Fleiri fréttir

Fleiri með réttarstöðu sakbornings

Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum.

Fram­sóknar­flokkurinn ráð­gáta að mati stjórn­mála­fræðings

Eftir yfirlýsingar Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farin var við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hljóti að bera þar ábyrgð, er komin upp krísa á stjórnarheimilinu.

RÚV sagt hæðast að framboðslista með umtöluðu innslagi

Frambjóðandi til borgarstjórnar í Reykjavíkur hefur tilkynnt Ríkisútvarpið til Fjölmiðlanefndar og Persónuverndar fyrir innslag í kvöldfréttum 7. apríl. Hann segir Ríkisútvarpið með frétt sinni hafa dregið dár að framboðinu.

Hvasst og dá­lítil rigning eða slydda syðst

Veðurstofan spáir austlægri átt, allhvassri eða hvassri, með dálítilli rigningu eða slyddu syðst á landinu. Annars staðar verður mun hægari vindur og smá él eystra, en annars bjart með köflum.

25 látnir á Filipps­eyjum vegna hita­beltis­stormsins Megi

Að minnsta kosti 25 eru látnir á Filippseyjum eftir að hitabeltisstormurinn Megi gekk yfir landið. Mesta tjónið hefur orðið í flóðum og aurskriðum og eru björgunarsveitir enn að störfum við að bjarga fólki sem hefur orðið innlyksa á austur- og suðurströndum eyjaklasans.

Pożar spowodował szkody na setki milionów

Dyrektor generalny Íslenska Gámafélagið szacuje, że szkody spowodowane pożarem, który wybuchł w sobotę w zakładzie recyklingu w Reykjanes, mogą wynieść nawet 300 milionów ISK.

Settu stolnu styttuna í geim­flaug og segja hana rasískt verk

Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim.

Segja Rússa beita efna­vopnum í Maríu­pol

Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni.

Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn.

Segir upp öllu starfs­fólki Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu.

Katrín skoðaði nýja burstabæinn á Selfossi

Sigfús Kristinsson, níræður húsasmíðameistari á Selfossi kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði húsa því hann var að smíða burstabæ í bæjarfélaginu.

Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver um­mælin voru

Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós.

Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir af­sögn fjár­mála­ráð­herra

Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkisstjórn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Á­rekstur á Reykja­nes­braut

Tilkynning barst um tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut nærri Straumsvík á fimmta tímanum í dag og var einn minniháttar slasaður fluttur á slysadeild til athugunar. Sjúkrabíll, lögregla og dælubíll fóru á staðinn og olli slysið nokkrum umferðartöfum. 

Sinubruni í Grafarvogi

Sinubruni logar neðan við Húsahverfi í Grafarvogi í Reykjavík. Ekki er um umfangsmikinn bruna að ræða og vel gengur að ná tökum á eldinum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka.

Haraldur Rafn leiðir Pírata í Hafnarfirði

Haraldur Rafn Ingvason líffræðingur leiðir lista Pírata í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti listans er Hildur Björg Vilhjálmsdóttir náms- og starfsráðgjafi. 

Rýnt í stöðuna: Vopnakapphlaup í austri

Rússar vinna enn hörðum höndum að því að koma liðsauka til hersveita í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra er að ná fullum tökum á og halda Donbas-héraði en miklar efasemdir eru uppi um það hvort Rússar geti það yfir höfuð.

Innviðaráðherra kærður fyrir brot á siðareglum

Kæra fyrir brot á siðareglum hefur verið lögð fram til forsætisnefndar vegna ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lét falla á Búnaðarþingi.

Fær hálfa milljón í bætur vegna upp­sagnarinnar

Strandabyggð þarf að greiða Þorgeiri Pálssyni, fyrrverandi sveitarstjóra sveitarfélagsins, hálfa milljón króna í miskabætur vegna uppsagnar hans. Héraðsdómur telur uppsögnina hafa verið framkvæmda með óeðlilega meiðandi hætti.

„Hvernig af­hendirðu lík fyrir mis­tök?“

Börn manns, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að bana móður þeirra og eiginkonu hans, segja lögreglu hafa mistekist að halda utan um fjölskylduna eftir að móðir þeirra lést. Þau hafa sent inn kvörtun til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna rannsóknarinnar.

Íslensk frelsishetja fallin frá

Davíð Scheving Thorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og iðnrekandi er allur 92 ára að aldri en hann andaðist á föstudaginn.

Við­skipta­ráð­herra segist hafa gagn­rýnt á­form í nefnd með for­sætis- og fjár­mála­ráð­herrum

Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta.

Forstjórinn áætlar að tjónið hlaupi á hundruðum milljóna

Forstjóri Íslenska gámafélagsins áætlar að tjón vegna brunans í endurvinnslustöð á Reykjanesi um helgina hlaupi á allt að þrjú hundruð milljónum króna. Hann segir brunann mikið áfall en er á sama tíma feginn að ekkert manntjón varð.

Útilokar ekki nýja herstöð á Íslandi

Starfandi utanríkisráðherra útilokar ekki að nýrri herstöð verði komið á fót hér á landi, þó engin áform séu um það á þesssum tímapunkti. Bandarískir landgönguliðar taka lendingaræfingar í Hvalfirði í dag í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking og hernaðarandstæðingar boðuðu til kræklingatínslu á sama tíma.

Kjör­stjórnir í stökustu vand­ræðum víða um land

Ljóst er að kjórstjórnir víða um land eru í stökustu vandræðum vegna nýrra hæfisviðmiðna nýrra kosningalaga. Formenn kjörstjórna syrgja ekki síst vana starfsmenn hafa gegnt lykilhlutverki á kjördag en hafa nú þurft að víkja sæti.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum höldum við áfram umfjöllun um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Sindri hafði betur gegn Sverri vegna ummæla á Twitter

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kæru um meiðyrði gegn löfræðingnum og eiganda Nýju vínbúðarinnar Sverri Einari Eiríkssyni. Sverrir krafðist þess að Sindri greiddi honum þrjár milljónir króna í bætur en mun þurfa að greiða málskostnað Sindra Þórs.

„Þreytt og þreklaus“ eftir Covid

Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu.

Boðar til kosninga í maí

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 21. maí næstkomandi. Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú samtals með 76 þingmenn sem er lágmarksfjöldi þingmanna til að verja ríkisstjórn falli.

Sam­þykkja kaup­til­boð í Tý og Ægi

Ríkiskaup hafa samþykkt kauptilboð í varðskipin Tý og Ægi. Kaupandinn er íslenskur og kaupir hann bæði skipin en nafn hans hefur ekki verið gefið upp.

Sjá næstu 50 fréttir