Fleiri fréttir

Telur að ágæt málamiðlun hafi verið komin um Norðlingaöldu

Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, sem kvað upp frægan úrskurð um Norðlingaölduveitu fyrir átta árum, segist enn þeirrar skoðunar að það hafi verið góð samkomulagsleið að leyfa veituna gegn því að fyrirhugað lón yrði utan friðlands Þjórsárvera.

Ingvi Hrafn útskýrir orð sín.

Ingvi Hrafn Jónsson, fjölmiðlarmaður ætlar að útskýra fyrir hlustendum Bylgjunnar hvað hann átti við með að kalla Guðmund Steingrímsson „framsóknarhomma“.

Nokkuð um umferðalagabrot

Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Ellefu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og tveir í Kópavogi og Garðabæ. Sex voru teknir á laugardag og níu á sunnudag. Þetta voru tíu karlar á aldrinum 20-62 ára og fimm konur, 24-58 ára. Fjórir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

Samkynhneigðir vilja útskýringar á orðinu „framsóknarhommi“

Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá:

Strauss-Kahn segist hafa upplifað martröð

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að síðustu mánuðir hafi verið martröð fyrir sig og fjölskyldu sína og að hann hlakki mikið til að snúa heim til sín.

Íslensk glerlíffæri boðin upp í kvöld

Einn þekktasti hönnuður Íslands, Sigga Heimis, stóð fyrir nýstárlegri sýningu á Menningarnótt sem hún hefur undanfarin fimm ár unnið að með einu þekktasta glerlistasafni heims, Corning glerlistasafninu í New York.

Mikinn reyk lagði frá Sundahöfn

Eldur kviknaði í dekkjum í Sundahöfn um fjögurleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um lítinn eld að ræða og var eldurinn slökktur fljótlega. Töluverðan reyk lagði frá eldinum og sást hann víðsvegar að úr Reykjavík.

Hluti af heila fjarlægður

Breskur maður krefst skaðabóta vegna þess að hluti af heila hans var fjarlægður fyrir mistök í skurðaðgerð. Maðurinn, John Tunney að nafni, hefur og farið fram á að gerð verði rannsókn vegna mistakanna.

Hlaut grunsamlegar greiðslur

Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, fékk áfram greitt frá News Corp eftir hann var ráðinn sem talsmaður David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Kosninganefnd mun nú yfirfara hvort þær hafi verið lögleg eður ei.

Óska RÚV til hamingju með Emmy tilnefningu

Stjórn Blaðamannafélag Íslands samþykkti ályktun í dag þar sem fréttastofu RÚV er óskað til hamingju með þá miklu viðurkenningu sem fólgin er í því fyrir fréttamenn og fréttamyndatökumenn fréttastofunnar að fréttaflutningur af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafi verið tilnefndur til Emmyu verðlauna. Segir stjórn Blaðamannafélagsins að þetta sé glæsilegur árangur af starfi frétta- og fréttamyndatökumanna fréttastofunnar um árabil.

Nemendur krefjast þess að ráðuneytið hlusti

40 nemendur úr Kvikmyndaskóla Íslands sitja nú fyrir utan skrifstofur menntamálaráðuneytisins. Þeir krefjast þess að ráðuneytið hlusti á skólann og tilboð frá honum.

Amy dó ekki úr ofneyslu eiturlyfja

Ofneysla eiturlyfja var ekki það sem olli andláti Amy Winehouse. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölskylda Winehouse sendi fjölmiðlum í dag.

Polli er týndur

Dísarpáfagaukurinn okkar, Polli, er týndur. Hann flaug frá Gullsmára 8 í Kópavogi um klukkan 13:00 í dag og sást seinast þegar hann flaug í átt að Garðabæ. Hann er býsna hávær og ef einhver sér hann þá er hann beðinn um að hafa samband við Hrafn Oddsson í síma 8942131 eða lögregluna Meðfylgjandi er mynd af gauknum með einum af eigendum sínum.

