Fleiri fréttir

ILO-samþykktin verður fullgilt

Íslensk stjórnvöld hyggjast fullgilda samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni sem samþykkt var á þingi ILO í júní síðastliðnum.

Dæmt í máli Seðlabankans

Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins.

Margar kynslóðir saman í hádegismat

Mötuneytisvandræði Seyðisfjarðarskóla leystust með því að smala öllum saman í hádegismat í félagsheimilinu þar sem margar kynslóðir snæða saman. Skólastjóri hvetur önnur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama.

80 prósent verða fyrir ofbeldi

Um 80 prósent kvenna á Alþingi verða fyrir kynbundnu ofbeldi samkvæmt nýrri könnun. Hlutfallið er hærra hér á landi en í öðrum löndum Evrópu. Mestur er munurinn á líkamlegu og efnahagslegu ofbeldi.

Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða

Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi.

Slökkviliðið tók þátt í Tetris-áskoruninni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í nýjasta æðinu á Internetinu í dag, svokallaðri Tetris-áskorun. Öllum búnaði úr nýju slökkviliðsbílunum var stillt upp líkt og um Tetris-leikinn væri að ræða.

Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast

Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir.

Venesúela tekur sæti í mannréttindaráði SÞ

Suður-Ameríkuríkið Venesúela hlaut í daga sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna, þrátt fyrir að ríkisstjórn Nicolas Maduro hafi verið gagnrýnd víða um heim fyrir meint brot á mannréttindum.

Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn

Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni.

Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn

Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað.

Erdogan samþykkir að leggja niður vopnin tímabundið

Forseti Tyrklands féllst á bón varaforseta og utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að gera hlé á innrás sinni í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Vopnahlé verður í 120 klukkustundir og er ætlast til þess að hersveitir Kúrda yfirgefi það svæði við landamæri ríkjanna sem Tyrkir hafa útnefnt öruggt.

Fundur G7 haldinn á golfklúbbi Trump í Miami

Fyrirhugaður fundur G7 ríkjanna í júní á næsta ári mun fara fram í húsnæði golfklúbbsins National Doral Miami, klúbbs í eigu forseta Bandaríkjanna Donald Trump

Sinnulítil gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum

Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.

Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn.

Ísland styður baráttuna gegn fæðingarfistli

Örkuml og útskúfun er oft örlög kvenna í fátækum ríkjum, sem fá fæðingarfistil. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hlustaði á dögunum á reynslusögur nokkurra kvenna í Síerra Leóne, en Íslendingar styðja verkefni á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í landinu þar sem boðið er upp á meðferð gegn fistli.

Hulunni svipt af nýjum Toyota Yaris

Toyota kynnti í gær nýja kynslóð af Toyota Yaris. Hann er lægri, breiðari og grimmari en áður. Bíllinn er væntanlegur á næsta ári.

Ármann vill í nýja Vogabyggð

Glímufélagið Ármann hefur óskað formlega eftir viðræðum um nýtt íþróttasvæði sem myndast með nýrri íbúðabyggð í Vogabyggð. Félagið hefur sent menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur bréf þess efnis.

Samningur um meðferðarstofnun í Krýsuvík til endurskoðunar

Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum.

Sjá næstu 50 fréttir