Fleiri fréttir

Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands

Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert.

Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrjú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið.

Stefna á að birta niður­stöður út­tektarinnar í júní

Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um úttekt á nýafstöðnu útboði og sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka. Stefnt er að því að niðurstaðan verði birt í júní.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“

Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism

Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism.

Finnar sparka líka rúss­neskum em­bættis­mönnum úr landi

Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að sparka tveimur rússneskum embættismönnum úr landi vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Ísland er þar með eina ríkið á Norðurlöndum sem ekki hefur vísað rússneskum embættismönnum úr landi.

39 látnir í Kramatorsk en Rússar segjast alsaklausir

Að minnsta kosti 39 eru látnir og um 90 slasaðir eftir að árás var gerð á lestarstöðina í Kramatorsk, þar sem talið er að um 4.000 manns almennir borgara hafi beðið eftir að komast burtu frá Donbas.

For­manns­skipti hjá Frjáls­lynda flokknum í Sví­þjóð

Nyamko Sabuni, formaður Frjálslynda flokksins í Svíþjóð, hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að láta af embætti formanns. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð næsta haust og hafa skoðanakannanir síðustu misserin allar bent til að mikil hætta sé á að flokkurinn muni detta út af þingi.

Vig­dís fyrir­gefur Sigurði eftir fund þeirra

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, áttu fund í dag ásamt stjórn Bændasamtakanna. Vigdís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verða deilurnar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrirferðarmiklar.

Nítján öðlast ríkisborgararétt

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að veita nítján einstaklingum ríkisborgararétt en alls bárust 136 umsóknir. Stjórnarandstaðan hafði áður gagnrýnt Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra fyrir seinagang í málinu. 

Lést í snjóflóðinu í gær

Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið.

Áhyggjulaus á meðan það er frost

Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina.

Einn fluttur í sjúkra­flugi á Land­spítalann

Aðgerðum björgunarsveitarmanna í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur lauk nokkru fyrir miðnætti, þar sem þrír bandarískir ferðamenn höfðu lent í snjóflóði um klukkan sjö í gærkvöldi. Einn þeirra var fluttur á Landspítalann með sjúkraflugi og tveir á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Myndband: Mercedes-Benz GLC prófaður í mjög krefjandi aðstæðum

Ný kynslóð af Mercedes-Benz GLC var prófuð á dögunum í mjög krefjandi aðstæðum í snjó og á ísilögðum vegum í Arjeplog í Lapplandi, nyrst í Svíþjóð. Ískaldur vindur og -30 gráður voru fullkomnar aðstæður til að prófa bílinn og ekki síst rafhlöður hans í ískulda.

Vaktin: Evrópusambandið bætir í refsiaðgerðir

Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa nú gera árásir á Odesa frá Svartahafi. Innviðir hafi orðið fyrir skemmdum. Breska varnarmálaráðuneytið segir að svo virðist sem Rússar hafi nú alfarið yfirgefið norðurhluta landsins.

Telja frekari tækifæri til borana eftir heitu vatni

Jarðhiti til húsahitunar gæti enn verið vannýtt auðlind hérlendis, einkum í dreifbýlinu. Þannig segjast bændur á Ströndum sannfærðir um að þar finnist jarðhiti víða og hvetja til rannsókna og borana.

Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha

Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði.

Segir ó­við­unandi að­stæður á geð­deild Land­spítala

Aðstæður á bráðageðdeild eru algjörlega óviðunandi og nauðsynlegt er að byggja upp nýtt geðsjúkrahús, að mati forstöðumanns geðþjónustu Landspítala. Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku geðsviðs undanfarnar vikur.

Sigursveinn Bjarni leiðir Samfylkingu og óháða í Suðurnesjabæ

Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Suðurnesjabæ. S-listi Samfylkingar og óháðra var samþykktur samhljóða í gær á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar í Vitanum í Sandgerði.

Þegar gleðin dó í Fram­sóknar­húsinu

Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið.

Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum

Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. 

Hóf skothríð á gesti skemmtistaðar í Tel Aviv

Minnst tveir eru látnir og tíu særðir eftir að byssumaður hóf skothríð á veitingastað í Tel Aviv í kvöld. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en árásarmaðurinn er talinn hafa komist undan.

Sjá næstu 50 fréttir