Innlent

Telur að ágæt málamiðlun hafi verið komin um Norðlingaöldu

Jón Kristjánsson, fyrrverandi ráðherra, sem kvað upp frægan úrskurð um Norðlingaölduveitu fyrir átta árum, segist enn þeirrar skoðunar að það hafi verið góð samkomulagsleið að leyfa veituna gegn því að fyrirhugað lón yrði utan friðlands Þjórsárvera.

Í deilum um Norðlingaölduveitu og Þjórsárver árið 2003 litu margir á það sem Salomonsdóm sem Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, kvað þá upp en hann segist í viðtali við Ólöfu Björk Bragadóttur á Egilsstöðum í dag hafa lagt það til grundvallar í sínum úrskurði að koma lóninu út úr friðlandinu.

Jón segir að úrskurðurinn hafi í fyrstu fengið mjög góðar undirtektir og menn hafi þá virst vera sáttir. Síðar hafi farið að bera á efasemdum náttúruverndarmanna sem gagnrýndu einkum áhrif veitunnar á fossaröðina fyrir neðan og að vatn færi inn í Eyvafen. Landsvirkjunarmenn hafi hins vegar heldur ekki verið hrifnir.

Jón skoðaði sjálfur svæðið umdeilda á sínum tíma og kveðst í viðtalinu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld standa við fyrri skoðun um nýta eigi svo hagkvæman orkukost og málamiðlun sé rétt. Í Íslandi í dag var svæðið skoðað og farið yfir helstu rök, með og á móti Norðlingaölduveitu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×