Fleiri fréttir Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25.7.2020 19:20 Þrjú látin eftir að flugvél hrapaði á íbúðarhús Þrjú eru látin eftir að lítil flugvél hrapaði á íbúðarhúsnæði í þýska bænum Wesel. 25.7.2020 18:46 Jóakim prins gekkst undir aðgerð vegna blóðtappa í heila Jóakim prins hefur verið lagður inn á háskólasjúkrahúsið í frönsku borginni Toulouse þar sem hann hefur gengist undir aðgerð vegna blóðtappa í heila. 25.7.2020 18:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra frá því að hún ætli að leggja fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni í haust. 25.7.2020 17:45 Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25.7.2020 17:38 Peter Green annar stofnenda Fleetwood Mac er látinn Peter Green annar stofnenda hljómsveitarinnar Fleetwood Mac er látinn 73 ára að aldri. 25.7.2020 16:51 Tveggja göngumanna leitað á Trékyllisheiði Björgunarsveitir á Ströndum voru í dag kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vanda á Trékyllisheiði. 25.7.2020 16:33 Dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir að smygla inn 903 grömmum af MDMA 23 ára gömul kona var fyrr í mánuðinum dæmd fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hún hafði staðið að innflutningi rúmra 900 gramma af MDMA dufti í júlí 2019. 25.7.2020 15:43 Megn brennisteinsfnykur við Múlakvísl Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki búist við því. 25.7.2020 14:34 Bolsonaro laus við Covid-19 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. 25.7.2020 14:34 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25.7.2020 13:19 150 ára afmælisfagnaður í Múlakoti í Fljótshlíð 150 ára afmælishátíð verður haldin í Múlakoti í Fljótshlíð sunnudaginn 26. júlí þar sem fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur verður fagnað en hún var brauðryðjandi í Múlakoti og mikil garðyrkjukona. 25.7.2020 12:30 Bílar með aftanívagna ættu ekki að vera á ferðinni á svæðinu að sögn veðurfræðings Veðurstofan hefur gefið út tvær gular viðvaranir vegna hvassviðris í kvöld og í nótt. Þær ná til Suðausturlands og Faxaflóa þar sem búist er við að vindhviður verði sterkar en þar er ekki ráðlagt að keyra um með aftanívagna að sögn veðurfræðings. 25.7.2020 12:30 Ellefu í einangrun Ellefu er nú í einangrun á Íslandi en ekkert nýtt innanlandssmit greindist í gær. Einn greindist þó smitaður við landamærin en tíu voru í einangrun í gær. 25.7.2020 12:13 Sigmundur telur baráttu Black Lives Matter endurvekja kynþáttafordóma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lýsir yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Baráttan beri að hans mati öll einkenni kínversku menningarbyltingar Mao Zedong. 25.7.2020 12:02 Katrín segir síst verra að kjósa að hausti en vori Forsætisráðherra hefur ákveðið að boðað verði til alþingiskosninga hinn 25. september á næsta ári. Það yrðu þriðju kosningarnar í röð þar sem kosið yrði að hausti en ekki vori eins og lengst af hefur verið venjan á Íslandi. 25.7.2020 10:54 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25.7.2020 10:23 Gular viðvaranir vegna hvassviðris Veðurstofa Íslands hefur gefið út tvær gular viðvaranir vegna hvassviðris í kvöld og í nótt. Þær ná til Faxaflóa og Suðausturlands þar sem búist er við að vindkviður verði sterkar og að varasamt geti verið að keyra um svæðin. 25.7.2020 09:03 Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25.7.2020 08:05 Hávaði í heimahúsum í nótt Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu bárust hávaðakvartanir vegna ellefu samkvæma í heimahúsum í nótt en að öðru leyti þótti nóttin tiltölulega róleg. 25.7.2020 07:40 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25.7.2020 07:27 Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24.7.2020 23:21 Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim. 24.7.2020 22:22 Mögulega hafi mátt gera hlutina öðruvísi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. 