Innlent

Fornleifar í Skagafirði

Kirkja frá 11. öld kom í ljós við fornleifarannsókn í Skagafirði.
Kirkja frá 11. öld kom í ljós við fornleifarannsókn í Skagafirði.
Fornleifafræðingar Byggðasafns Skagafjarðar fundu nýverið ævafornt kirkjustæði og skeyttu þar með einum 500 árum framan við kirkjusögu á bænum Óslandi í austanverðum Skagafirði.

Elstu heimildir um kirkju á bænum eru frá árinu 1591í minnisbók Guðbrandar Þorlákssonar. Hennar er einnig getið í Jarðabók Árna og Páls frá 1709, en samkvæmt henni lagðist þjónusta þar af um 1690.

Þegar fornleifafræðingar nú nýverið héldu á staðinn gátu íbúar bæjarins bent á gamlar tóftir sem sokkið höfðu í torf fyrir hálfri öld. Þegar borað var á staðnum komu í ljós fáeinar grafir. Alla vega ein þeirra reyndist frá 11. öld, tekin áður en Hekla gaus árið 1104. Kirkja virðist því hafa verið á svæðinu minnst fimm hundruð árum fyrr en áður var talið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×