Fleiri fréttir

Hreinsistöð byggð við Ölfusá á Selfossi

Fyrstu skóflustungurnar af nýju hreinsistöðinni voru teknar á föstudaginn en það kom í hlut Gunnars Egilssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa og Sveins Ægis Birgissonar, núverandi bæjarfulltrúa að taka þær. Umhverfismati nýju stöðvarinnar er lokið og því hefjast framkvæmdir á næstu dögum en verktakafyrirtækið Þjótandi á Hellu mun sjá um þær.

„Það þýðir ekki að segja nem­endum að þau megi ekki tala um málið“

Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan 12 og er hægt að hlusta á þær í spilaranum hér fyrir neðan. 

Slasaði hjól­reiða­maðurinn undir­gekkst að­gerð í nótt

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl.

Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi

Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. 

Skýjað en þó bærilegasta veður

Svo virðist sem að síðasti sólríki sumardagurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í gær. Í dag verður skýjað en þó bærilegasta veður þar sem hiti verður  til 16 stig.

Arnór Heiðar nýr forseti UJ

Arnór Heiðar Benónýsson var í dag kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks á landsþingi samtakanna og tekur við embættinu af Rögnu Sigurðardóttur. Á þinginu var einnig kjörið í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn samtakanna.

Neyðar­á­standi lýst yfir víða í Pakistan

Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010.

Söngvari Ar­ca­de Fire sakaður um kyn­ferðis­brot

Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003.

Vitni að slysinu fengu á­falla­hjálp

Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Ó­vandað, ó­gagn­sætt og metnaðar­laust ráðningar­ferli

Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust.

Bein útsending: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á flokkráðsfundi

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fer fram um helgina í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins flytja ávarp á þinginu í dag klukkan 14:20. Hægt verður að fylgjast með erindi hennar í spilaranum hér fyrir neðan.

Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli um helgina

Þeir, sem elska íslenska kjötsúpu með miklu kjöti í ættu að drífa sig á Hvolsvöll því þar fer fram Kjötsúpuhátíð alla helgina. Kjötsúpurölt var í þorpinu í gærkvöldi og í dag býður Sláturfélag Suðurlands heimamönnum og gestum þeirra upp á kjötsúpu eins og hver vill.

Tekur gagn­rýni Reykja­nes­bæjar til sín og segir úr­bætur á loka­metrunum

Félagsmálaráðherra segist taka til sín gagnrýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um stöðu mála í móttöku flóttafólks og fólks í leit að vernd. Vinna við að fjölga sveitarfélögum sem taki á móti fólki sé á lokametrunum. Það muni létta mjög undir með þeim fáu sveitarfélögum sem hingað til hafi gert það. 

Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsis­sviptingar og seinnar krabba­meins­greiningar

Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr.

Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu

Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni.

Simon Spies beitti ungar stúlkur kyn­ferðis­of­beldi

Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman.

Sólríkur dagur framundan

Það er sólríkur dagur í kortunum í dag víðs vegar um landið. Sennilega er um að ræða einn af síðustu sumardögum ársins, ef marka má veðurspá næstu vikuna.

Töluvert um innbrot í nótt

Nokkuð erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er að baki, af dagbók embættisins að dæma.

Kia vill að EV9 verði alvöru jeppi

Kia hefur hafið kynningu á rafbílalínu sinni, EV á EV6 með góðum árangri. Næsti bíll í línunni er EV9 sem er ætlað að vera alvöru jeppi samkvæmt Kia. Hann á að geta vaðið djúpt og klifrað upp brattar hæðir og yfir höfuð, vera jeppi sem er knúinn áfram á rafmagni.

Segja rússneskan njósnara hafa heillað starfsfólk Nato upp úr skónum

Hópur rannsóknarblaðamanna birti í dag grein þar sem því er haldið fram að rússneskur njósnari hafi árum saman þóst vera skartgripasali frá Perú. Hún hafi á endanum sest að í Napólí, skammt frá herstjórn Atlantshafssambandsins þar, og vingast við starfsfólk Nato, fengið vinnu sem móttökuritari og átt í stuttu ástarsambandi með starfsmanni sambandsins.

Tap Strætó aldrei verið meira

Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára.

Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð

Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 

Litla þjóðin reyndist risi í ljósi sögunnar

Utanríkisráðherra Eistlands segir Eystrasaltsríkin ævarandi þakklát Íslendingum fyrir að hafa, fyrst þjóða, viðurkennt sjálfstæði þeirra. Þessi litla þjóð hafi reynst mikill risi í ljósi sögunnar.

Hafa til­kynnt þrjú mögu­leg mansals­mál til lög­reglu í ágúst

Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 

Kona og barn skotin á leikvelli í Svíþjóð

Kona og ungt barn voru flutt særð á sjúkrahús eftir að hafa verið skotin á leikvelli í Årby í Eskilstuna, borg vestur af Stokkhólmi. Þau eru þó ekki í lífshættu að sögn lögreglu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsdeildar lögreglu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu.

Sjá næstu 50 fréttir