24.7.2020 21:12 Breytingin geri fleirum kleift að hefja háskólanám í haust Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. 24.7.2020 20:00 Sæstrengur það eina sem gæti leyst álver af hólmi Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það. 24.7.2020 20:00 Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. 24.7.2020 19:48 Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24.7.2020 19:30 Margir lífeyrissjóðir hafa ekki enn farið að tilmælum FME Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. 24.7.2020 19:00 Kröfðu farþega til Íslands um niðurstöður skimunar fyrir brottför British Airways krafði farþega til Íslands um framvísun neikvæðs kórónuveiruprófs fyrir brottför, þrátt fyrir að skimanir séu framkvæmdar á landamærunum. Félagið hefur beðist afsökunar. 24.7.2020 18:37 Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni innan lögreglunnar á Suðurnesjum ætti að víkja Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. 24.7.2020 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fréttirnar hefjast klukkan 18:30. 24.7.2020 18:00 Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24.7.2020 17:21 Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24.7.2020 16:31 Boðar umfangsmiklar aðgerðir á grunni vafasamrar lögskýringar Meiriháttar aðgerðir í innflytjenda- og heilbrigðismálum er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforsetu hefur boðað á grundvelli túlkunar á hæstaréttarúrskurði frá því fyrr í sumar. Lögspekingar segja túlkunina, sem færði forseta stórauknar valdheimildir, ekki standast stjórnarskrá. 24.7.2020 15:54 Katrín stefnir á kosningar í september á næsta ári Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að alþingiskosningar fari fram þann 25. september á næsta ári. 24.7.2020 15:34 Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24.7.2020 14:46 Potwierdzono dwie krajowe infekcje U dwóch mieszkańców Islandii zdiagnozowano aktywnego koronawirusa. 24.7.2020 14:08 Segir mikla angist og hræðslu hafa fylgt því að missa sjónina fyrirvaralaust Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. 24.7.2020 13:48 Skógar brenna og hafís bráðnar í hitabylgunni í Síberíu Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. 24.7.2020 13:34 Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24.7.2020 13:07 Trudeau glímir við enn eitt hneykslismálið Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. 24.7.2020 12:43 Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 24.7.2020 12:00 „Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst“ Heimilt hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá MSN fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. 24.7.2020 11:34 Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24.7.2020 11:24 Sjá næstu 50 fréttir
Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25.7.2020 19:20
Þrjú látin eftir að flugvél hrapaði á íbúðarhús Þrjú eru látin eftir að lítil flugvél hrapaði á íbúðarhúsnæði í þýska bænum Wesel. 25.7.2020 18:46
Jóakim prins gekkst undir aðgerð vegna blóðtappa í heila Jóakim prins hefur verið lagður inn á háskólasjúkrahúsið í frönsku borginni Toulouse þar sem hann hefur gengist undir aðgerð vegna blóðtappa í heila. 25.7.2020 18:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra frá því að hún ætli að leggja fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni í haust. 25.7.2020 17:45
Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. 25.7.2020 17:38
Peter Green annar stofnenda Fleetwood Mac er látinn Peter Green annar stofnenda hljómsveitarinnar Fleetwood Mac er látinn 73 ára að aldri. 25.7.2020 16:51
