Fleiri fréttir

„Við skulum sjá hvað gerist í lok vikunnar“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ómögulegt að segja til um hvert kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir leiða. Það sem skipti máli sé að deiluaðilar séu að ræða saman.

Brottfall nemenda nánast horfið eftir stuðning Íslendinga

Fyrir fáeinum árum voru aðeins fjórar nothæfar kennslustofur í Milimbo grunnskólanum í Mangochihéraði í Malaví. Allir nemendur skólans eru nú komnir undir þak, þökk sé stuðningi héraðsyfirvalda í Mangochi gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Formaður og annar varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis heimsóttu skólann.

Tveimur af þremur skipt út í siðanefnd Alþingis

Þau Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, víkja sæti í siðanefnd Alþingis en nefndin fær Klaustursmálið svokallaða inn á borð til sín á næstunni.

Bolsonaro gengst undir aðgerð

Læknar hafa ráðlagt Brasilíuforseta að hvílast í tvo sólarhringa eftir aðgerð og mun varaforsetinn vera starfandi forseti á þeim tíma.

„Eina sem við gátum gert var að láta þessa menn fara“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að það hafi aldrei komið til greina af hálfu stjórnar og grasrótar flokksins að biðja þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson um að stíga til hliðar. Eina sem flokkurinn hafi getað gert var að láta þá fara.

Starfskostnaður presta árlega kringum 120 milljónir króna

Prestar fá árlega fasta upphæð greidda til reksturs embætta þeirra. Árleg upphæð þeirra getur samsvarað þrettánda mánuðinum allt eftir því hvernig brauð hvers og eins er. Árin 2013-2017 voru greiddar rúmar 317 milljónir í aksturspeni

Spáð allt að fimmtán stiga frosti

Það er eindregin norðanátt í kortunum fram að helgi með éljum fyrir norðan en yfirleitt björtu veðri og talsverðu frosti sunnan heiða, einkum inn til landsins, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Segir björn hafa passað sig í tvo daga

Þriggja ára drengur, sem fannst í skóglendi eftir tveggja daga leit í Norður-Karólínu, segist hafa lifað þrekraunina af þökk sé birni sem veitti honum félagsskap í frostinu.

Fundað þrisvar í vikunni

Samninganefndir í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins munu funda þrisvar í vikunni hjá ríkissáttasemjara.

Ráðuneytið hefur leyst landfestar Kleifabergs

Réttaráhrifum veiðileyfasviptingu Kleifabergs RE-70 hefur verið frestað til 15. apríl næstkomandi á meðan unnið er úr kæru Brims á ákvörðun Fiskistofu. Andmælaréttur fyrirtækisins ekki virtur. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi.

Bæjarráðið jákvætt í garð alþjóðaflugvallar

Bæjarráð sveitarfélagsins Árborgar hefur lýst yfir jákvæðri afstöðu til þess að fram fari rannsóknir á "náttúrulegum, viðskiptalegum og lagalegum forsendum þess að alþjóðaflugvelli verði fundinn staður í Árborg,“ að því er fram kemur í fundargerð ráðsins.

Útilokar ekki að vinna með saksóknara

Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni.

Vilja sömu laun og aðrir sauðfjárbændur

Kaupfélag Skagfirðinga og sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga sem staðsett er á Blönduósi hafa ákveðið að greiða viðbótargreiðslu á allt lambakjöt sem lagt var inn síðastliðið haust.

Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Telur siðareglur ekki eiga við um þjóðkjörna fulltrúa

Siðareglur eiga ekki við í tilfelli þjóðkjörinna fulltrúa og þar af leiðandi ekki heldur siðanefnd Alþingis að mati Brynjars Níelssonar þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Með siðareglunum hafi verið opnað Pandórubox og þróunin muni verða sú að fólk muni kæra í sífellu.

Átta bandarísk systkini skírð í Hallgrímskirkju

Átta bandarísk systkini voru skírð í Hallgrímskirkju í dag. Sóknarprestur kirkjunnar segir það færast í aukana að erlendir ferðamenn leiti til kirkjunnar vegna ýmissa athafna, svo sem skírna og brúðkaupa.

Sindri og Matthías áfrýja

Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar.

Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“

Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni.

Sjá næstu 50 fréttir