Fleiri fréttir

Tesla Model S mun komast yfir 640 kílómetra á einni hleðslu

Frelsið sem felst í að komast hvert sem er er stór hluti af hugsjón Tesla. Frá 15. júní munu allir Model S Long Range seldir í Norður-Ameríku hafa yfir 640 km drægni. Það er nærri því 20% aukning frá því sem áður var.

Gunnar og félagi fá bætur frá ríkinu vegna LÖKE-málsins

Tveir lögreglumenn, Gunnar Scheving Thorsteinsson og félagi hans, fengu í gær greiddar miskabætur frá ríkinu fyrir ólögmæta handtöku, húsleit og aðrar þvingunaraðgerðir gegn þeim árið 2015 í svokölluðu LÖKE-máli.

Leita göngumanns í Skálavík

Lögreglan, björgunarsveitir og áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar leita þessa stundina að göngumanni sem mun hafa farið frá bíl sínum í Skálavík snemma í gær.

Íslendingar einu útlendingarnir sem mega koma óhindrað til Grænlands

Grænlendingar hafa opnað land sitt gagnvart Íslendingum og eru Íslendingar núna eina þjóðin utan danska ríkjasambandsins sem leyfist að heimsækja Grænland, án strangra skilyrða. Og Íslendingar þurfa ekki að fara í tveggja vikna sóttkví, eins og Danir neyðast til.

Tveir lögregluþjónar til viðbótar smituðust

Tveir lögregluþjónar á Suðurlandi hafa greinst með Covid-19 til viðbótar við þann sem greinst hafði áður eftir aðgerðir vegna Rúmenanna sem komu til lands í síðustu viku.

Hnarreistur humar við Hafið bláa

Nú má sjá sex metra langan og mannhæðarháan humar, gerðan úr trefjaplasti, við veitingastaðinn Hafið bláa í Ölfusi en humarinn var afhjúpaður með nokkurri viðhöfn í gær, á þjóðhátíðardaginn sjálfan.

Tíminn til þess að semja við hjúkrunarfræðinga að renna út

Útlit er fyrir að verkfall hjúkrunarfræðinga hefjist eftir rúma þrjá sólarhringa. Hjúkrunarfræðingar eru ósáttir við laun sín og segja ekki hlustað á þá en það hryggi þá að ekki sé meira lagt í sölurnar við að mæta kröfum þeirra við samningaborðið.

Kínverjar segjast ekki ætla að hafa afskipti af kosningunum

Stjórnvöld í Kína sögðust í dag ekki ætla sér að hafa nokkur afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta segir í nýrri bók að forsetinn hafi beðið Kínverja um að hjálpa sér að ná endurkjöri.

Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin

Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag.

Fannst látinn þar sem reisa á smá­hýsi í Hlíða­hverfi

Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um að íbúar í Hlíðum hafi miklar áhyggjur af fyrirhugaðri staðsetningu smáhýsa við Eskihlíð.

Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör

John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri.

Sjá næstu 50 fréttir