Fleiri fréttir

Kári í ó­form­legum við­ræðum um bólu­efni fyrir Ís­land

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs.

Ráð­herra í fjöl­mennu sam­kvæmi sem lög­regla stöðvaði

Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða.

Milljónir skammta af bóluefni sitja ónotaðir í Bandaríkjunum

Afar ólíklegt er að það takist að bólusetja þær tuttugu milljónir manna sem stefnt var að í Bandaríkjunum á fyrsta mánuði bólusetningar. Búið er að dreifa um tíu milljónum skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech annars vegar og Moderna hins vegar til sjúkrahúsa og ríkja í Bandaríkjunum.

Danska þjóðkirkjan leggur til að jólamessu verði aflýst

Danska þjóðkirkjan hvatti til þess fyrr í kvöld, kvöldið fyrir aðfangadag, að öllum jólaguðsþjónustum fram til 3. janúar verði aflýst. Þetta þýðir að þjóðkirkjan mælist til þess að engar jólamessur fari fram á aðfangadag. Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur, styður þau tilmæli biskupsumdæma landsins, sem þjóðkirkjan tekur undir, um að rétt sé að aflýsa jólamessum.

Aftur leggur Trump stein í götu þingsins

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, beitti neitunarvaldi sínu í dag þegar hann neitaði að skrifa undir lög um útgjöld vegna varnarmála. Lögin voru samþykkt í báðum deildum Bandaríkjaþings með yfirgnæfandi meirihluta.

Jólasveinninn í bullandi vandræðum yfir Bandaríkjunum

Óhætt er að segja að jólasveinninn hafi lent í vandræðum yfir Sacramento-borg í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna á dögunum. Slökkviliðsmenn þurftu að koma honnum til bjargar eftir að hann flaug á rafmagnslínur.

Telur kórónuveiruna ekki eiga roð í skötulyktina

Eigandi Múlakaffis hefur vart haft undan við að afgreiða skötu ofan í borgarbúa í aðdraganda jólanna. Gestir létu vel að skötunni í ár og nokkrir sögðust sannfærðir um að kórónuveiran ætti ekki roð í lyktina.

100 ára og finnur engin eftirköst kórónuveirunnar

Guðrún Valdimarsdóttir, sem er að vera hundrað og eins árs og býr á Sólvöllum á Eyrarbakka segist ekki finna nein eftirköst af Kórónuveirunni, sem hún fékk í vetur. Hún styttir sér stundir með að fara með ljóð eftir sjálfan sig en Guðrún er mjög hagmælt og hefur gefið út ljóðabók.

Norðmaður vann 4,5 milljarða

Það er óhætt að segja að jólin verði sérstaklega ánægjuleg í ár hjá stálheppnum Norðmanni sem vann 4,5 milljarða í Víkingalottóinu í kvöld.

Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag

Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum.

Fyrir/eftir myndband sýnir gapandi sárið í fjallinu

Þrívíddarmyndband sem starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu sýnir glögglega hversu stór hluti fjallsins féll niður er stóra skriðan féll á þéttbýlið í Seyðisfirði síðastliðinn föstudag.

Skipstjóri Júlíusar Geirmundssonar ákærður

Skipstjórinn á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið ákærður fyrir brot á sjómannalögum eftir að grunur kom upp um kórónuveirusmit um borð. Tuttugu og tveir skipverjar sýktust af veirunni.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar tökum við stöðuna á Seyðisfirði þar sem um hundrað íbúar neyðast til að vera annars staðar en heima hjá sér um jólin vegna þess að horfur eru á hlýnandi veðri eystra. Hreinsunarstarf hófst í bænum í dag.

„Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu.

„Ég var skítlogandi hræddur eins og allir“

Bjarki Borgþórsson lögreglumaður og snjóeftirlitsmaður á Seyðisfirði lenti í skriðunni miðri og hélt að hann væri að upplifa sitt síðasta. Hann segir þetta afar áhugaverða lífsreynslu.

Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu

Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum.

Fá raunveruleg tilvik kosningasvindls hafa fundist

Þrátt fyrir umfangsmikla leit Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans að kosningasvindli í lykilríkjum í Bandaríkjunum, og ásakanir um að slíkt svindl hafi kostað Trump sigur í forsetakosningunum í byrjun nóvember, hafa tiltölulega fá og umfangslítil tilvik fundist. Örfá hafa leitt til ákæra.

Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum

Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar.

Arnar heill á húfi erlendis

Arnar Sveinsson, 32 ára karlmaður sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir í byrjun desember, er kominn í leitirnar. Frá þessu er greint á heimasíðu lögreglunnar. Þar kemur fram að hann sé erlendis og heill á húfi.

Áfram hættustig á Seyðisfirði

Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun.

Landsmenn orðnir 368 þúsund talsins

Hagststofan hefur gefið út afar upplýsandi myndband þar sem sjá má helstu breytingar sem orðið hafa meðal annars efnahagsstærðum.

Styrkja samanfallið Breiðablik svo hægt sé að sækja eignir

Björgunarsveitarmenn vinna nú að því hörðum höndum að styrkja Breiðablik, einbýlishús við Austurveg á Seyðisfirði, sem fór illa í aurskriðu aðfaranótt föstudags. Til stendur að styrkja það með nægilegum hætti svo hægt verði að fara inn í húsið og bjarga því sem bjarga verður.

Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali

Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar.

Náðar stuðnings- og stríðsglæpamenn

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, náðaði fimmtán manns og felldi niður dóma fimm manns í gær. Þar á meðal eru þrír fyrrverandi þingmenn Repúblikanaflokksins, tveir menn sem voru dæmdir í tengslum við Rússarannsóknina svokölluðu og fjórir öryggisverktakar sem voru dæmir fyrir þátt þeirra í fjöldamorði á fjórtán óvopnuðum Írökum á Nisour torgi í Bagdad árið 2007.

Skipverji á Sigurði VE bitinn af hámeri

„Hann á að ná sér að fullu,“ segir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins, um skipverja á uppsjávarskipinu Sigurði VE sem var bitinn af hámeri.

Perla fyrir Seyðfirðinga og gefa peninginn til Ísólfs

Þrjár vinkonur í Hveragerði, tvær sjö ár og ein fimm ára hafa setið við alla síðustu daga og perlað fyrir Seyðfirðinga en jólamyndirnar hafa þær selt og rennur allur ágóðinn til Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Nú þegar hafa þær safnað hundrað og þrjátíu þúsund krónum.

Kveðjur til Seyðfirðinga og innlegg til Rauða krossins frá öllum heimshornum

Fólk frá öllum heimshornum leggur til krónur, sumir í þúsundatali, í söfnuninni Seyðisfjörður Emergency á heimasíðu Rauða krossins. Garðar nokkur Ólafsson efndi til söfnunarinnar og var markmiðið sett á hundrað þúsund krónur. Nú hafa safnast 4,6 milljónir króna en söfnunin stendur til 17. janúar.

Sjá næstu 50 fréttir