Fleiri fréttir

Sakar Arn­þór um að kasta „skíta­bombum“ í stjórn SÁÁ

Það ríkir alls ekkert stríðsástand innan SÁÁ, líkt og ætla mætti af fréttaflutningi síðustu daga, heldur hafa fjórir einstaklingar sem eiga sæti í 48 manna aðalstjórn samtakanna gert allt til að valda usla og gera allt starf framkvæmdastjórnarinnar tortryggilegt.

Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp

Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra.

Flestar beiðnir um nektarmyndir koma frá ókunnugum

Algengast er að börn og ungmenni séu beðin um það af ókunnugum að senda eða deila af sér nektarmyndum. Fjögur af hverjum tíu börnum í 8. til 10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og meira en helmingur ungmenna á framhaldsskólaaldri.

Danski sam­göngu­ráð­herrann segir af sér

Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi eftir að þingmenn Einingarlistans, sem verja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins vantrausti, sögðust ekki lengur bera traust til ráðherrans.

Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu

Viðar Þor­steins­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem fram­kvæmda­stjóri stéttar­fé­lagsins ef listi Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur sigrar í for­manns­kosningum.

Þungunarrofum ekki fjölgað þrátt fyrir breytta löggjöf

Árið 2020 voru 962 þungunarrof framkvæmd á Íslandi, sem jafngildir 11,3 á hverjar þúsund konur á frjósemisaldri, það er að segja konur á aldrinum 15 til 49 ára. Flestar kvennanna sem gegnust undir þungunarrof voru á þrítugsaldri.

Leit frestað til tíu í fyrramálið

Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn.

Fram­kvæmda­stjórinn vísar kenningum for­vera síns á bug

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá.

Sækist eftir fyrsta sæti í Árborg

Bragi Bjarnason, deildastjóri frístunda- og menningardeildar Árborgar, sækist eftir því að leiða framboð Sjálfstæðisflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann gefur því kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í sveitarfélaginu þann 19. mars næstkomandi.

Flúði til Dan­merkur vegna ís­lenskra tak­markana

Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar.

Syrgja góðan vin og fé­laga

Starfsfólk og nemendur Framhaldsskólans á Laugum í Þingeyjarsveit syrgja góðan vin og félaga sem lést af slysförum við skólann í gær.

Vilja þyrpingu gamalla húsa í stað íbúðablokkar

Eftir mikla andstöðu íbúa við Skúlagötu var fallið frá því að byggja fjölbylishús á um átta hundruð fermetra lóð við hornið á Frakkastíg. Byggingin hefði skert útsýni núverandi íbúa og gjörbreytt götumynd neðri hluta Frakkastígs.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Umfangsmikil leit stendur yfir að flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki hefur spurst til síðan. Þrír voru um borð i vélinni auk flugmanns.

Leitað að verkefnastjóra fyrir trjáræktarátak í Afríku

Rauði krossinn á Íslandi styður trjáræktarátak Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku. Stefnt er að því að planta og verja hundruð milljóna trjáa næsta áratuginn í samræmi við svæðisbundnar áætlanir. Rauði krossinn á Íslandi leitar að verkefna- og samhæfingarstjóra fyrir trjáræktarátakið.

Dregur framboð sitt skyndilega til baka

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls.

Tak­mörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn

Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19.

Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 

Karl­mennirnir voru fimm en ekki fjórir

Þrír einstaklingar sóttu um stöðu fréttastjóra RÚV og dagskrárstjóra Rásar 2 til viðbótar við þá sem greint var frá í gær. Umsækjendurnir þrír drógu umsókn sína til baka áður en listinn var birtur en venja er fyrir því að RÚV hafi samband við umsækjendur áður en nöfn þeirra eru gerð opinber.

Willum vill allar aðgerðir til Íslands

Heilbrigðisráðherra segir markmiðið að allir sjúklingar geti farið í nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Nýta þurfi alla þá þekkingu sem til væri hér á landi. Þingmenn gagnrýndu að fólk fengi niðurgreidda þjónustu erlendra einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja en ekki innlendra.

Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt

Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins.

Sjá næstu 50 fréttir