem lögð höfðu verið á Bíldudalsvogi. Bannað er að hafa net við strendur frá föstudagskvöldi til þriðjudagsmorguns en einnig er líklegt að þau hafi legið nær ármynni en lög gera ráð fyrir.

Á skilorð fyrir myndatökur í sturtuklefum

Ungt fyrrverandi par frá Húsavík hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa saman að nektarmyndatökum af unglingsstúlkum í upphafi ársins 2010.

Lyfjuð pokadýr, ekki geimverur

Akurhringir á ópíumræktarsvæðum á eyjunni Tasmaníu eru ekki af völdum gesta frá öðrum hnetti, eins og sumir gætu haldið, heldur dýra í óreglu.

Óvissa um áfrýjun Sólheimadóms

Tvær til þrjár vikur gætu enn liðið áður en ríkislögmaður tekur ákvörðun um hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá síðustu viku, í máli Sólheima gegn ríkinu, verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Sjá næstu 50 fréttir