Tveggja göngumanna leitað á Trékyllisheiði Björgunarsveitir á Ströndum voru í dag kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vanda á Trékyllisheiði. 25.7.2020 16:33
Dæmd í 20 mánaða fangelsi fyrir að smygla inn 903 grömmum af MDMA 23 ára gömul kona var fyrr í mánuðinum dæmd fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hún hafði staðið að innflutningi rúmra 900 gramma af MDMA dufti í júlí 2019. 25.7.2020 15:43
Megn brennisteinsfnykur við Múlakvísl Rafleiðni í ánni Múlakvísl hefur verið mjög há miðað við eðlilegt ástand undanfarna daga. Það getur bent til að áin hlaupi en náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki búist við því. 25.7.2020 14:34
Bolsonaro laus við Covid-19 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. 25.7.2020 14:34
Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25.7.2020 13:19
150 ára afmælisfagnaður í Múlakoti í Fljótshlíð 150 ára afmælishátíð verður haldin í Múlakoti í Fljótshlíð sunnudaginn 26. júlí þar sem fæðingu Guðbjargar Þorleifsdóttur verður fagnað en hún var brauðryðjandi í Múlakoti og mikil garðyrkjukona. 25.7.2020 12:30
Bílar með aftanívagna ættu ekki að vera á ferðinni á svæðinu að sögn veðurfræðings Veðurstofan hefur gefið út tvær gular viðvaranir vegna hvassviðris í kvöld og í nótt. Þær ná til Suðausturlands og Faxaflóa þar sem búist er við að vindhviður verði sterkar en þar er ekki ráðlagt að keyra um með aftanívagna að sögn veðurfræðings. 25.7.2020 12:30
Ellefu í einangrun Ellefu er nú í einangrun á Íslandi en ekkert nýtt innanlandssmit greindist í gær. Einn greindist þó smitaður við landamærin en tíu voru í einangrun í gær. 25.7.2020 12:13
Sigmundur telur baráttu Black Lives Matter endurvekja kynþáttafordóma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lýsir yfir efasemdum um yfirstandandi réttindabaráttu svartra vestanhafs og telur hana fela í sér endurvakningu kynþáttahyggju. Baráttan beri að hans mati öll einkenni kínversku menningarbyltingar Mao Zedong. 25.7.2020 12:02
Katrín segir síst verra að kjósa að hausti en vori Forsætisráðherra hefur ákveðið að boðað verði til alþingiskosninga hinn 25. september á næsta ári. Það yrðu þriðju kosningarnar í röð þar sem kosið yrði að hausti en ekki vori eins og lengst af hefur verið venjan á Íslandi. 25.7.2020 10:54
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25.7.2020 10:23
Gular viðvaranir vegna hvassviðris Veðurstofa Íslands hefur gefið út tvær gular viðvaranir vegna hvassviðris í kvöld og í nótt. Þær ná til Faxaflóa og Suðausturlands þar sem búist er við að vindkviður verði sterkar og að varasamt geti verið að keyra um svæðin. 25.7.2020 09:03
Metfjöldi nýsmitaðra víða um heim Tæplega 40 ríki heimsins hafa tilkynnt metfjölda nýrra smita af Covid-19 á undanfarinni viku. 25.7.2020 08:05
Hávaði í heimahúsum í nótt Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu bárust hávaðakvartanir vegna ellefu samkvæma í heimahúsum í nótt en að öðru leyti þótti nóttin tiltölulega róleg. 25.7.2020 07:40
Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní 25.7.2020 07:27
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24.7.2020 23:21
Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim. 24.7.2020 22:22
Mögulega hafi mátt gera hlutina öðruvísi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur viðurkennt að ríkisstjórn hans skildi ekki kórónuveiruna „á fyrstu vikum og mánuðum“ faraldursins í Bretlandi. 24.7.2020 21:12
Breytingin geri fleirum kleift að hefja háskólanám í haust Menntamálaráðherra hefur hækkað frítekjumark námsmanna sem koma af vinnumarkaði til að hefja háskólanám á næsta skólaári. Um einskiptis aðgerð er að ræða en ráðherra útilokar ekki að hækkunin festist í sessi. 24.7.2020 20:00