Inn fyrir varnarmúrinn

Uppreisnarmenn í Líbíu hafa brotið niður varnarmúrinn kringum vígvarðar höfuðstöðvar Gaddafi í miðborg Tripoli.

Síminn stoppar ekki hjá Guðmundi Steingríms

Undanfarin sólarhring hefur síminn ekki stoppað og pósti rignir inn. Þetta segir Guðmundur Steingrimsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í pistli á vefsíðu sinni þar sem hann útskýrir úrsögn sína úr Framsóknarflokknum.

Irene nálgast Bahamaeyjar

Fellibylurinn Irene nálgast nú óðum eyjar í karabíska hafinu. Búist er við því að hann muni ná Bahamas í nótt, eftir því sem fram kemur á BBC. Vindstyrkur fellibylsins nær upp í allt að 160 kílómetrum á klukkustund. Irene hefur þegar farið yfir Púrtó Rikó og Dóminíska lýðveldið með miklum vindhviðum og úrhellisrigningu. Veðurfræðingar búast við því að fellibylurinn muni magnast enn meira og ná suðausturhluta Bandaríkjanna um helgina.

Breskir hermenn aðstoða uppreisnarmenn

Uppreisnarmenn í Líbíu njóta leiðsagnar sérþjálfaðra breskra hermanna. Þetta kemur fram í frétt Guardian. Nærveru þeirra er opinberlega vísað á bug af yfirvöldum.

Kína vill engin afskipti af Sýrlandi

Kínverjar eru óánægðir með hinn alþjóðlega þrýsting sem hlaðist hefur á forseta Sýrlands, Bashar al-Assad. Síðustu daga hafa þjóðhöfðingjar hinna ýmsu landa krafist þess að Assad láti af völdum í Sýrlandi.

Velferðarráðuneytið áfrýjar í Sólheimamáli

Velferðarráðherra hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sólheima í Grímsnesi gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. Ráðherra kynnti ákvörðunina á fundi ríkisstjórnar í dag. Ákvörðun ríkislögmanns er tekin á grundvelli tilmæla frá Ríkislögmanni

Hersveitir Gaddafís skutu frá sér

Hið minnsta tveir fórust og fjölmargir særðust eftir að hersveitir Gaddafis, leiðtoga Líbíu, sendu skotflaugar frá aðsetri hans í Trípolí höfuðborg Líbíu. Þar hefur verið hart barist í allan dag, einkum eftir að í ljós kom að sonur Gaddafís er alls ekki í haldi uppreisnarmanna eins og áður var talið. Atlantshafsbandalagið hefur brugðist við með því að senda herþotur yfir Trípoli, eftir því sem Sky fréttastofan greinir frá. Fréttir hafa borist af því að þotur Atlantshafsbandalagsins hafi skotið á húsnæði Gaddafis, en það hefur ekki fengist staðfest.

Árásir í Sýrlandi halda áfram

Sjö manns létu lífið þegar öryggissveitir í Sýrlandi skutu á mótmælendur í gær. Fréttir berast af því að árásir hafi haldið áfram í dag, öryggissveitir hafi ráðist inn í þorp og handtekið marga.

Stytta af Martin Luther King

Hátt á 10 metra granít-stytta af Martin Luther King hefur verið afhjúpuð suður af Hvíta Húsinu í Washington borg. Barack Obama mun vígja styttuna 28. ágúst næstkomandi, og markar sú athöfn afmæli ræðunnar ódauðlegu „I have a dream," þar sem Martin krafðist jafnréttis kynþátta.

Óvíst hvernig nýja fangelsið verður fjármagnað

Fangelsið á Hólmsheiði í Reykjavík verður gæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsi fyrir 56 fanga. Aðspurður um hvort fangelsið verði reist með einkaframkvæmd eða ekki segir Ögmundur Jónasson það ekki afráðið. Það sé þó alveg víst að á endanum greiði skattborgararnir fyrir byggingu þess.

