Fleiri fréttir

Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði

Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi.

Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið

Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér.

Skelfilegt ástand í málefnum flóttafólks

Aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Sviðstjóri hjá Rauða krossinum segir stöðuna skelfilega.

Móður veitt forsjá í forsjárdeilu

Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu.

Partýsprengja um helgina

Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu.

Búa sig undir við­ræður og átök við Banda­ríkin

Kim Jong-un, leið­togi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði sam­tal og í á­tökum við Banda­ríkin á næstunni. Hann lagði þó sér­staka á­herslu á mögu­leg átök.

Fyrsti forseti Sambíu fallinn frá

Kenneth Kaunda, sem var fyrstur til að gegna embætti forseta Afríkuríkisins Sambíu, er látinn, 97 ára að aldri. Hann var einn síðasti eftirlifandi af þeirri kynslóð leiðtoga Afríkuríkja sem hafði barðist gegn nýlendustefnu Evrópuríkja.

Þurfum að bíða í all­nokkra daga eftir hlýja loftinu

Farið er að sjá fyrir endann á kalda loftinu sem legið hefur yfir landinu að undanförnu og gera spár ráð fyrir að það hörfi strax eftir helgi. Sýna þurfi smá þolinmæði þar sem það muni taka allnokkra daga í viðbót að koma hlýju lofti að landinu.

BMW prófar vetnis-hlaðinn X5

BMW hefur hafið prófanir á „næstum staðal útgáfu“ af X5 sem er knúinn áfram með rafmangi, unnu úr vetni. Hann verður prófaður í Evrópu í „raunverulegum aðstæðum“ en BMW ætlar að koma FCEV bíl á markað jafnvel á árinu 2025.

Íranir ganga að kjör­borðinu

Forsetakosningar fara fram í Íran í dag þar sem allir þeir fjórir sem til greina koma sem arftaki Hassan Rouhani eru taldir vera harðlínumenn.

Evrópa grænkar á Co­vid-kortinu

Það er orðið nokkuð grænt um að lítast á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir sjónrænt stöðu kórónuveirufaraldursins víðs vegar um Evrópu. 

Fyrr­verandi upp­lýsinga­full­trúi fer fram á 23 milljónir

Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna.

Sverði Vig­dísar ætlað að verja vísindi og þekkingu

Sýning helguð forsetatíð og störfum Vigdísar Finnbogadóttir, fyrrum forseta Íslands, verður sett upp í Loftskeytastöðinni. Persónulegir munir Vigdísar verða til sýnis, en hún afhenti Háskóla Íslands munina við hátíðlega athöfn í morgun. Þeirra á meðal er sverð sem hún fékk gefins í Finnlandi.

Dansað á Miklatúni í tilefni dagsins

Forsætisráðherra flutti hátíðlegt ávarp á Austurvelli í dag þegar þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað. Fjórtán voru sæmdir fálkaorðunni en hátíðarhöld voru hófleg vegna samkomutakmarkanna.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á Stöð 2 segjum við frá þjóðhátíðarfögnuði Íslendinga. Við komum víða við, förum á Bessastaði, í Höfða, Hveragerði og Miðbæinn.

Látin eftir slys í Hval­firði

Konan sem féll í skriðu í Hvalfirði síðastliðið þriðjudagskvöld lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í morgun. Hún hét Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir og var fædd árið 1977.

Lög­regla stoppaði veg­far­endur og bauð þeim far í bólu­­­setningu

Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bólu­efna­skömmtum sem heilsu­gæslan á Húsa­vík hafði til um­ráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólu­setningu. Lög­reglan á Húsa­vík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólu­sett fólk og kippti því með sér á bólu­setningar­stöðina.

Til­kynnti rangan sigur­vegara í Morfís: „Mér líður ömur­lega“

Bæði keppnis­lið á úr­­­slita­­­kvöldi MORFÍS í gær komust í sigur­vímu og bæði upp­­­lifðu hræði­­­lega von­brigða­til­finningu þess sem tapar í úr­­­slita­­­keppni. Sigur­gleði Flens­borgar­skólans entist þó skemur en Verslunar­skólans því odda­­­dómari keppninnar til­­­kynnti þar rang­lega að Flens­borg hefði unnið áður en hann leið­rétti sig nokkru síðar.

Fjall­konan í ár er Hanna María

Hanna María Karls­dóttir leik­kona er fjall­konan í ár. Hún flutti á­varp á há­tíðar­at­höfn á Austur­velli í dag.

Hátíðarhöld um allt land

Í dag fagna Íslendingar þjóðhátíðardegi sínum og fjölbreytt dagskrá verður um allt land. Dagskráin litast að nokkru leiti af þeim samkomutakmörkunum sem enn eru í gildi.

Sjá næstu 50 fréttir