Gagnrýnir Landvernd fyrir að hampa leið sem ekki hefur verið rannsökuð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2019 14:45 Séð yfir vegstæði R-leiðar frá Reykjanesi í átt til Skálaness. Þverunin yfir Þorskafjörð færi yfir sjávarfitjar og leirur sem lítið hafa verið rannsakaðar. Utan við Reykhóla færi vegurinn yfir tugi hektara af ósnortnu votlendi, að sögn Gauta Eiríkssonar. Mynd/Egill Aðalsteinsson, Stöð 2. „Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel,“ segir Gauti Eiríksson náttúrufræðikennari í bréfi til Landverndar í tilefni fréttatilkynningar sem samtökin sendu frá sér fyrir helgi. Þar hrósaði Landvernd sveitarstjórn Reykhólahrepps fyrir að skoða R-leið og setja með því umhverfið í forgang. Landvernd átaldi um leið Vegagerðina fyrir að sýna ekki sömu framsýnu viðhorf og hreppsnefndin. Gauti hefur gefið út fjölda myndbanda fyrir náttúrufræðikennslu en hann kennir bæði stærðfræði og náttúrufræði við Álftanesskóla. Gauti segist einnig hafa haft samband við samtökin Ungir umhverfissinnar, sem fyrir áramót hrósuðu Reykhólahreppi fyrir að hafa tekið R-leiðina til raunverulegrar skoðunar sem framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. „Ég sendi póst á bæði þessi samtök og gerði athugasemd við að í fyrsta lagi þá hefur R-leiðin ekki farið í gegnum umhverfismat og því ekki hægt að fullyrða neitt. Þar að auki fór ég yfir hver helstu umhverfisáhrifin af R-leiðinni eru því hún er lítið skárri en ÞH-leiðin ef ekki verri,“ segir Gauti en hann er ættaður frá Stað í Reykhólasveit. Horft til suðurs frá Stað á Reykjanesi. R-leiðin er teiknuð yfir ósnortið votlendi neðan við túnin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég átti í töluverðum samskiptum við unga umhverfissinna og þeir viðurkenndu að R-leiðin væri slæm en þegar ég fór fram á að þeir drægju þessa ályktun til baka þá kom annað hljóð í strokkinn og þeir voru alveg harðir á því að ÞH-leiðin væri svo slæm það þyrfti ekkert að ræða þetta frekar. Ég hef fengið eitt svar frá Landvernd þar sem framkvæmdastjóri Landverndar viðurkennir að þau hefðu átt að taka fram að þetta væri órannsakað en vill ekki draga neitt í land með þetta,“ segir Gauti. „Af hverju er R-leiðinni hampað þegar það er augljóst og hefur komið fram í skýrslum Vegagerðarinnar að umhverfisáhrifin eru síst minni en á ÞH-leið? Það eru ekki góð vinnubrögð að mínu mati og í raun skaðleg allri umræðu um umhverfismál í þessu landi,“ segir Gauti.Viðbót klukkan 17.00. Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna, vill taka fram vegna orða Gauta: „Hið sanna í málinu er að í bréfi UU var því fagnað að leið R væri tekin til raunverulegrar skoðunar. Eins tókum við fram að, miðað við fyrirliggjandi gögn, væri ekki betur séð en að R-leið væri farsæl málamiðlun varðandi samfélags-, byggða-, umhverfis- og kostnaðarsjónarmið. Að því sögðu kom skýrt fram í samskiptum okkar við Gauta að mikilvægt að væri að allra nauðsynlegra gagna yrði aflað til að bera valkostina saman á hlutlægan hátt. Gauti er því að fara með rangt mál þegar hann heldur því fram að við værum "[...svo hörð] á því að ÞH-leiðin væri svo slæm það þyrfti ekkert að ræða þetta frekar.""Frá Reykhólasveitarvegi um Barmahlíð. Vaðalfjöll í baksýn og Berufjörður til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér er bréf Gauta til Landverndar: Góðan