Fleiri fréttir

Guð­laugur leiðir með hundrað at­kvæðum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er enn með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að aðrar tölur voru gefnar út. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 101 atkvæði skilja þau að.

Fá greiddan launa­auka en enga yfir­­vinnu

Alma Möller land­læknir og Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hafa fengið greidda launa­auka vegna á­lags í heims­far­aldrinum upp á sam­tals tæpa fimm og hálfa milljón. Víðir Reynis­son og Rögn­valdur Ólafs­son hjá al­manna­vörnum hafa unnið rúma 2.500 yfir­vinnu­tíma samanlagt síðustu fimmtán mánuðum.

Varnargarðurinn hafi staðið „ótrúlega lengi“

Hraun hóf að renna yfir vestari varnargarðinn við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun en verkfræðingur segir garðinn hafa staðið ótrúlega lengi. Verið er að skoða nýja leið til að stjórna hraunrennsli úr Nátthaga.

Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti.

Kjör­staðir opnir lengur vegna langra raða

Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjör­staði Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfir­kjör­stjórn flokksins.

Vill nýja ríkis­­­stjórn í anda R-listans

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, segist lesa það úr ný­legum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft for­göngu um að mynda ríkis­stjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá alvarlegri stöðu á bráðadeild Landspítalans vegna undirmönnunar. Læknar þar segja hættu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum verði ekki úr þessu bætt.

Willum Þór efstur á lista Framsóknar í suðvestri

Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í dag og leiðir Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins listann. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, er í öðru sæti.

Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði

Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert.

Hraunspýja rauf vestari varnargarðinn

Hraunspýja braut sér leið meðfram útsýnishólnum við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall í morgun og streymdi loks yfir vestari varnargarðinn, sem reistur var í Syðri-Meradölum.

„Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður“

Aldrei hefur verið alvarlegri undirmönnun á bráðadeild Landspítala í Fossvogi og stefnir í að verði í sumar, að sögn formanns félags bráðalækna. Yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum á deildinni. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.

Komu sér saman um að skatt­leggja al­þjóða­fyrir­tæki

Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Pútín espir Banda­ríkja­menn upp fyrir leið­toga­fund með Biden

Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf segjum við frá því að aldrei hefur verið alvarlegri undirmönnun á bráðadeild Landspítala í Fossvogi og stefnir í að verði í sumar, að sögn formanns félags bráðalækna.

Hart barist um efstu sætin

Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn voru 3.700 manns búnir að kjósa í gær í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og er það betri kjörsókn en 2016. Hart er barist um efstu sætin en prófkjörinu lýkur í dag.

Þrír smitaðir en allir í sóttkví

Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna.

Fjöru­tíu sjúkra­flutningar tengdir hóp­smitinu

Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en sjúkraflutningar á tímabilinu voru 160, sem er með því almesta sem gerist. Um fjörutíu flutningar tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem greint var frá í gær.

Telja líkur á manns­látum vegna undir­mönnunar

Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.

Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu

Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands.

Torfa­jökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur

Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum.

Rigning, hvasst og slæmt skyggni á gossvæðinu í dag

Ekki viðrar vel fyrir gönguferðir að gossvæðinu á Reykjanesi í dag. Spáð er suðaustan 10-18 metrum á sekúndu með rigningu og slæmu skyggni. Á Norðurlandi gæti hitinn náð allt að tuttugu stigum um helgina.

Telur umræðuna um Samherja smita út frá sér

Neikvæð umræða um stórútgerðina Samherja smitar út frá sér og hefur áhrif á tiltrú almennings á sjávarútveginn í heild sinni, að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Hann telur Samherja ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum.

Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel

Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig.

Volvo XC40 Recharge 100% hreinn rafmagnsjepplingur

Brimborg hefur hafið sölu á netinu á Volvo XC40 Recharge, nýjum, sjálfskiptum, fjórhjóladrifnum jeppling sem gengur 100% fyrir hreinu rafmagni. Volvo XC40 Recharge er yfir 400 hestöfl, aðeins 4,9 sekúndur í 100 km hraða og með drægni á hreinu rafmagni allt að 418 km skv. WLTP mælingu. Snögg hraðhleðslan kemur 78 kWh tómri drifrafhlöðu í 80% hleðslu eða 334 km drægni á aðeins 40 mínútum.

Afsökunarbeiðni á leikskólaplani

Samherji baðst afsökunar í vikunni. Þeirri afsökunarbeiðni hefur verið tekið fálega ef ekki beinlínis illa. Og reyndar á það við um þær afsökunarbeiðnir sem fallið hafa á árinu.

„Hvert leita ég ef ég hef beitt barn kynferðisofbeldi?“

Hópurinn Taktu skrefið er nýtt úrræði fyrir einstaklinga sem hafa áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hafa beitt kynferðisofbeldi. Fyrst um sinn leggur hópurinn áherslu á einstaklinga sem eru haldnir barnagirnd eða hafa brotið kynferðislega á börnum. Forsvarsmaður hópsins vonast til þess að hópurinn geti víkkað út starfsemi sína með tímanum.

Delta-af­brigðið greinist í Ástralíu

Yfirvöld í Viktoríu í Ástralíu tilkynntu í dag að Delta-afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst í fyrsta skipti í landinu í Melbourne. Kórónuveirutilfellum hefur farið fjölgandi í Ástralíu undanfarna viku og hafa yfirvöld áhyggjur af nýjustu vendingum.

Mælir ekki með að bólu­settir láti mæla mót­efna­svar

Rannsóknarstofan Sameind býður nú bólusettum að koma til sín og láta mæla hversu sterkt mótefnasvar þeir eru með við Covid-19 eftir bólusetningu. Sóttvarnalæknir mælir ekki með því að fólk nýti sér það og segir verndina, sem bóluefnið veitir, háða öðrum þáttum en mótefnasvari.

„Þetta fólk á að vera í há­sæti á nýjum spítala“

Öldrunarfordómar eru eitt stærsta vandamál í öldrunarþjónustu hér á landi, að mati öldrunarlæknis. Úr sér gengið húsnæði sé ein birtingarmynd þessara fordóma, sem komið hafi skýrt fram þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í haust.

Face­book-að­gangur Trumps verður lokaður í tvö ár

Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið.

Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi

Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá auknu valdi sem dómsmálaráðherra hefur veitt lögreglu til að fylgjast með fólki sem hún grunar um glæpsamlega starfsemi án þess að lögreglan þurfi að færa rök fyrir aðgerðum eins og beitingu tálbeita, dulargervis og eftirför. Þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega að ráðherra skuli hafa svo víðtækar heimildir án aðkomu Alþingis.

Sjá næstu 50 fréttir