Fleiri fréttir

Ógna birgðalínum Rússa í austri

Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa.

Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum.

Kanadíska á­rásar­mannsins enn leitað

Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær.

Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu

Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. 

Hægir vindar og víða bjart­viðri

Veðurstofan spáir hægum vindum og víða bjartviðri í dag, en sums staðar þokubökkum við sjávarsíðuna og dálítilli rigningu suðaustantil síðdegis.

Tveir handteknir vegna hnífaslagsmála í nótt

Lögregla handtók tvo í verslun í miðborg Reykjavíkur klukkan eitt í nótt en þeir höfðu átt í slagsmálum inni í versluninni. Báðir höfðu verið að beita hnífum gegn hvor öðrum. Annar var látinn gista fangageymslur sökum vímu en hinn látinn fara að lokinni skýrslutöku.

Volkswagen ID. Buzz - Bíll tækifæranna

Volkswagen Rúgbrauð er sennilega einn frægasti bíll mannkynssögunnar. Bjallan og Rúgbrauðið ásamt Toyota Hilux og Ford Mustang. Nokkrar goðsagnir sem allar eiga sinn sess í sögunni. Nýjasti bíll Volkswagen, ID. Buzz er tilraun Volkswagen til að rafvæða hið goðsagnakennda Rúgbrauð.

Fundu leyni­gögn um kjarn­orku­vopn á heimili Trumps

Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis.

Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifi­brauð

Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu.

Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði.

For­eldrar ekki að missa móðinn

Í dag komu foreldrar barna, sem ekki fá pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar, með börn sín á palla ráðhússins og mótmæltu ástandinu í leikskólamálum. Öllu færri mættu í dag en á fyrri tvö mótmælin sem haldin hafa verið. Foreldrar þvertaka þó fyrir að þeir séu að missa móðinn.

Embla er ís­lensk Siri í stöðugri þróun

Með tæknivæðingunni hafa komið hinar ýmsu snjalllausnir eins og rafræna aðstoðarkona Apple, Siri og aðstoðarkona Amazon, Alexa. Siri og Alexa skilja ekki íslensku en nú er íslensk útgáfa í þróun, hún ber heitið Embla.

Sauðfjárbændur segjast þurfa meira en 35% hækkun

Sauðfjárbændur segja ekki nærri nóg að fá 35 prósent hækkun á dilkakjöti í haust og að sú hækkun nái aldrei að dekka þá aukningu á framleiðslukostnaði, sem dunið hefur á bændum. Sauðfjárslátrun hófst á Selfossi í morgun.

Dóms­mála­ráð­herra segir fjölgun flótta­fólks ekki til­viljun

Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum.

Streymi Rúv lá niðri

Samkvæmt tilkynningu á vef Ríkisútvarpsins lá allt streymi á vef og í appi niðri um stund áðan. Bilunin gæti varla hafa orðið á verri tíma nú þegar kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur upp á sæti á heimsmeistaramóti.

Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum

Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum.

Sekta Meta um 57,7 milljarða króna

Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordæmalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ný kirkja risin í Gríms­ey

Á dögunum var ný Miðgarðskirkja í Grímsey orðin fokheld og turninum hafði verið komið fyrir. Í dag kom varðskipið Þór í eyna með stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar.

Stjórnsýsluúttekt á lokametrunum sem muni „vekja athygli“

Úttekt ríkisendurskoðunar á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er á lokametrunum og styttist mjög í að hún fari í umsagnarferli. Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi, treysti sér ekki til að nefna dagsetningu í þessu samhengi en sagði ljóst að úttektin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar.

Fundu nostalgíska Svala­fernu við Skafta­fells­heiði

Landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði fann Svalafernu í austurbrekkum Skaftafellsheiðar fyrir stuttu. Fernan var tóm en landvörðurinn hefði líklegast ekki viljað drekka úr henni ef hún væri full, enda er fernan frá árinu 1986.

Sækja líka fram gegn Rússum í norðri

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs.

Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi

Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump.

Ólafur Ágúst játaði og neitaði á víxl í umfangsmiklu fíkniefnamáli

Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, játaði og neitaði ákæruliðum á víxl í umfangsmiku fíkniefnamáli þegar hann tók afstöðu til ákæruefnisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ólafur er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot, meðal annars með því að hafa staðið að stórtækri kannabisræktun á sveitabæ í Rangárþingi ytra.

Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá

Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 

Nielegalny pokaz sztucznych ogni w Langholt

Zeszłej nocy policja otrzymała wiele skarg od mieszkańców Langholt. Powodem był nielegalny pokaz sztucznych ogni, który odbył się w związku ze ślubem w Skipasund.

Engin til­boð bárust í Vífils­staði

Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í.

„Feiti Leonard“ slapp úr stofu­fangelsi

Leonard Glenn Francis, oftast kallaður, „Feiti Leonard“, slapp úr stofufangelsi í dag eftir að hann skar á ökklaband sitt. Dómsuppkvaðning í máli hans var á dagskrá eftir þrjár vikur.

Fór í sundur á samskeytum

Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina.

Fundu líkamsleifar í Eystrasalti

Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið.

Sjá næstu 50 fréttir