Fleiri fréttir

Flottustu fornbílar landsins á Selfossi í dag

„Bíladella 2020“ er sýning á vegum Bifreiðaklúbbs Suðurlands, sem verður haldin í dag en þar verða sýndir um tvö hundruð fornbílar frá klukkan 13:00 til 17:00.

Hefja framkvæmdir við nýja byggð á Vatnsleysuströnd

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt íbúðahverfi í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir allt að 2.500 manna byggð. Bæjarstjórinn segir hverfið vel í sveit sett miðja vegu milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkursvæðisins.

Ríkisstjórnin styður við endurnýjun björgunarbáta

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær tillögu forsætisráðherra um áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum sem eru væntanleg á næstu þremur árum.

Segir staðsetningu smáhýsa í Hlíðum heppilega

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum.

Undir­búningur verk­falls hjúkrunar­fræðinga á loka­stigi

Samningafundi í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk á fimmta tímanum í dag án niðurstöðu. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni og hefst hann klukkan hálf tíu í fyrramálið. Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma tvo sólarhringa. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir undirbúning verkfalls á lokastigi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum tökum við stöðuna í kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga við ríkið annars vegar og Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hins vegar. Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins var frestað nú síðdegis en boðað hefur verið til annars fundar klukkan hálf tíu á morgun.

Malala Yousafzai lýkur námi við Ox­ford há­skóla

Baráttukonan og Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai lauk í dag síðustu lokaprófunum við Oxford háskóla í Bretlandi þar sem hún hefur stundað nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.

Óskráðir skipverjar skútu ekki skikkaðir í skimun

Fyrsta erlenda skútan sem kemur til landsins eftir að skimun fyrir kórónuveirunni hófst á landamærunum síðastliðinn mánudag lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í dag. Tvö voru um borð en ekki var talin þörf á að skima þau eða skikka í sóttkví.

Framlag upp á 40 milljónir til keppnismatreiðslu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Klúbbur matreiðslumeistara og Íslenska Bocuse d´Or Akademían, undirrituðu í dag samning um 40 milljóna króna framlag atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins til keppnismatreiðslu.

Öflug jarðskjálftahrina fyrir norðan

Jarðskjálftahrina hófst norður fyrir Norðurlandi eftir hádegi. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að allt hafi byrjað að hristast 18 kílómetra VNV af Gjögurtá.

Lagði blóm­sveig að leiði Bríetar

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á kvenréttindadegi íslenskra kvenna í Hólavallakirkjugarði klukkan 11 í morgun.

Stefnt að því að niðurgreiðsla innanlandsflugs hefjist í haust

Samgönguráðherra segir stefnt að því að niðurgreiðslur innanlandsflugs til íbúa landsbyggðarinnar, samkvæmt skosku leiðinni svokölluðu, hefjist í haustbyrjun. Miðað verður við að hver íbúi fái fjörutíu prósenta styrk fyrir allt að tveimur ferðum fram til áramóta.

Sjá næstu 50 fréttir