Fleiri fréttir

Stíað í sundur eftir 65 ára hjónaband

Þau Aðalheiður og Stefán hafa verið gift í 65 ár en fá ekki saman inni á öldrunarheimili. Framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar segir mikilvægt að aldraðir þurfi ekki að skilja að borði og sæng sökum heilsu.

Útiloka mengandi iðnað í Helguvík

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa snúið baki við mengandi iðnaðaruppbyggingu. Helguvík hefur verið endurskipulögð sem grænt iðnaðarsvæði.

Valgerður tjáir sig ekki

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, vill ekki tjá sig um fundinn sem Benedikt Sigurðarson greindi frá í Fréttablaðinu í gær.

Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2: Einn af hverjum fjórum sem nær tindinum lætur lífið

John Snorri Sigurjónsson ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er talið vera erfiðasta fjall heims og hátt hlutfall þeirra sem reyna við fjallið láta lífið. Aðeins hafa 230 mannst komist á toppinn og ætlar John Snorri sér að bætast í hópinn en hann lagði af stað á mánudaginn. Hann viðurkennir að hann sé hræddur en segist þó vera mjög vel undirbúin og að hann ætli að koma heill heim til kærustunnar og barna sinna fimm.

Einlæg gleði þar sem allir eru sigurvegarar

Óhætt er að segja að gleðin hafi skinið úr andlitum barnanna sem kepptu í Frístundahreysti í Laugardalshöllinni í gær. Þetta er annað árið í röð sem keppni fer fram.

Áframhaldandi slydda og snjókoma

Búast má við áframhaldandi slyddu og snjókomu í dag, fyrst sunnan- og vestanlands með morgninum en norðan- og austantil eftir hádegi.

Hélt að hún myndi deyja í Reykjadal

Nicole Rakowski, 24 ára kona frá í Kanada, fékk annars og þriðja stigs bruna þegar hún steig í sjóðheitan hver í Reykjadal. Hún er þakklát fólkinu sem kom að björgun hennar og segir tímann á Íslandi hafa verið einstakan.

Verslanir fleygja tonnum á ári hverju

Matvöruverslanir landsins hafa í auknum mæli reynt að fyrirbyggja matarsóun. Þó er enn langt í land, en matvöruverslanirnar fleygja hundruðum kílóa á viku.

Vilja auka öryggi á strandveiðum

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður málsins, en þar segir í greinargerð að sá „ágalli hefur verið á gildandi fyrirkomulagi að veiðarnar hafa verið það sem kallað er „ólympískar“.

Telja háspennulínu yfir hálendið óþarfa

Innan Orkuveitu Reykjavíkur er háspennulína yfir hálendið talin ónauðsynleg í fyrirsjáanlegri framtíð. Styrkja þurfi kerfið milli Norður- og Austurlands, en aðeins innan þess svæðis.

Skulda yfir þrjá milljarða í sektir

Illa gengur að innheimta sektir hér á landi sem einstaklingar hafa verið dæmdir fyrir. Því hærri upphæð, því verr gengur að innheimta. Um þrjú þúsund manns bíða að komast í afplánun vegna þeirra.

Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó.

Þingmaður Pírata „brjálaður“ yfir skertum framlögum

Þingmaður Pírata segir stórfelldan niðurskurð heilbrigðisráðherra á framlögum til samtakanna Hugarafls vera blauta tusku í andlit þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Hópur fólks mótmælt þessum niðurskurði í velferðarráðuneytinu í dag.

Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis

Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir