Fleiri fréttir

Komu erlendum ferðamanni á fjallaskíðum til bjargar

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna erlends ferðamanns á fjallaskíðum í nágrenni Ólafsfjarðar. Tilkynnt hafði verið um skíðamanninn um hádegisbil en sá hafði farið upp frá Vermundarstöðum skammt frá Ólafsfirði og ekki skilað sér niður á áætluðum tíma.

237 hafa sótt um vernd hér á landi frá því að átökin hófust

Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæplega þremur vikum hafa 237 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd. Miðað við þann fjölda er áætlað að 280 sæki um vernd það sem eftir er mars. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu frá landamærasviði ríkislögreglustjóra.

Żółty alert pogodowy w całym kraju

W związku ze zbliżającym się sztormem, islandzkie Biuro Meteorologiczne wydało ostrzeżenie pogodowe i od jutra w całym kraju obowiązywać będzie żółty alert pogodowy.

Orðið ó­þolandi að taka slag um sýslu­menn á tveggja ára fresti

Dóms­­mála­ráð­herra vill fækka em­bættum sýslu­manna sem nú eru níu og hafa einn sýslu­mann yfir landinu öllu. Bæjar­­stjóri Vest­manna­eyja leggst ein­­dregið gegn á­­formunum og efast um að lands­byggðar­þing­­menn hleypi málinu í gegn. Ráðherrann vill þó halda störfum á landsbyggðinni og telur breytinguna jákvæða fyrir byggðarlög landsins.

Bein útsending: „Stríð, mannréttindi og lýðræði“

Félag stjórnmálafræðinga, Alþjóðamálastofnun HÍ og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála munu standa fyrir hádegisfundi undir yfirskriftinni „Stríð, mannréttindi og lýðræði: Hvaða máli skiptir alþjóðasamvinna?“ í dag klukkan 12 í Öskju 132 í Háskóla Íslands.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Efnahagshorfur hafa versnað vegna stríðsins í Úkraínu að mati fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans þótt heimili og fyrirtæki standi vel.

Konan sem storkaði dauðanum með bros á vör

Ljósmyndarar Vísis sáu sér til skelfingar þegar brimið náði taki á konu nokkurri, bandarískum ferðamanni, en betur fór en á horfðist. Myndirnar sem þeir náðu af atvikinu eru einhvers staðar mitt á milli þess að geta talist stórfenglegar og skelfilegar.

Breyting klukkunnar gæti heyrt sögunni til á næsta ári

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti einróma að festa sumartímann (e. daylight saving time) varanlega í sessi. Verði lagafrumvarpið samþykkt af fulltrúadeild þingsins og Bandaríkjaforseta gæti breytingin tekið gildi í nóvember 2023, að því er kemur fram í frétt New York Times.

Fjölskylduefling SOS: Nýtt verkefni í Rúanda

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa hrund­ið af stað nýrri fjöl­skyldu­efl­ingu í Rú­anda. Þetta er fimmta fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efn­ið frá upp­hafi sem er á ábyrgð SOS á Ís­landi. Und­ir­bún­ing­ur hófst um síðustu ára­mót og verk­efn­ið hefst form­lega í byrj­un næsta mánaðar. Það er til fjög­urra ára eða út árið 2025.

Gular viðvaranir á öllu landinu á morgun

Gular veðurviðvaranir verða á öllu landinu á morgun bæði vegna hvassviðris og úrkomu. Búast má við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum þegarr líður á morgundaginn.

Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu

Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða.

Eldur kom upp í bíl á Miklu­braut

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í bíl á Miklubraut, milli Háaleitisbrautar og Grensásvegar skömmu fyrir klukkan níu í morgun.

Hæg umferð í höfuðborginni

Mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu og það gengur á með dimmum éljum. Umferðin gæti orðið hæg í morgunsárið vegna lélegrar færðar.

Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina

Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 

Gera sér vonir um að sjá fyrir enda rann­sóknarinnar

Andlát sem varð á geðdeild Landspítalans í ágúst síðastliðnum, þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana, er enn til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Kröpp lægð veldur hvass­viðri með snjó í nótt og á morgun

Lægðin sem stjórnaði veðrinu í gær er enn á Grænlandshafi en hún hefur grynnst töluvert. Veðrið verður því áfram svipað en vindurinn þó öllu minni, suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og éljagangur, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert.

Velti stolnum bíl

Lögreglu barst tilkynning rétt fyrir miðnætti að bíl hefði verið stolið í Hafnarfirði eða Garðabæ. Sá sem tilkynnti um þjófnaðinn var sjálfur að veita þjófnum eftirför þegar hann hringdi á lögregluna.

Vill fækka sýslu­mönnum úr níu í einn

Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir.

Myndband: BMW sýnir M3 Touring

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur svipt hulunni af M3 Touring, M3 skutbílnum sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. M3 bílar hafa aldrei áður verið fáanlegir í skutbíla eða Touring útgáfu. Bíllinn er væntanlegur seinna á þessu ári. Afturendi bílsins sést á myndbandi sem BMW birti í gær.

Selenskí segir samningamenn eygja möguleika á málamiðlun

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir nú möguleika á málamiðlun eftir viðræður fulltrúa Úkraínu og Rússlands í gær. Ekkert lát er hins vegar á árásum Rússa og þá hafa fregnir borist af grimmilegum aftökum almennra borgara.

Loddaranum Önnu Sor­okin vísað frá Banda­ríkjunum

Bandarísk stjórnvöld hyggjast vísa Önnu Sorokin, einnig þekkt sem Anna Delvey, úr landi og senda hana aftur til Þýskalands. Anna gerði garðinn frægan þegar hún þóttist vera erfingi mikilla auðæfa og sótti um árabil veislur yfirstéttarfólks í New York sem féll kylliflatt fyrir blekkingum hennar.

For­seta­frúin fundaði með Joe og Jill Biden

Eliza Reid forsetafrú fundaði með Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna um jafnréttismál í Hvíta húsinu í Washington í dag. Eiginmaður Jill, sjálfur Bandaríkjaforseti, kom einnig til fundarins og ræddi við Elizu.

Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir

Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig.

Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart

Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið.

Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið

Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðastliðna nótt.

Engin mál hjá lög­reglu vegna grun­sam­legs blás sendi­bíls

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur engin mál á borði sínu vegna karlmanns sem ekur um á bláum sendibíl í miðbæ Reykjavíkur. Lögreglan veit þó um hvern ræðir og segir hann einn af stórum hópi skutlara sem vaði uppi vegna ástandsins á leigubílamarkaðnum.

Sjá næstu 50 fréttir