Fleiri fréttir

Geta engu lofað en vilja að Hugarafl geti haldið starfi sínu áfram

Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að fundur hans og Sigrúnar Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, með Hugarafli í dag hafi verið mjög gagnlegur og góður.

Vilja gera frið að vörumerki Norðurlanda

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefur lagt til að friðarviðræður verði gerðar að opinberu vörumerki Norðurlanda. Tillögunni er beint til norrænu ríkisstjórnanna.

Náði fullum bata eftir 20 ára baráttu við alvarlega kvíðaröskun

Maður sem náð hefur fullum bata við alvarlegri kvíðaröskun sem hann glímdi við í rúma tvo áratugi segir að pottur sé brotinn í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Hann segir að inngripið þurfi að eiga sér stað strax á barnsaldri til að fleiri lendi ekki í sömu sporum og hann.

Þórunn fer til starfa á sjúkrahúsi í Mósúl

Þórunn Hreggviðsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandim hélt til Mósúl í Írak í dag þar sem hún mun starfa á sjúkrahúsi ásamt sameiginlegu skurðteymi Alþjóðaráðs Rauða krossins og finnska Rauða krossins.

Skipar nefnd til að kortleggja þjónustu við flóttafólk

Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nefnd sem kortleggja á núverandi þjónustu við þá sem fengið hafa stöðu flóttafólks eftir hælismeðferð og gera tillögu að samræmdu móttökukerfi fyrir flóttafólk.

Lögreglumaðurinn játar sök að hluta

Lögreglumaðurinn, sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsárás gegn fanga, játaði sök að hluta við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Menntamálin sett í annað sæti

Jón Atli bendir á að þar sem stór hluti aukinna framlaga til háskólans muni renna til byggingar Húss íslenskra fræða muni einungis bætast við 700 milljónir aukalega til háskólans árið 2020 og 1.500 milljónir árið 2021.

Ætla að gera mjölið grænna

Landsvirkjun og Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda (FÍF) ætla að vinna að því að auka notkun endurnýjanlegrar orku í fiskmjölsiðnaði.

Íhuga alvarlega úrsögn úr BSRB

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Tollvarðafélag Íslands skoða nú stöðu sína með tilliti til úrsagnar úr BSRB eftir að Alþingi samþykkti lög um breytingar á lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna.

Sló barnsmóður sína með pottum og glerflösku

Hæstiréttur hefur staðfest sex mánaða nálgunarbann yfir manni sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína grófu ofbeldi . Er maðurinn meðal annars sagður hafa slegið barnsmóður sína með glerflösku og lamið hana með pottum.

Kröfðust þess að sérstök umræða um fátækt yrði sett á dagskrá þingsins

Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við.

Ekki önnur rannsókn nema ný gögn finnist

Bæði innanríkisráðherra og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eru efins um að rannsaka skuli einkavæðingu Landsbankans og segja að ný gögn um málið þurfi að koma fram. Þingmenn Viðreisnar og BF vilja rannsókn.

Sjá næstu 50 fréttir