Fleiri fréttir

Innbrotsþjófurinn stal myndavélum, tölvum og klósettpappír

Óskemmtileg aðkoma beið þeirra Svölu Jóhannsdóttur og Emils Christoffers Bager Holm þegar þau komu heim úr vinnu í gær. Óprúttinn aðili hafði brotist inn á heimili þeirra í Laugardalnum og stolið öllu steini léttara, allt frá dýrum myndvélabúnaði, tölvum og yfirhöfnum yfir í klósettpappír og óhreinatau parsins.

Skattamál Hunters Biden til rannsóknar

Saksóknari í Delaware fer nú fyrir rannsókn á skattamálum Hunters Biden, sonar Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur segist Hunter Biden líta rannsóknina „mjög alvarlegum“ augum en kveðst fullviss um að „hlutlaus úttekt“ muni leiða í ljós að hann hafi staðið skil á sköttum og gjöldum „samkvæmt lögum og með viðeigandi hætti,“ að því er fram kemur í frétt BBC nú í kvöld.

Gera ráð fyrir 320 milljarða hallarekstri ríkissjóðs

Hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári er áætlaður 10,4% af vergri landsframleiðslu að teknu tilliti til þeirra breytingatillagna sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis gerir grein fyrir í nefndaráliti við fjáraukalög sem dreift var á Alþingi í dag.

Langt leiddur spilafíkill settur í bann hjá Hjálparsímanum

Spilafíkill sem Rauði kross Íslands segir hafa ítrekað áreitt og haft í hótunum við starfsmenn og sjálfboðaliða Rauða krossins var settur í bann og getur hann ekki hringt lengur í 1717. Maðurinn vildi gagnrýna og ræða rekstur RKÍ á spilakössum.

Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót

Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn.

Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera

Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir.

Umferðaróhapp við Gróttu

Útkall barst viðbragðsaðilum á höfuðborgarsvæðinu nú á sjöunda tímanum vegna umferðaróhapps við Gróttu. 

Tryggvagata opnuð á ný

Tryggvagata verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember næstkomandi. Framkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma en er nú verið að búa um framkvæmdasvæðið við Tryggvagötu frá Pósthússtræti, um Naustin og fram hjá Listasafni Reykjavíkur.

„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar kemur fram að sjö sinnum fleiri hafi smitast af kórónuveirunni í líkamsræktarstöðvum en á sundstöðum. En líkamsræktarstöðvar telja að brotin séu á þeim lög með banni við starfsemi þeirra.

Svartsýni ríkir í Brussel

Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 

55 nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví vegna smits

Nemendur í þremur bekkjum í Laugarnesskóla, grunnskóla í Reykjavík, eru komnir í sóttkví eftir að nemandi við skólann greindist smitaður af Covid-19. Þetta staðfestir Sigríður Heiða Bragadóttir skólastjóri við Vísi. Auk nemendanna, sem eru 55, eru fjórir starfsmenn í sóttkví sömuleiðis.

Rannsóknarverkefni LHÍ fær tvær milljónir evra í styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu

Rannsóknarverkefni á vegum Listaháskóla Íslands hefur hlotið tveggja milljóna evru styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu. Verkefnið kallast „Snjallhljóðfæri: að skilja gervigreind 21 aldar gegnum skapandi tónlistartækni“ og hlýtur dr. Þórhallur Magnússon, prófessor og deildarforseti tónlistardeildar Sussex háskóla í Englandi og rannsóknaprófessor við Listaháskóla Íslands styrkinn.

Geðheilbrigðismálin ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins

Heilbrigðisráðherra mun taka mið af þeim ábendingum sem komu fram á geðheilbrigðisþingi í morgun frá sérfræðingum jafnt sem notendum geðheilbrigðisþjónustu við smíði nýrrar geðheilbrigðisstefnu til 2030. Hún segir brýnasta ákallið á sviði geðheilbrigðismála vera betri samþættingu ólíkra kerfa samfélagsins. Geðheilbrigðismálin séu ekki jaðarsett verkefni heilbrigðiskerfisins.

Sjö sinnum fleiri smitast í líkams­ræktar­stöðvum en sund­laugum

Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls.

Klemmdi annan ökumann á milli vörubíls og sendibíls eftir rifrildi

Ökumaður vörubíls hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa klemmt ökumann sendibíls á milli bílanna tveggja eftir rifrildi ökumannanna á milli. Héraðsdómur telur að bílstjóra vörubílsins hafi þó stafað ógn af hinum ökumanninum.

Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum

Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015.

Gjörgæsluplássin nær öll í notkun á sjúkrahúsum í Stokkhólmi

Ástandið á sjúkrahúsum í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi er mjög alvarlegt og segir forstjóri heilbrigðisþjónustunnar þar að þörf sé á frekari aðstoð. 99 prósent sjúkrahúsplássa á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa borgarinnar eru nú í notkun og er það í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins sem hlutfallið er svo hátt.

Kórónuveiran, WAP og Tom Hanks toppa vinsældalista Google

Kórónuveiran trónir á toppi Google yfir þau orð sem mest var leitað að árið 2020 en í öðru sæti voru „kosningaúrslit“, Kobe Bryant, Zoom og IPL, sem skilar niðurstöðum um indversku úrvalsdeildina í krikket.

Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra

Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum.

Merkel kallar eftir hertum sóttvörnum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir hertum sóttvarnaraðgerðum í Þýskalandi í aðdraganda jólanna. Í ræðu á þýska þinginu í morgun lýsti Merkel yfir stuðningi við tillögur sóttvarnalæknis Þýskalands sem fela meðal annars í sér að loka verslunum strax eftir jól, að sem flestir vinni að heiman og að jólafrí skóla verði lengd, svo eitthvað sé nefnt.

Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar

Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví.

Átta greindust innan­lands

Átta manns greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær. Sjö af þeim sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki.

„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum.

Bein út­sending: Opið þing um fram­tíðar­sýn í geð­heil­brigðis­málum

Geðheilbrigðisþing sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur boðað til hefst klukkan 9 og stendur til klukkan 11:15. Ráðstefnan hefst með opnunarávarpi ráðherra en svo taka við stutt erindi leik- og fagmanna um efnið sem lýkur svo með pallborðsumræðum. Hægt er að fylgjast með þinginu hér á Vísi.

Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu

Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast. 

Fimm látnir eftir þyrlu­slys í Frakk­landi

Fimm fórust þegar þyrla hrapaði til jarðar nærri bænum Bonvillard í Savoja-héraði í frönsku Ölpunum í gær. Einn komst lífs af úr slysinu, en hann er á sjúkrahúsi og ástandið sagt alvarlegt.

Kia Sorento valinn Bíll ársins hjá Carbuyer

Nýr Kia Sorento hefur verið valinn Bíll ársins 2021 hjá breska bílafjölmiðlinum Carbuyer. Sorento fékk tvöfalda viðurkenningu því hann vann einnig flokkinn Besti stóri fjölskyldubíllinn hjá Carbuyer segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Sjá næstu 50 fréttir