Fleiri fréttir

Drengurinn sem slasaðist við Seljalandsfoss var gangandi utan merktra göngustíga

Drengurinn sem slasaðist á fimmtudaginn, þegar hann fell 15 metra við Seljalandsfoss, var gangandi utan merktra göngustíga þegar slysið átti sér stað. Drengurinn, að nafni William Sadr, er á fimmtánda aldursári og er hér á landi að ferðast ásamt foreldrum sínum sem koma frá Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Vísi.

Í einangrun á Hólmsheiði

Engar yfirheyrslur fóru fram yfir sex einstaklingum sem sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um manndráp í Mosfellsdal á miðvikudagskvöld, í gærkvöldi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurði sína varðandi varðhald.

Fundu myglu á þremur hæðum í flugturninum

Isavia hefur varið 30 milljónum í viðgerðir á flugturninum við Reykjavíkurflugvöll eftir að myglusveppur fannst í apríl í fyrra. Framkvæmdum lýkur ekki fyrr en í haust, rúmu ári eftir að um 50 starfsmenn ríkisfyrirtækisins þurftu að flytja út.

Óútreiknanlegt vatn þreytir Álftnesinga

Hluti íbúa á Álftanesi glímir við að kaldavatnsþrýstingur er ekki eins og best verður á kosið. Sumum reynist erfitt að fara í sturtu á ákveðnum tímum dags eða vikunnar. Vandinn er mestur þegar hlýtt er í veðri.

Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði

Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars.

Grunuð um manndráp

Líkamsárásin í Mosfellsdal í gær sem leiddi til dauða manns um fertugt er rannsökuð sem manndráp.

Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður

Nemendur eru hundrað fleiri í Melaskóla en húsnæðið gerir ráð fyrir. Foreldrar nemenda kvarta undan aðstöðuleysi í kennslu, lélegu viðhaldi á húsnæði og framtaksleysi borgaryfirvalda. Þá er ekki aðgengi fyrir fötluð börn í skólanum.

Útlit fyrir öruggan sigur Íhaldsins

Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar.

Dæmdur í annað sinn fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku

Hæstiréttur dæmdi í dag Ingvar Dór Birgisson, 32 ára gamlan karlmann, í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku í mars 2014. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 1,2 milljónir í miskabætur.

Fjörutíu og fjórir koma til greina í embætti umboðsmanns barna

Fjörutíu og sex manns sóttu um stöðu umboðsmanns barna sem auglýst var til umsóknar 5. maí síðastliðinn. Tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka og koma því 44 til greina í starfið. Stefnt er að því að skipa í embættið frá 1. Júlí. Umboðsmaður er skipaður til fimm ára.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki hafa komið að tillögum um breytingar á hjúkrunarnámi

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki hafa komið að vinnu að tillögum um breytingar á námi í hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólamenntun. Formaður félagsins segir algjört áhugaleysi yfirvalda hafa ríkt í málefnum hjúkrunarfræðinga en áréttar þó að þróun á námi sé liður í fjölgun hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum landsins. Fyrrverandi formaður segir kjör hjúkrunarfræðinga vandamálið, ekki aðsókn í námið.

Aukafréttatími á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi

Fjallað verður ítarlega um þingkosningarnar sem fram fara í Bretlandi í dag. Einnig fjöllum við um manndráp í Mosfellsdal í gærkvöldi og um James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Guðni og Eliza heimsækja Bláskógabyggð

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid koma í opinbera heimsókn í Bláskógabyggð á morgun, föstudag, í tilefni af fimmtán ára afmælis sveitarfélagsins.

Vinna gegn spillingu þykir ganga of hægt

Ísland hefur ekki orðið að fullu við tilmælum GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðs, um aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu þingmanna.

Sjá næstu 50 fréttir