Sæstrengur það eina sem gæti leyst álver af hólmi Það tæki Landsvirkjun langan tíma að finna nýja kaupendur orku ef rekstri Álversins í Straumsvík yrði hætt, að mati sérfræðings. Lagning sæstrengs til Evrópu gæti mögulega leyst álver af hólmi. Iðnaðarráðherra tekur undir það. 24.7.2020 20:00
Íbúar Kópaskers rólegir yfir „Lottumálinu“ Íbúar Kópaskers eru sallarólegir yfir Lottumálinu svokallaða en harma gífuryrði á samfélagsmiðlum. 24.7.2020 19:48
Smitrakningu að mestu lokið Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær í tveimur aðskildum tilfellum. Fjörtíu manns eru í sóttkví vegna þessa en ekki hefur tekist að finna upprunalegan smitbera. 24.7.2020 19:30
Margir lífeyrissjóðir hafa ekki enn farið að tilmælum FME Seðlabankastjóri segir stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna ekki hafa brugðist við ársgömlum tilmælum Fjármálaeftirlitsins um að skýra við hvaða aðstæður stjórnarmönnum yrði vikið frá. Formaður VR hafi sett stjórn lífeyrissjóðsins í mjög vonda stöðu. 24.7.2020 19:00
Kröfðu farþega til Íslands um niðurstöður skimunar fyrir brottför British Airways krafði farþega til Íslands um framvísun neikvæðs kórónuveiruprófs fyrir brottför, þrátt fyrir að skimanir séu framkvæmdar á landamærunum. Félagið hefur beðist afsökunar. 24.7.2020 18:37
Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni innan lögreglunnar á Suðurnesjum ætti að víkja Formaður allsherjarnefndar segir óþolandi fyrir þjóðina að horfa upp á síendurteknar deilur og illvíg átök hjá æðstu embættismönnum lögreglunnar. Sá eða þeir sem beri ábyrgð á stöðunni á Suðurnesjum ættu að víkja. 24.7.2020 18:30
Ríkisstjórnin mynduð um völd en ekki málefni og því verði kosningar að hausti Formaður Miðflokksins segir kosningar að hausti afleita hugmynd. 24.7.2020 17:21
Kæru geislahræddra vegna 5G-væðingar vísað frá Úrskurðarnefnd fjarskiptamála vísaði frá kæru félags og einstaklinga sem óttast heilsuáhrif rafbylgna á úthlutun fjarskiptatíðna fyrir 5G-senda. Kærendurnir voru ekki taldir hafa lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu. 24.7.2020 16:31
Boðar umfangsmiklar aðgerðir á grunni vafasamrar lögskýringar Meiriháttar aðgerðir í innflytjenda- og heilbrigðismálum er á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforsetu hefur boðað á grundvelli túlkunar á hæstaréttarúrskurði frá því fyrr í sumar. Lögspekingar segja túlkunina, sem færði forseta stórauknar valdheimildir, ekki standast stjórnarskrá. 24.7.2020 15:54
Katrín stefnir á kosningar í september á næsta ári Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að alþingiskosningar fari fram þann 25. september á næsta ári. 24.7.2020 15:34
Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24.7.2020 14:46
Potwierdzono dwie krajowe infekcje U dwóch mieszkańców Islandii zdiagnozowano aktywnego koronawirusa. 24.7.2020 14:08
Segir mikla angist og hræðslu hafa fylgt því að missa sjónina fyrirvaralaust Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. 24.7.2020 13:48
Skógar brenna og hafís bráðnar í hitabylgunni í Síberíu Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. 24.7.2020 13:34
Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24.7.2020 13:07
Trudeau glímir við enn eitt hneykslismálið Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og fjármálaráðherra hans sæta nú harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að góðgerðasamtök sem þeir veittu milljarðasamning hafa greitt skyldmennum þeirra beggja háar fjárhæðir undanfarin ár. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar fjármálaráðherrans. 24.7.2020 12:43
Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. 24.7.2020 12:00
„Eitt stærsta vandamálið er ennþá óleyst“ Heimilt hefur verið að fimmfalda frítekjumark námsmanna sem taka námslán hjá MSN fyrir árið 2020 vegna sérstakra aðstæðna í þjóðfélaginu. 24.7.2020 11:34
Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. 24.7.2020 11:24