Fleiri fréttir

Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia

Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk.

Eyjamenn minnast hálfrar aldar afmælis eldgossins

Hálf öld er í dag, 23. janúar, liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey árið 1973. Gosafmælisins er minnst með margvíslegum hætti í Vestmannaeyjum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Eyjamenn.

Ritt Bjer­rega­ard er látin

Danska stjórnmálakonan Ritt Bjerregaard, sem meðal annars gegndi embætti ráðherra, yfirborgarstjóra í Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, er látin, 81 árs að aldri.

Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna

Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara.

„Þetta er Golíat sem við erum að berjast á móti“

Gróft kynferðislegt orðalag, hómófóbía og illar áeggjanir grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn tíundu bekkinga og starfsmanns félagsmiðstöðvar. Hann segir krakka leita mikið til starfsmanna vegna óheilbrigðra netsamskipta en starfsfólk eigi við ofurefli að etja.

Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá

Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.

Braut rúðu á hóteli

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um að rúða á hóteli í hverfi 105 í Reykjavík hefði verið brotin.

Sitja föst eftir skíða­ferð en láta það ekki spilla gleðinni

Hópur fjörutíu laganema frá Háskóla Íslands hefur ekki komist frá Sauðárkróki eftir skíðaferð í dag vegna veðurs og færðar. Þau halda nú til í skíðaskála í Tindastóli og segja vel hugsað um sig en hópurinn telur sig geta komist heim á morgun.

Sungu fyrir far­þega sem sátu fastir í vél Icelandair

Hljómsveit sem var um borð í vél Icelandair á leið til Keflavíkur frá Toronto söng fyrir farþega sem voru fastir með þeim í vélinni. Flugstjórinn segir alla hafa gengið úr vélinni með bros á vör. 

Hvalur flæktist í hengingaról

Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga.  

Samolot uderzył w rękaw lotniczy

Stojący na lotnisku samolot linii Icelandair obrócił się w miejscu z powodu oblodzenia i wiatru. Lewe skrzydło samolotu uderzyło o rękaw lotniczy znajdujący się przy jednym z terminali.

Læstur úti létt­klæddur, fjúkandi ljósa­staurar og út­köll björgunar­sveita

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í ströngu en 62 mál voru skráð í dag. Veðrið virðist hafa verið í aðalhlutverki en stór hluti verkefna tengdust veðri og færð. Lögreglan þurft til dæmis að fjarlægja fokna ljósastaura og kalla til björgunarsveitir. Þá gistu níu manns í fangageymslum eftir nóttina.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá veðurhvellinum sem varð á suðvesturhorninu í dag þar sem næstum þúsund farþegar voru strandaglópar í flugvélum á Keflavíkurflugvelli.

Við­gerð um borð í Hrafni Svein­bjarnar­syni lokið

Viðgerð um borð í togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni tókst síðdegis og siglir skipið nú fyrir eigin vélarafli. Togarinn heldur til Hafnarfjarðar þar sem gert er ráð fyrir að ný veiðarfæri verði sótt.

Fötluð kona föst í flug­vél með stífluðu klósetti

Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. 

Segir um­mæli Skúla undar­leg og fyrir­slátt

Dóttir konu sem lést eftir að hafa verið sett í lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja segir ummæli Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa sett sjúklinga í lífslokameðferð án tilefnis, vera undarleg og fyrirslátt. Hún segir svo virðast að Skúli Tómas sé ekki í tengslum við raunveruleikann.

Guðni var með er Hrafn Sveinbjarnarson var dreginn til hafnar

Varðskipið Freyja er lögð af stað með togarann Hrafn Sveinbjarnarson áleiðis til hafnar. Togarinn varð vélarvana um klukkan fjögur í nótt um fimmtíu sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Forseti Íslands er um borð í skipinu. 

Vatíkanið opnar rannsókn á 40 ára hvarfi unglingsstúlku

Páfagarður hefur heimilað að rannsókn verði hafin á hvarfi 15 ára stúlku sem hvarf fyrir 40 árum, sumarið 1983. Þetta er talið eitt dularfyllsta mannshvarf í sögu Vatíkansins og margar kenningar benda til tengsla á milli Vatíkansins og Mafíunnar.

Flug­vél hring­snerist og rakst í land­gang

Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði.

Flugi af­lýst og fólk enn fast í flug­vélum níu tímum eftir lendingu

Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir.

Byrjað að opna vegi aftur

Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum.

Hurð rifnaði af flugvallarbíl

Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar.

Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag

Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta.

Skaut tíu til bana og gengur enn laus

Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum.

Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukku­stundir

Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður.

Hálfs metra landris í Öskju

GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni.

Haga­vagninn tjónaður eftir bruna

Undir morgun var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað til vegna elds í Hagavagninum, hamborgaraveitingastað í Vesturbænum.

Forsetinn í varðskipi á leið til móts við vélarvana togara

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, sem verið er að sigla til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana.

Uppruni Íslendinga, umfjöllun um konur og glærumálið

Farið verður um víðan völl á Sprengisandi í dag, eins og svo oft áður. Þátturinn byrjar á því að Kristján Kristjánsson ræðir við Dr. Helga Þorláksson, fyrrv. próf. við HÍ í sagnfræði. Umræðuefnið er framhald á viðtal við Gísla Sigurðsson í síðustu viku um uppruna Íslendinga og kenningar þar um.

Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden

Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg.

Réðst á leigubílsstjóra og rændi bílnum

Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem grunaður er um að hafa ráðist á leigubílstjóra og rænt bíl hans. Leigubílstjórinn óskaði eftir aðstoð í nótt og sagði að farþegi hefði ráðist á sig og náð að reka sig úr bílnum. Farþeginn hafi í kjölfarið ekið á brott á leigubílnum.

Flúði land í far­banni vegna nauðgunar­dóms

Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi.

Blysför í Vestmannaeyjum í tilefni 50 ára gosafmælis

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heimsækja Vestmannaeyjar á morgun, mánudag, 23. janúar, í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Hápunktur margvíslegra minningarviðburða í bænum verður blysför frá Landakirkju annaðkvöld að Eldheimum þar sem gossins verður minnst með athöfn sem hefst klukkan 19:30.

Stormur og dimm él væntan­leg í fyrra­málið

Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Veðrið á að versna í nótt og standa þangað til fram eftir degi á morgun, 22. janúar. 

Sjá næstu 50 fréttir