dag. Í dag las ég frétt á ruv.is þess efnis að Landvernd hefði séð ástæðu til að hrósa sveitarstjórn Reykhólahrepps fyrir að sýna umhverfinu umhyggju með því að skoða nýja leið í gegnum sveitarfélagið. Ég geri ekki athugasemd við að Landvernd berjist gegn vegagerð um Teigsskóg en ég geri athugasemdir við þessa fréttatilkynningu frá ykkur. Sú leið sem þið eruð að hrósa sveitarstjórn fyrir að hafa skoðað hefur verið kölluð R-leið (A3 er sambærileg leið sem Vegagerðin skoðaði og er í grundvallaratriðum eins og R-leið nema hvað brúin er ekki eins) hefur ekki farið í gegnum umhverfismat. Þau gögn sem hreppurinn lét vinna fyrir sig (skýrsla Multiconsult og valkostagreining Viaplan) notuðust við umhverfismat á leið sem Vegagerðin kallaði A1 (ég kem að samanburðinum á þessum leiðum síðar í þessu bréfi). Sú leið er í grundvallaratriðum ólík R-leið. Ég á svolítið erfitt með að átta mig á af hverju samtök eins og Landvernd sjá ástæðu til að taka afstöðu með leið sem ekki hefur verið rannsökuð. Á það bæði við um umhverfisáhrifin og brúarsmíðina. Skýrsla Multiconsult byggir ekki á neinum rannsóknum um brúarstæðið því þær rannsóknir hafa ekki farið fram. Það er alls ekki þannig að R-leiðin valdi ekki umhverfisáhrifum. Þetta er ekki samanburður við ÞH-leiðina en þessi atriði komu ekki nóg vel fram í valkostaskýrslu Viaplan. Ég get ekki útskýrt af hverju það var. Helstu umhverfisáhrifin eru: Innan við Reykhóla fer vegurinn um vatnsverndarsvæði þorpsins. Vegurinn er fyrir neðan brunnana eins og þeir eru í dag en vatnsverndarsvæðið nær skilgreint langt niður fyrir veg. Samkvæmt R-leið þá kemur öll þungaumferð fyrir Vestfirði inn á vatnsverndarsvæði þorpsins (eftir að Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði klárast). Þetta kemur ekki fram í valkostagreiningu Viaplan því sveitarstórn telur veginn frá Reykhólum og inn í Berufjörð ekki hluta af þessari leið þó öll umferðin fari um hann. Utan við Reykhóla fer vegurinn yfir mólendi og votlendi. Það eru tugir hektara af ósnortnu votlendi sem fer undir veg en þarna er lítill halli á landinu og því þarf að þurrka upp land langt út fyrir veginn. Nýr vegur út Reykjanesið takmarkar einnig endurheimt votlendis á stóru svæði. Endurheimt votlendis er talin vera skilvirk leið til að minnka kolefnisfótspor Íslands. Vegurinn sem liggur út Reykjanesið í dag er örmjór og er langt frá því að hafa þann burð sem þarf undir væntanlega umferð. Því þarf að byggja upp nýjan veg og hafa nær fullkomin jarðvegsskipti undir þann veg. Samkvæmt 61.grein laga um náttúrvernd (2013 nr.60 10.apríl) njóta votlendi stærri en 20.000 fermetrar sérstakrar verndar. Það er ekki nema tveir hektarar og þetta votlendi er mun stærra. Þetta votlendi er að mestu þar sem gerður væri nýr vegur yst á Reykjanesinu. Grein 61 í þessum lögum er sama greinin og gefur Teigsskógi vernd. Laga þarf veginn út Barmahlið með miklu raski þar til að vegurinn uppfylli þá öryggisstaðla sem svona vegur þarf að uppfylla. Ef laga á veginn á þann hátt að minnka brekkur þá þarf að fara mjög nálægt torfbænum í Börmum. Oddvitinn segir að það þurfi að laga veginn hvort sem er. Það er að hluta til rétt en það er tvennt ólíkt að laga hann fyrir þá umferð sem fer um hann í dag og síðan þá umferð sem gert er ráð fyrir síðar þegar öll Vestfjarðaumferðin bætist við. Hér skiptir ekki öllu hvenær