Erlent

Hlaut grunsamlegar greiðslur

Andy Coulson fyrir utan Lewisham lögreglustöðina síðastliðinn júlí.
Andy Coulson fyrir utan Lewisham lögreglustöðina síðastliðinn júlí. Mynd/AFP
Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World, fékk áfram greitt frá News Corp eftir hann var ráðinn sem talsmaður David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Kosninganefnd mun nú yfirfara hvort þær hafi verið lögleg eður ei.

Andy Coulson sagði sig úr starfi sínu hjá Cameron eftir að í ljós kom að hann var viðriðinn miklar símahleranir á starfsferli sínum hjá News of the World. Hann hefur þegar verið handtekinn vegna málsins.

Coulson var ráðinn sem talsmaður Cameron árið 2007. Það sem eftir lifði árs fékk hann samtals nokkur þúsund pund frá News Corp, sem er í eigu fjölmiðlajöfursins Rupert Murdoch. Aukinheldur fékk hann heilbrigðisþjónustu og fyrirtækisbíl. Ekki hefur fengist skýrt hví hann fékk þessi hlunnindi.

Árið 2009 á nefndarfundi breska þingsins var Coulson sérstaklega inntur eftir því hvort hann hefði haft einhverja aðra innkomu meðan hann vann fyrir Cameron. Coulson neitaði því.

Allt hefur þetta valdið miklum vangaveltum yfir tengslum Murdoch og Cameron og dregið mjög úr trúverðugleika hins síðarnefnda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×