Fleiri fréttir

Gáfu frá sér meira en 50 þúsund byssur

Íbúar Nýja-Sjálands hafa gefið frá sér meira en 50 þúsund byssur eftir að skotvopnalög landsins voru hert í kjölfar þess að 51 var myrtur í tveimur moskum í Christchurch í mars.

Gul viðvörun um mest allt land og vegum lokað víða

Vegagerðin segir að búast megi við því að Hringveginum á Suðausturlandi verði lokað í dag og þá til miðnættis í kvöld en færð fer versnandi víðast hvar á landinu nema suðvesturhorninu.

Brjálað að gera hjá lögreglu í nótt

Frá ellefu í gærkvöldi til sjö í morgun komu 60 verkefni á borð lögreglu. Miðað við dagbók lögreglu voru margir handteknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Hafa þrisvar lokað vegna veggjalúsa

Sex hundruð hælisleitendur dvelja nú hér á landi í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar og sveitarfélaga. Eitt af þeim var tekið í notkun á ný í dag eftir viðmiklar endurbætur. Ráðist var í þær eftir að veggjalýs fundust þar í þriðja sinn.

Vegir víða lokaðir vegna veðurs

Vegir víða á Norðurlandi og Austurlandi eru lokaðir vegna veðurs. Víðast hvar er vetrarfærð um land allt, mjög víða skafrenningur og hálka eða snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óvíst er hvort íbúar fjölbýlishúss í Breiðholti geti haldið jólin hátíðleg heima hjá sér eftir að eldur kom upp í húsinu í dag. Illa hefur gengið að koma nýjum flugfélögum á koppinn hér á landi. Fjallað verður nánar um þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár

Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu.

Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar

Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Brexitáætlun Boris samþykkt á þingi

Breskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp Boris Johnson, forsætisráðherra, varðandi úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu með miklum meirihluta atkvæða.

Opnað fyrir umferð um Ljósavatnsskarð

Búið er að opna fyrir umferð á hringveginum í gegnum Ljósavatnsskarð. Það er þó gert með fyrirvara enda snjóflóðahætta á svæðinu.

Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB

Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á.

Einstæð móðir frá Nígeríu fær efnismeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga í máli einstæðrar nígerískrar móður sem sótt hefur um alðþjóðlega vernd á Íslandi fyrir sig og barn sitt.

Nýtt geimfar Boeing náði ekki réttri sporbraut

Starliner, nýtt geimfar Boeing, sem Bandaríkin ætla að nota til að flytja geimfara út í geim, náði ekki réttri sporbraut í fyrstu ferð farsins til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Ingveldur verður Hæstaréttardómari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur gert tillögu til forseta Íslands um skipun Ingveldar Einarsdóttur landsréttardómara sem dómara við Hæstarétt Íslands frá og með áramótum.

Vilja leyfa ferðamönnum að keyra um á nagladekkjum níu mánuði á ári

Samtök ferðaþjónustunnar vilja rýmka heimild til að nota nagladekk á bílaleigubílum af öryggissjónarmiðum. Snýr tillagan að því að reglugerð verði breytt og negldir hjólbarðar verði leyfðir á bílaleigubílum frá 1. september til 31. maí eða þrjá og hálfan mánuð umfram aðra bíla.

Eldtungurnar stóðu út um glugga

Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði.

Eldur í húsi í Vesturbergi

Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti.

Vilja að Sveinn Andri leggi fram af­rit af milli­færslum vegna endur­greiðslunnar í þrota­búið

Lögmaður níu af þeim tíu kröfuhöfum sem gert hafa aðfinnslur við störf Sveins Andra Sveinssonar sem skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf. kveðst ekki sjá að ákvörðun dómara, um að Sveini Andra beri að greiða búinu til baka um 100 milljónir króna, sem hann hafði ráðstafað sem þóknunum til sín, byggist á persónulegri óvild dómarans í garð skiptastjórans.

Enn ófært víða um land

Víða er enn ófært á vegum á Norðaustur- og Austurlandi vegna óveðurs sem þar var í gær og nótt. Mokstur er hafinn í Vatnsskarði og er verið að skoða með mokstur á Öxnadalsheiði.

Sjá næstu 50 fréttir