þetta yrði gert. Vegurinn liggur í gegnum friðland en æðarvarpið á Stað og í Árbæ (yst á Reykjanesinu) er friðlýst frá 2. júní 2009. Hluti af þeim grjótnámum sem nefndar eru í skýrslu Multiconcult eru innan þessa friðlands. Þverunin yfir Þorskafjörðinn fer yfir sjávarfitjar og leirur sem lítið hafa verið rannsakaðar. Það gerir ÞH leiðin líka en á ekki á sama stað. Eins og áður kom fram þá virðist valkostagreining Viaplan byggja á umhverfismati á leið A1 (það er eina matið sem hefur farið fram á þessu svæði). Leið A1 er ólík R/A3 í grundvallaratriðum: Leið A1 sendir ekki alla umferðina um vatnsverndarsvæði þorpsins og um Barmahlíðina. Leið A1 liggur ekki nema að litlu leyti um friðlandið yst á Reykjanesinu en ekki þvert yfir það mitt eins og R-leiðin. Sama má segja um votlendið. Leið A1 krefst ekki vegar af sömu stærðargráðu hvorki utan né innan við Reykhóla. Vegagerðin fór yfir þessi mál eftir að skýrsla Multiconcult kom út í haust. Í þeirra skýrslu kemur fram að ætluð umhverfisáhrifin af R-leið séu ekki marktækt minni. Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel. Ég geri ekki athugasemd við að samtök eins og Landvernd skipti sér af vegagerð eða öðrum framkvæmdum. Það er hins vegar verra þegar það er gert á þennan hátt. Ef umhverfið á að ráða í þessu máli þá er svarið við því ekki R-leið. Með bestu kveðju Gauti EiríkssonFrá Reykhólasveitarvegi í Barmahlíð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umhverfismál Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel,“ segir Gauti Eiríksson náttúrufræðikennari í bréfi til Landverndar í tilefni fréttatilkynningar sem samtökin sendu frá sér fyrir helgi. Þar hrósaði Landvernd sveitarstjórn Reykhólahrepps fyrir að skoða R-leið og setja með því umhverfið í forgang. Landvernd átaldi um leið Vegagerðina fyrir að sýna ekki sömu framsýnu viðhorf og hreppsnefndin. Gauti hefur gefið út fjölda myndbanda fyrir náttúrufræðikennslu en hann kennir bæði stærðfræði og náttúrufræði við Álftanesskóla. Gauti segist einnig hafa haft samband við samtökin Ungir umhverfissinnar, sem fyrir áramót hrósuðu Reykhólahreppi fyrir að hafa tekið R-leiðina til raunverulegrar skoðunar sem framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. „Ég sendi póst á bæði þessi samtök og gerði athugasemd við að í fyrsta lagi þá hefur R-leiðin ekki farið í gegnum umhverfismat og því ekki hægt að fullyrða neitt. Þar að auki fór ég yfir hver helstu umhverfisáhrifin af R-leiðinni eru því hún er lítið skárri en ÞH-leiðin ef ekki verri,“ segir Gauti en hann er ættaður frá Stað í Reykhólasveit. Horft til suðurs frá Stað á Reykjanesi. R-leiðin er teiknuð yfir ósnortið votlendi neðan við túnin.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég átti í töluverðum samskiptum við unga umhverfissinna og þeir viðurkenndu að R-leiðin væri slæm en þegar ég fór fram á að þeir drægju þessa ályktun til baka þá kom annað hljóð í strokkinn og þeir voru alveg harðir á því að ÞH-leiðin væri svo slæm það þyrfti ekkert að ræða þetta frekar. Ég hef fengið eitt svar frá Landvernd þar sem framkvæmdastjóri Landverndar viðurkennir að þau hefðu átt að taka fram að þetta væri órannsakað en vill ekki draga neitt í land með þetta,“ segir Gauti. „Af hverju er R-leiðinni hampað þegar það er augljóst og hefur komið fram í skýrslum Vegagerðarinnar að umhverfisáhrifin eru síst minni en á ÞH-leið? Það eru ekki góð vinnubrögð að mínu mati og í raun skaðleg allri umræðu um umhverfismál í þessu landi,“ segir Gauti.Viðbót klukkan 17.00. Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna, vill taka fram vegna orða Gauta: „Hið sanna í málinu er að í bréfi UU var því fagnað að leið R væri tekin til raunverulegrar skoðunar. Eins tókum við fram að, miðað við fyrirliggjandi gögn, væri ekki betur séð en að R-leið væri farsæl málamiðlun varðandi samfélags-, byggða-, umhverfis- og kostnaðarsjónarmið. Að því sögðu kom skýrt fram í samskiptum okkar við Gauta að mikilvægt að væri að allra nauðsynlegra gagna yrði aflað til að bera valkostina saman á hlutlægan hátt. Gauti er því að fara með rangt mál þegar hann heldur því fram að við værum "[...svo hörð] á því að ÞH-leiðin væri svo slæm það þyrfti ekkert að ræða þetta frekar.""Frá Reykhólasveitarvegi um Barmahlíð. Vaðalfjöll í baksýn og Berufjörður til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hér er bréf Gauta til Landverndar: Góðan dag. Í dag las ég frétt á ruv.is þess efnis að Landvernd hefði séð ástæðu til að hrósa sveitarstjórn Reykhólahrepps fyrir að sýna umhverfinu umhyggju með því að skoða nýja leið í gegnum sveitarfélagið. Ég geri ekki athugasemd við að Landvernd berjist gegn vegagerð um Teigsskóg en ég geri athugasemdir við þessa fréttatilkynningu frá ykkur. Sú leið sem þið eruð að hrósa sveitarstjórn fyrir að hafa skoðað hefur verið kölluð R-leið (A3 er sambærileg leið sem Vegagerðin skoðaði og er í grundvallaratriðum eins og R-leið nema hvað brúin er ekki eins) hefur ekki farið í gegnum umhverfismat. Þau gögn sem hreppurinn lét vinna fyrir sig (skýrsla Multiconsult og valkostagreining Viaplan) notuðust við umhverfismat á leið sem Vegagerðin kallaði A1 (ég kem að samanburðinum á þessum leiðum síðar í þessu bréfi). Sú leið er í grundvallaratriðum ólík R-leið. Ég á svolítið erfitt með að átta mig á af hverju samtök eins og Landvernd sjá ástæðu til að taka afstöðu með leið sem ekki hefur verið rannsökuð. Á það bæði við um umhverfisáhrifin og brúarsmíðina. Skýrsla Multiconsult byggir ekki á neinum rannsóknum um brúarstæðið því þær rannsóknir hafa ekki farið fram. Það er alls ekki þannig að R-leiðin valdi ekki umhverfisáhrifum. Þetta er ekki samanburður við ÞH-leiðina en þessi atriði komu ekki nóg vel fram í valkostaskýrslu Viaplan. Ég get ekki útskýrt af hverju það var. Helstu umhverfisáhrifin eru: Innan við Reykhóla fer vegurinn um vatnsverndarsvæði þorpsins. Vegurinn er fyrir neðan brunnana eins og þeir eru í dag en vatnsverndarsvæðið nær skilgreint langt niður fyrir veg. Samkvæmt R-leið þá kemur öll þungaumferð fyrir Vestfirði inn á vatnsverndarsvæði þorpsins (eftir að Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði klárast). Þetta kemur ekki fram í valkostagreiningu Viaplan því sveitarstórn telur veginn frá Reykhólum og inn í Berufjörð ekki hluta af þessari leið þó öll umferðin fari um hann. Utan við Reykhóla fer vegurinn yfir mólendi og votlendi. Það eru tugir hektara af ósnortnu votlendi sem fer undir veg en þarna er lítill halli á landinu og því þarf að þurrka upp land langt út fyrir veginn. Nýr vegur út Reykjanesið takmarkar einnig endurheimt votlendis á stóru svæði. Endurheimt votlendis er talin vera skilvirk leið til að minnka kolefnisfótspor Íslands. Vegurinn