Fleiri fréttir

Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður

Nemendur eru hundrað fleiri í Melaskóla en húsnæðið gerir ráð fyrir. Foreldrar nemenda kvarta undan aðstöðuleysi í kennslu, lélegu viðhaldi á húsnæði og framtaksleysi borgaryfirvalda. Þá er ekki aðgengi fyrir fötluð börn í skólanum.

Útlit fyrir öruggan sigur Íhaldsins

Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar.

Dæmdur í annað sinn fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku

Hæstiréttur dæmdi í dag Ingvar Dór Birgisson, 32 ára gamlan karlmann, í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku í mars 2014. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 1,2 milljónir í miskabætur.

Fjörutíu og fjórir koma til greina í embætti umboðsmanns barna

Fjörutíu og sex manns sóttu um stöðu umboðsmanns barna sem auglýst var til umsóknar 5. maí síðastliðinn. Tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka og koma því 44 til greina í starfið. Stefnt er að því að skipa í embættið frá 1. Júlí. Umboðsmaður er skipaður til fimm ára.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki hafa komið að tillögum um breytingar á hjúkrunarnámi

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segist ekki hafa komið að vinnu að tillögum um breytingar á námi í hjúkrunarfræði fyrir fólk með aðra háskólamenntun. Formaður félagsins segir algjört áhugaleysi yfirvalda hafa ríkt í málefnum hjúkrunarfræðinga en áréttar þó að þróun á námi sé liður í fjölgun hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum landsins. Fyrrverandi formaður segir kjör hjúkrunarfræðinga vandamálið, ekki aðsókn í námið.

Aukafréttatími á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi

Fjallað verður ítarlega um þingkosningarnar sem fram fara í Bretlandi í dag. Einnig fjöllum við um manndráp í Mosfellsdal í gærkvöldi og um James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Guðni og Eliza heimsækja Bláskógabyggð

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid koma í opinbera heimsókn í Bláskógabyggð á morgun, föstudag, í tilefni af fimmtán ára afmælis sveitarfélagsins.

Vinna gegn spillingu þykir ganga of hægt

Ísland hefur ekki orðið að fullu við tilmælum GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu innan Evrópuráðs, um aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu þingmanna.

Tólf prósent noti almenningssamgöngur

Til að unnt sé að byggja upp Borgarlínu þarf að þétta byggð og þrengja að einkabílnum. Fyrstu drög að legu línunnar voru kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær.

Getur sagt að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala

SIðanefnd Blaðamannafélag Íslands vísaði frá kæru ritstjóra Kjarnans um hvort Morgunblaðinu væri heimilt væri að vísa í þrálátan orðróm til að bera alvarlegar ávirðingar á fólk og fyrirtæki. Ritstjóri Kjarnans segir úrskurðinn þýða að hann megi vísa til þráláts orðróms um að ritstjóri Morgunblaðsins sé með hala.

Mjólkin búin í búðinni

Íslendingur sem býr í Katar segir að nokkrar matvörur sem hann kaupir vanalega séu búnar í búðinni. Þar á meðal mjólkin sem kemur frá Sádí-Arabíu en lokað hefur verið fyrir samgöngur milli landanna.

„Ég vil bara að þetta hætti“

Ellefu ára strákur stórslasaðist þegar framdekk losnaði af hjólinu hans. Móðir hans telur líklegt að einhver hafi losað dekkið þar sem gríðarlegt handafl þarf til.

Sjá næstu 50 fréttir