Fornleifar í Skagafirði

Fornleifafræðingar Byggðasafns Skagafjarðar fundu nýverið ævafornt kirkjustæði og skeyttu þar með einum 500 árum framan við kirkjusögu á bænum Óslandi í austanverðum Skagafirði.

Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um byggingu fangelsis

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði, ofan Grafarholts í Reykjavík. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna, samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Bakland Guðmundar óánægðir Evrópusinnar í Framsókn

Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna.

Þjóðverjar týndir í Afghanistan

Utanríkisráðherra Þýskalands segir tvo Þjóðverja týnda í Afghanistan. Einhverjar líkur eru til þess að um mannrán sé að ræða. Ráðherrann segir að yfir standi „ofsafengin leit" að mönnunum. Hann neitaði að veita frekari upplýsingar.

Kvikmyndaskólinn settur á föstudaginn en skólahald frestast

Kvikmyndaskóli Íslands verður settur í Bíó paradís á föstudaginn klukkan eitt. Engu að síður hefur stjórn skólans ákveðið að fresta formlegu skólahaldi til 4. nóvember 2011. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn skólans sendi frá sér rétt fyrir hádegi.

Símkerfið bilað hjá Háskólanum

Símkerfi Háskóla Íslands liggur niðri þessa stundina. Því er ekki hægt að hafa samband við skólann símleiðis. Viðgerð stendur yfir og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Fresta fundi með lánveitendum

Yfirvöld í Kambódíu hafa frestað mikilvægum fundi með erlendum lánveitendum um óákveðinn tíma. Þetta var tilkynnt miðvikudaginn síðasta í kjölfar þess að Alþjóðabankinn stöðvaði lán til ríkisstjórnarinnar.

Guðmundur formlega genginn úr Framsóknarflokknum

Guðmundur Steingrímsson alþingismaður mætti á skrifstofu Framsóknarflokksins i dag til þess að segja sig úr flokknum. Hann ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins um afstöðu sína.

Skemmdir unnar á bílum Securitas

Skemmdir hafa verið unnar á bílum Securitas í Skeifunni í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um skemmdarverkin klukkan korter í átta í morgun, en ekki er vitað hversu margir bílar voru skemmdir. Ekki náðist í Guðmund Arason, forstjóra Securitas, vegna málsins.

Segja son Gaddafís hafa flúið úr varðhaldi

Sonur Múammars Gaddafís Líbíuleiðtoga er ekki í haldi uppreisnarmanna eins og fullyrt var í gær. Harðir bardagar geisa nú við aðsetur Gaddafís í Trípólí. Í gær leit út fyrir að uppreisnarmenn væru við það að bera sigurorð af Gaddafí og binda þar með enda á rúmlega fjögurra áratuga einræðisstjórn hans.

Frakkar þjálfuðu uppreisnarmenn

Utanríkisráðherra Frakklands, Alain Juppe, viðurkenndi í dag að Frakkland hefði sent "fáeina leiðbeinendur" til Líbíu til að þjálfa uppreisnarmenn. Þetta sagði hann í viðtali við útvarpsstöðina Europe-1 en það er ekki í samræmi við fyrri yfirlýsingar, að Frakkar hafi aðeins sent gæslumenn til verndar frönskum erindreka.

Nýtt skólahús vígt í Hvalfjarðarsveit

Nýtt skólahúsnæði verður vígt í Hvalfjarðarsveit í dag við setningu skólans klukkan fjögur. Um er að ræða sameinaðan leik- og grunnskóla í en hönnun hússins var í höndum arkitektastofunnar Studio strik. Ingibjörg Hannesdóttir segir um merkisdag í skólasögu Hvalfjarðarsveitar að ræða.

Höfundur Hound dog og Jailhouse Rock látinn

Textahöfundurinn Jerry Leiber lést í gær, 78 ára að aldri. Leiber er þekktastur fyrir að hafa samið lögin Hound Dog og Jailhouse Rock sem rokk-kóngurinn Elvis Presley gerði ódauðleg á sínum tíma.

Sjá næstu 50 fréttir