sem liggur út Reykjanesið í dag er örmjór og er langt frá því að hafa þann burð sem þarf undir væntanlega umferð. Því þarf að byggja upp nýjan veg og hafa nær fullkomin jarðvegsskipti undir þann veg. Samkvæmt 61.grein laga um náttúrvernd (2013 nr.60 10.apríl) njóta votlendi stærri en 20.000 fermetrar sérstakrar verndar. Það er ekki nema tveir hektarar og þetta votlendi er mun stærra. Þetta votlendi er að mestu þar sem gerður væri nýr vegur yst á Reykjanesinu. Grein 61 í þessum lögum er sama greinin og gefur Teigsskógi vernd. Laga þarf veginn út Barmahlið með miklu raski þar til að vegurinn uppfylli þá öryggisstaðla sem svona vegur þarf að uppfylla. Ef laga á veginn á þann hátt að minnka brekkur þá þarf að fara mjög nálægt torfbænum í Börmum. Oddvitinn segir að það þurfi að laga veginn hvort sem er. Það er að hluta til rétt en það er tvennt ólíkt að laga hann fyrir þá umferð sem fer um hann í dag og síðan þá umferð sem gert er ráð fyrir síðar þegar öll Vestfjarðaumferðin bætist við. Hér skiptir ekki öllu hvenær þetta yrði gert. Vegurinn liggur í gegnum friðland en æðarvarpið á Stað og í Árbæ (yst á Reykjanesinu) er friðlýst frá 2. júní 2009. Hluti af þeim grjótnámum sem nefndar eru í skýrslu Multiconcult eru innan þessa friðlands. Þverunin yfir Þorskafjörðinn fer yfir sjávarfitjar og leirur sem lítið hafa verið rannsakaðar. Það gerir ÞH leiðin líka en á ekki á sama stað. Eins og áður kom fram þá virðist valkostagreining Viaplan byggja á umhverfismati á leið A1 (það er eina matið sem hefur farið fram á þessu svæði). Leið A1 er ólík R/A3 í grundvallaratriðum: Leið A1 sendir ekki alla umferðina um vatnsverndarsvæði þorpsins og um Barmahlíðina. Leið A1 liggur ekki nema að litlu leyti um friðlandið yst á Reykjanesinu en ekki þvert yfir það mitt eins og R-leiðin. Sama má segja um votlendið. Leið A1 krefst ekki vegar af sömu stærðargráðu hvorki utan né innan við Reykhóla. Vegagerðin fór yfir þessi mál eftir að skýrsla Multiconcult kom út í haust. Í þeirra skýrslu kemur fram að ætluð umhverfisáhrifin af R-leið séu ekki marktækt minni. Af ofangreindu sé ég ekki að Landvernd geti staðið við þessa fréttatilkynningu. Trúverðugleiki samtakanna er í húfi. Það er ekki hægt að halda svona fram án þess að vitna í gögn eða kynna sér málið vel. Ég geri ekki athugasemd við að samtök eins og Landvernd skipti sér af vegagerð eða öðrum framkvæmdum. Það er hins vegar verra þegar það er gert á þennan hátt. Ef umhverfið á að ráða í þessu máli þá er svarið við því ekki R-leið. Með bestu kveðju Gauti EiríkssonFrá Reykhólasveitarvegi í Barmahlíð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umhverfismál Tengdar fréttir Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15 Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Krafa um göng í stað vegar um Teigsskóg gæti þýtt áratugabið Hugmynd um að leysa Teigsskógarhnútinn með jarðgöngum gæti þýtt áratugabið á framkvæmdum, miðað við þá jafnvægispólitík sem tíðkast í skiptingu vegafjár milli landshluta. 23. janúar 2019 20:15
Ráðgjafar Reykhólahrepps í vondum málum í Noregi Norska verkfræðistofan Multiconsult er miðdepillinn í einhverju mesta byggingahneyksli Noregs, gríðarlegri framúrkeyrslu á kostnaði við endurbyggingu norska Stórþingsins í miðborg Oslóar. 26. janúar 2019 08:45
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00